Afturelding - 01.01.1962, Page 6

Afturelding - 01.01.1962, Page 6
AFTURELDING JSlaSaoidtat oi2 pckkta tnanri o$ Blaðaviðtal? Já, blaðaviðtal við menn, sem eru vel kunnugir efninu, sem um er að ræða og hæst ber í raun og veru með hverri kynslóð, enda voru þessir menn oft krafðir reikningsskapar vegna þeirra spurninga, sem lagðar verða fyrir þá í dag. Ég sný mér því strax að hinum fyrsta og spyr hann: — Jóhannes skírari, hver segir þú að Jesús sé? — Hann er Guðslambið, er ber synd heimsins. (Jóh. 1, 29.) — Símon Pétur, hver segir þú að hann sé? —- Hann er Kristur, sonur hins lifianda Guðs. (Matt. 16,16). — En þú, Jóhannes Zebedeusson, hvað segir þú? — Hann er Guðs eingetinn son- ur ... Og Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans. Sá sem hefur soninn, hefur lífið, sá sem ekki hefur Guðs son, hefur ekki líf- ið. (Jóh. 4, 9; 5, 12.) — Natanael, hverju vilt þú svara spurningu minni? — Hann er Guðs sonurinn og Israelskonungur. (Jóh. 1,50.) — Tómas, hvað segir þú um Jesúm? — Hann er Drottinn minn og Guð minn! (Jóh. 20,28.) — En þú, Páll postuli, sem ofsótt- ir Jesúm svo ákaflega framan af, hvað segir þú um hann? — Hann er kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisu frá dauðum ... og hann kom í heiminn til að frelsa synduga menn og er ég þeirra fremstur. (Róm. 1,4, 1. Tím. 1,15.) — Og þú, herra hundraðshöfð- ingi, sem var falið að hafa ábyrgð og gæzlu á krossfestingunni og horfðir á Jesúm deyja, hver er vitnisburður þinn? — Sannlega var hann Guðs son- ur. (Mark. 15,39.) — Og þið rómversku hermenn, sem húðstrýktuð Krist, slóguð hann með stöfum, hræktuð í andlit hans, og rákuð síðan naglana gegnum hendur hans og fætur, viljið þið láta hafa nokkuð eftir ykkur? — Sannarlega hefur þessi verið Guðs son! (Matt. 27,54.) — En þú, Heilagi faðir og almátt- ugi Guð, megum við að lokum hafa eitthvað eftir þér um þennan um- deilda mann? — Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á. (Matt. 3,17.) Hér ætlaði ég að ljúka viðtali þessu og leggja frá mér pennann, en þá var eins og mér fyndist einhver koma að öxlinni á mér og hvísla hæðnis- lega í eyra mér: Annað segja nú andarnir, sem koma fram á miðils- fundunum. Ekki segja þeir að Jesús sé sonur Guðs. Það var eins og ég hrykki við, en svaraði þó samstundis og eiginlega áður en ég vissi af: — Ég skal lofa þér, hver sem þú ert, að koma með mér og hafa við- tal við andana, sem komu í snertingu við Jesúm, þegar hann var hér á jörðu. Og með það sama sneri ég mér til hins fyrsta og sagði: — Seg mér, þú óhreini andi, sem hafðir vesalings manninn í sam- kunduhúsinu í Kapernaum á valdi þínu, hvað segir þú um Jesúm? — Ég veit hver hann er, hann er ailítu) maita hinn heilagi Guðs, og ég spurði hann, hvort hann væri kominn til að tor- tíma oss. (Mark. 1, 23—24.) — En þú illi andi, sem tekið hafðir mannin í Gerasena undir ógnarvald þitt og kvaldir hann alla vega, hvað segir þú um Krist? — Hann er sonur Guðs hins hæsta, og er ég kom í nálægð hans, féll ég fram fyrir honum og sagði með hárri röddu: Hvað vilt þú mér, Jesús, sonur Guðs hins hæsta? Ég bið þig, kvel þú mig eigi! (Lúk. 8, 28.) — Ég sný mér til margra óhreinna anda í senn, sem allir komu í nær- veru Jesú, og spyr þá, hvað þeir haldi um hann, og þeir æptu allir og sögðu: -—- Hann er sonur Guðs! (Mark. 1, 34.) — Ég spyr hinn sterka, óhreina anda í Efesus, sem lék syni Skeva æðstaprests sem verst, hvað hann hefði um málið að segja. — Jesúm þekki ég og Pál kann- ast ég við. (Post. 19, 15.) — Ég vík aftur að mörgum illum öndum, sem saman voru komnir á einum stað, og spyr þá um Krist. — Við þekkjum hann allir og vit- um hver hann er, en hann leyfði okkur ekki að mæla og segja frá því. (Mark. 1, 34.) — Að endingu sný ég mér að myrkrahöfðingjanum og spyr hann, hvort ég megi hafa eitthvað eftir hon- um um þetta umdeilda mál. — Ef (þú athugar að hann sagði EF) liann er sonur Guðs, þá hefði hann átt að geta breytt steinum í brauð í eyðimörkinni þegar ég freistaði hans. Og ég segi aftur EF hann er sonur Guðs, þá hefði hann átt að geta kastað sér niður 6

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.