Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 13
AFTURELDING ALLAN TÖRlVBERfi: Hér er vegnriim. ÞRIÐJA GREIN. FREISTINGAR: . Strax og maSurinn er orðinn trúaður og lifandi kristinn, fær hann að reyna að freistarinn, heimurinn og hið gamla eðli rísa upp til mótstöðu og gera allt til að slökkva nýja lífið. Óvinurinn safnar saman öllum sínum her til að hindra okkur í að ganga veg frelsisins áfrarn. Freistingar af ýmsu tagi mæta okkur og baráttan getur stundum orðið hörð, „því að' haráttan, sem vér eigum í, er ekki við blóð og hold, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonzkunnar í himingeimnum.“ Ef. 6; 12. Við freistumst til efasemda. Þú vaknar kannski næsta inorgun eftir frelsisreynslu þína við það, að þessi Ijúf- lega tilfinning um nærveru himinsins, sem þú fannst kvöldið áður, hefur horfið. [ stað þess ertu kannski full- ur af kvíða og óróleika yfir þeirri ákvörðun, sem þú hef- ur tekið. Mun þetta haldast við? Getur þetta varað? Þegar svona er ástatt, kemur freistarinn og hvíslar í eyra þér: Ekki getur þú verið frelsaður — ekki getur þú verið Guðs barn. Þú finnur ekkert. Minnstu þess þá, kæri nýfrelsaði vinur, að grundvöll- urinn að hjálpræði okkar er ekki í fyrsta lagi það, sem við finnum, heldur það, sem Guð hefur lofað í orði sínu. Tilfinningar eru hreylilegar, en fyrirheit Guðs standa stöðug að eilífu. Kona nokkur bað um fyrirbæn í samkomu og vildi frelsast. Lítil dóttir hennar fylgdist með inn í bænaher- bergið og þegar móðir hennar beygði kné sín við hlið prédikarans, tók telpan eftir öllu sem fram fór. Fvrsl só hún móður sína gráta í syndaneyð, en síðan breyttist sorgin í gleði og sérhvert tár þornaði, þegar prédikarinn las fyrirheit Guðs í Biblíunni. Daginn eftir var konan þó sorgmædd á svip við vinnu sína í eldhúsinu. Þá sagði litla stúlkan: — Ertu ekki frelsuð i dag, mamma? — Nei, þetta var víst ekkert, sem gerðist í gær, svar- aði móðir hennar. — Já, en mamma, stendur ekki það sama í Biblíunni í dag og í gær? Jú, dýrð sé Guði, það stóðu sömu orðin þar. Konan horfði ekki lengur á eigin tilfinningar held- ur á Guðs orð og þess dýrmætu fyrirheit. Væri Biblían sönn, þá var hún Guðs barn, líka í dag. Myrkur efa- semdanna varð að víkja fyrir fögnuði frelsisfullvissunnar. Auðvitað prédikum við ekki gegn tilfinningum og frels- isgleði. En allt á að eiga sitt rétta sæti. Við eigum ekki að lifa í tilfinningum heldur í trú. Sá, sem í sannleika gerir það, fær brátt að reyna, að hann fær einnig að lifa í tilfinningum, já, sælan getur orðið eins og bvlgjur hafsins. En það er Orðið, sem er grundvöllurinn. Eins og Jesús mætti freistaranum í eyðimörkinni með orðunum: „Skrifað stendur“, þannig vinnum við líka sigur með sverði Andans, sem er Guðs orð. Þú, sem í raun og veru vilt vera Guðs barn, en átt stöðuglega í baráttu við vantrú og efa. Snúðu augum þín- um frá sjálfum þér. Horfðu á Jesúm, höfund og full- komnara trúarinnar, og byggðu ekki hús þitt á lausum sandi tilfinninganna, heldur á Guðs eilífa, óumbreytilega hellubjargi. Þá verður friður þinn stöðugur og þú færð að reyna undursamlega livíld trúarinnar i Guði. Við getum líka freistast til mannahræðslu og til að setja ljós okkar undir mæliker, til lilygðunar að játa Jesú nafn opinskátt og djarflega fyrir umheiminum. Heppnist óvininum að fella okkur á þessum punkti, hef- ur hann náð marki sínu. Eina leiðin til að varðveitast er að vera játandi kristinn. Munið eftir orðum Jesú: „Þér eruð' ljós heimsins, borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulizt. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósastikuna, og þá Iýsir það öllum, sem eru í húsinu.“ Matt. 5, 14—15. „Hver sem því kannast við mig fyrir mönnunum, við hann mun ég einnig kannast fyrir föður mínum á himn- um. En hver sem afneitar mér fyrir mönnunum, hon- um mun ég og afneita fyrir föður mínum á himnum.“ — Matt. 10, 32—33. Páll postuli framsetur játninguna sem hjálpræðisskil- yrði. „Því að ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða; því að með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálp- ræðis.“ Róm. 10, 9—10. — Það er líka skylda þín og forréttindi sem kristins manns, að bera boðskapinn á- 45

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.