Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 10
AFTURELDING ORAL ROBERTS: Guð er g’oðiir Gnð. Frásögn þessi er jramhald samnejndrar jrá- sagnar í síSasta tölublaSi Ajturcldingar. Næstu tólf ár í lífi mínu voru ár brennandi spurninga. Þennan tíma hljómaði rödd Guðs í eyrum mér. „Srniur, ég ætla að lækna þig og þú átt að taka á móti mínum lækningakrafti til þinnar kynslóðar.“ Þennan kraft hafði ég í höndum mínum; samt hafði ég einhvern veginn ekki gripið það. Eg var mjög niður dreginn mestallan þennan tíma. Ég minnist aðeins fárra tímabila af þessum árum, er ég var hamingjusamur. Ég átti konu og börn. Ég hafði verið á tveimur háskólum og prédikað í ýmsum byggðum með mismunandi miklum árangri. Þjónusta mín fyrir Guðs ríki hafði verið þegin af mínum trúsystkin- um og ég hafði verið heiðraður á margan hátt. En ég var hvíldar vana. Eitthvað knúði á mig og líf mitt varð mér spurning um eitthvað, og varð það til þess, að ég gekk ekki fram öruggum skrefum. Sumir af leiðandi bræðrunum í söfnuði okkar héldu, að hvíldarleysi mitt væri merki óstöðugleika og sögðu mér ákveðið, að ég skyldi lægja þennan óróleika og vera ánægður. Hvílík heimska hjá þeim! Ef til vill höfðu þeir ekki fundið „eld byrgðan inni í beinum sínum“ (Jer. 20, 9. — þýð.), né heldur heyrðu rödd Guðs hljóma fyrir eyrum sér, né ásækin óp þjáðs og tapaðs mannkyns í hjarta sér, eins og ég. Ég gat ekkert við því gert, live hvíldar- laus ég var, en í dag þakka ég Guði fyrir þetta hvíldar- leysi, því að það knúði mig til að finna svar við ráðgát- um lífsins og til að taka á móti Guðs krafti til að lækna og gera eitthvað fyrir mína kynslóð. I leit sinni eftir því, sem Guðs er, finnst sumu fólki það verða að gera undarlega hluti, og sumum finnst sem þeir þurfi að fara úr söfnuðinum. Aldrei hefur mér komið slíkt í hug, hvorki fyrr né síðar. I raun og veru knúði óróleiki minn mig til endurnýjaðrar rannsóknar á Orði Guðs, því að einhvern veginn hélt ég, að Biblían mundi hafa inni að halda lausn á mínu vandamáli. Ég mun alltaf verða þakklátur fyrir það, þegar markinu var náð, en það var þegar ég var að lesa í Heilagri ritningu. Ég get sagt afdráttarlaust, að þjónusta mín er grundvöll- uð á Guðs Orði. Lausn á lífsráðgátu minni fékk ég, er ég var að lesa í Biblíunni. 42 Þetta vers, III. Jóh. 2, kom til okkar í báglegum kring- umstæðum. Launin voru 55 dalir á viku fyrir að veita forstöðu í söfnuðinum. Af þessu varð ég að sjá um heim- ilið, komast áfram í háskólanum og sjá mér fyrir föt- um, sem hæfðu starfi mínu. Húsgögnin voru fátækleg og bíllinn þarfnaðist viðgerðar. En verst af öllu var, að enginn virtist láta sig varða, hvernig hagur okkar væri. Flest safnaðarfólk mitt var ánægt með að koma á sam- komu, hlusta vel á ræðu mína og fara svo heim. Það var gott, heiðarlegt fólk, en lét sig engu skipta kraftaverk, né heldur, hvort sálir frelsuðust eða sjúkir læknuðust. í sunnudagaskólanum voru 150—200, og á bænasam- komum 50 til 75 og hafði farið fækkandi. Ég var brenn- andi hið innra með mér. Ég var spyrjandi þess með sjálf- um mér, hvort ég nokkru sinni mundi prédika fyrir fjölda manns. Ég var þá vanur að segja: „Drottinn, það er bara ekki rétt fyrir mig að hafa aðeins 150 til 200 manns til að prédika Orðið fyrir.“ Einmitt þennan morgun (sem um getur í fyrri hluta greinarinnar — þýð.) sagði ég við Evelyn: „Viltu lesa versið einu sinni enn?“ Hún las: „Minn elskaði, ég óska, framar öllu öðru, að þér vegni vel í öllu og að þú sért heill heilsu, eins og sál þinni vegnar vel.“ Ég sagði við hana: „Útskýrðu, hvað Guð meinar með að vegna vel.“ Hún svaraði loks: „Nú, ég geri ráð fyrir, að hann meini það, sem hann segir. Hann meinar, að okkur á að vegna vel, líkamir okkar eiga að vera sterkir, eins og sálir okkar.“ Ég sagði: „Evelyn, þú hefur fullyrt mikið. Með þessu hefurðu sagt nokkuð, sem trúræknasta fólkið trúir ekki og flestir prédikarar kenna ekki. Og ef það, sem þú segir, er svo í raun og veru, þá hafa ýmsir haft lengi rangt fyrir sér um Guð.“ Ég sagði við Evelyn: „IJeldur þú, að ef ég hefði nógu sterka trú, mundi Drottinn hjálpa mér til að eignast nýjan bíl?“ „Nei, það held ég ekki“, svaraði hún. „En ég held það nú,“ sagði ég, „og ég ætla að gera það.“ Þannig endaði samtalið. Eftir nokkra daga, þegar ég var að slá grasflötina mína, hallaði nábúi minn sér yfir girðinguna í átt til J

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.