Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 6
AFTUR ELDING Fyrir innan dyrnar býr Guð Skovgárd-Petersen segir frá nátt- úrufræðingi nokkrum, sem reyndi að útskýra leyndardóminn, vöxt lífs- ins, fyrir hópi af skólabörnum. Að endingu fór hann að tala um frum- limið sem upphaf alls lífs. „Ur frumliminu,“ sagði hann, „hafa allir hlutir orðið til, en hvað það er sem hefur gefið frumliminu líf og vöxt, vitum við ekki. Það er fyrir okkur eins og lokaðar dyr, og óskiljanlegur leyndardómur.“ Þá reis lítil stúlka á fætur og sagði: „Fyrirgefið, herra kennari, getur það ekki verið Guð sem býr bak við þessar lokuðu dyr?“ Kennaranum, sem var mikill efnis- hyggjumaður, varð orðfall í bili, en jafnaði sig eftir stundarkorn, og svaraði: „Já, það getur líklega verið rétt hjá þér, að það sé Guð sem býr fyrir innan þessar lokuðu dyr.“ Svo bætir Skovgárd-Petersen við: „Dyr leyndardóma lífsins eru í sann- leika vel lokaðar. Vísindin geta ekki opnað þær, og allar tilraunir hins mannlega hyggjuvits ekki heldur. Engin smásjá getur þrengt sér þar í gegn. Og hinir sterku röntgengeisl- ar ekki gegnumlýst þær. Hvorki vald né vizka megna nokkuð á móti þessum dyrum.“ En það er hægt að komast inn með því móti að þær séu opnaðar innan- frá. Þetta á sér stað er við knýjum á. — Það voru þessar dyr, sem Jesús var að tala um, er hann sagði: „Knýið á, og fyrir yður mun upp- lokið verða.“ Sá sem í einlægni gerir það, kem- ur ekki með forvitni rannsóknar- manns, eða sitt eigið sj álfstraust, heldur með löngun barnsins eftir föðurfaðminum, og með þrá syndar- ans eftir friði. Og sjá, þá skeður kraftaverkið! Guð opnar dyrnar, og 38 kemur á móti okkur sem frelsari og skapari alls lífs. Aðeins á þennan hátt umbreytast leyndardómar nátt- úrunnar í undursamlega fullvissu um hið skapandi vald Guðs. Með þúsundföldum röddum, vitnar þá sjálf náttúran um þann Guð, sem býr fyrir innan dyrnar, eins og litla stúlkan talaði um. Merkileg bœnheyrzla Langt uppi á hinni ísköldu hásléttu Mongólíu, nálægt landamærum Sí- beríu, var fyrir nokkrum árum kristniboði nokkur, James Gilmour að nafni, í miklum erfiðleikum. í góðsemi sinni hafði hann reynt að hjálpa hermanni nokkrum, sem hafði særzt af byssukúlu, þegar hann var að berjast við stigamann. James Gilmour hafði mjög litla læknisfræðilega þekkingu, en honum fannst að sár hermannsins liti ekki svo illa út. Það þyrfti aðeins að hreinsa það vel og binda um. En við nánari athugun kom í ljós, að byssukúlan hafði fært bein eitt úr stað, sem þurfti að setja á sinn stað aftur. Til að framkvæma slíka aðgerð vantaði hann þekkingu á beinagrind líkamans. Honum var það fyllilega Ijóst, að ef hermanninum batnaði ekki nú, þegar hann var búinn að binda um sárið, mundu hinir grimmu og tortryggnu Mongqlar kenna hon- um um það. Einu sinni áður, er hann í góðvild sinni, hafði reynt að hjálpa manni með skaddað auga, hafði hann mán- uðum saman verið í hættu að vera myrtur, vegna þess að hann hafði ekki getað hjálpað manninum til fulls. Hann vissi vel, að ef slíkt endur- tæki sig, gæti það kostað hann að fara úr landi burt, og þá mundi allt það traust, sem hann hafði áunnið sér, vera glatað. Hann gæti ekki lengur prédikað þeim fagnaðarer- indið. Ef hann aðeins hefði átt í eigu sinni læknisfræðilega bók, eða að einhver gæti gefið honum upplýs- ingar um, hvernig hann ætti að fára að. En allt var ómögulegt. Hið einasta sem hann gat gert undir þessum kringumstæðum, var að fara inn í tjaldið sitt, og segja Drottni sínum frá vandamáli sínu. Hann hafði oft þreifað á hjálp Guðs, en í þetta skipti hafði hann varla trú fyrir því, að Guð gæti hjálpað honum. Allt virtist vera svo vonlaust. Hann bað þó í mikilli alvöru: „Góði Guð, þú sem hefur valdið og getur gert kraftaverk, gerðu það nú og bjarga þú starfi þínu með því að sýna mér, hvernig ég á að fara að.“ Rétt þegar hann var að Ijúka við bænina, kemur maður gangandi til hans og spyr eftir hóstasafti. James starði á manninn. Aldrei á ævi sinni bafði hann séð iafn horaðan mann. Einasti munurinn milli mannsins og beinagrindar var, að beinin í líkama hans voru klædd hörundi. Kristni- boðinn horfði á hann rannsakandi, og um leið steig bakkaraiörð upp til Guðs í hiarta hans. Ó, Drottinn minn. bú hefur framkvæmt krafta- verkið! Því næst strauk hann með hönd- um sínum vfir part af líkama manns- ins, oa eftir að hafa afareitt erindi hans, fór hann með fögnuði til hins særða hermanns, oa færði beinið á sinn rétta stað. Eftir þessa aðgerð batnaði hermanninum fljótlega og fullkomlega. Aldrei gat James Gilmour verið í neinum vafa um, hver það var sem lét þessa lifandi þeinagrind koma gangandi til hans á réttum tíma. — Það var Guð sem hafði bænheyrt hann á þennan merkilega hátt. S. Ericsson fslenzkaðl.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.