Afturelding - 01.01.1962, Qupperneq 12

Afturelding - 01.01.1962, Qupperneq 12
AFTURELDING 0 L A F BARÁS: §kng:g:ar flýjja FRAMHALDSSAGA 4. kafli. Viken, aðstoðarmaður lénsmanns- ins, burstaði snjóinn af sér úti fyrir húsinu. Þetta var annars auma veðrið, seni ekkert lát var á. Sami kuldi alla daga. Það vannzt næstum ekki tími til annars en að höggva brenni og kynda ofna. Lítill drengur kemur hlaupandi og nemur staðar frammi fyrir Viken. Hann er lafmóður. Hann spyr Viken hvort hann vilji gera svo vel að af- henda Adólf Láken jjetta bréf? Drengurinn réttir fram óhreint og kriplað bréf, með utanáskrift til Adólfs Láken. — Tja. Rödd Vikens er kæru- leysisleg. Að öllum líkindum er 'þetta bréf frá konunni hans? Dreng- urinn lítur upp. Nei, svarar hann. það er frá Andor Solvang. — Nú. Viken lítur jafn kæruleysis- lega út og áður. Áttirðu að taka svar til baka? bætir hann við. — Nei, en ég átti að segja, að Adólf ætti að fá bréfið svo fljótt, sem mögulegt væri. Drengurinn kveður og fer. Viken horfir hugsandi á bréfið. Hann lítur yfir byggðina, snýr húf- unni á höfðinu og gengur síðan inn í varðstofuna. Hann skarar í eldinn, setzt síðan á stólinn fyrir framan skrifborðið. Já-já, þetta var þá bréf til fang- ans! Frá Andor ...! Ja, hann var nú ekki alveg óþekktur á lénsmanns- skrifstofunni, né í varðhaldinu. Sá karl hafði nú haft hönd með bæði í einu og öðru um dagana — hann hafði nú verið ennjiá verri áður, eft- ir því sem lénsmaðurinn hafði sagt. En hann hlaut að vera óvenjulega grunnhygginn, að honum skyldi detta í hug að bréfið það arna kæm- izt ólesið til viðtakanda. Ef til vill er efni þess ósaknæmt? Viken tekur pappírshnífinn og opnar bréfið hægt og rólega og les síðan innihald þess. Hann les í hálf- um hljóðum: „Ef þú dirfist að segja nokkrum frá því að við bruggum vín, þá drep- um við þig, þegar þú kemur út úr fangelsinu.“ Andor Solvang. Viken klórar sér hugsandi bak við eyrað. Svo-o! Þetta var stutt, en mjög merkilegt og þýðingarmikið bréf. Þetta skyldi Andor þó sannar- lega fá borgað. Það ber ljós yfir margt, sem var hulið. Haraldur Viken blístrar ánægjulega. Hann stingur bréfinu inn í umslagið og hneppir að sér jakkanum. Það er bezt að hamra járnið meðan Jiað er heitt! Þegar hann hefur lokað ofninum vel, gengur hann fram í forstofuna og opnar eldhúsdyrnar. — Anna! — Ég ætla að skjótast upp til Grönne. Konan hans kemur fram til hans. Jæja, en komdu fljótt aftur, svarar hún hlýlega, því að maturinn er alveg að verða tilbúinn. — Já, ég kem um hæl aftur. Bless- uð á meðan! Hann brosir glaðlega til hennar um leið og hann hverf- ur út um dyrnar. Grönne lénsmaður situr hugsandi í stclnum fyrir framan skrifborðið á skrifstofunni sinni. Hann er mað- ur á sextugs aldri, sléttleitur og hinn fyrirmannlegasti. Augun eru stálgrá og skarpleg. Nefið fremur stórt. Hin- ar loðnu augnabrúnir og þykka yfir- skegg gefa persónu hans þann blæ, sem á vel við um vörð laganna. Annars er Grönne glaðlyndur mað- ur, aldrei kaldlyndur né erfiður. Hann er slíkur, sem vill rétt í öllum greinum, og gerir engan mun á mönnum. Hver fær sinn verðskuld- aða dóm. Á borðinu fyrir framan hann ligg- ur ákæruskjal Aðdólfs Láken. Hann hefur nýlokið lestri þess. Hann lítur hugsandi yfir gleraug- un og uj)p í stofuloftið. Þetta er nú fimmta ákæran á hálfum mánuði. Allar hafa þær verið líkar hvor annarri: Drykkjuskapur og slagsmál. Það er eftirtektarvert, að fullveðja menn skyldu geta haft ánægju af að haga sér þannig dag eftir dag. Þeim mundi sannarlega sæmra og betra að vinna að einhverju hollara og heilbrigðara, en slíkri dauðans eymd. Að drekka frá sér vitið og síðan misþyrma hver öðrum allt að dauða. Það hlaut að vera nokkuð sérstakt þarna í nágrenni Sólvangs. Þaðan kom áfengið. En hver er hinn seki — ja það var ekki gott að vita, því að allir sem höfðu verið yfirheyrðir á sýsluskrifstofunni, sögðust hafa keypt áfengið í borginni. Hingað til hafði verið ógerningur að fá nokkra reiðu á málin. Hver mundi vera sá er framleiddi vöruna? Að vínið var heimalagað, sem menn drukku sig drukkna af, á því lék enginn minnsti vafi. Að gera húsrannsókn var alveg ómögulegt, það fól í sér allt of mikla hættu, meðan menn höfðu engar ör- uggar sannanir að ganga eftir. Ef til vill mundu einhverjar sannanir koma fram í sambandi við Aðólf Láken. ...

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.