Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 13
AFTURELDING SnadoiiKir iil Finnlands Borgin Uleáborg liggur í Finnlandi, næstum því við norðurendann á botn- iska flóanum. Tólf til fjórtán síðast- liðna mánuði hefur borizt út kröftug trúarvakning á þessu svæði. Byrjun- in að vakningu þessari, var hinn svo kallaði „Uleáborgsspádómur“, sem hefur haft gegnumbifandi álirif á allt Finnland. Ekki hvað sízt eftir að Rússland gerði kröfur sínar til Finnlands nú á síðastliðnu liausti. um og hann reynir að skríða á fæt- ur, er eldhúsdyrunum hrundið upp, og ljóminn af vasaljósi leikur um hann og gerir honum of bjart í aug- um. í dyrunum standa lénsmaðurinri og Viken. Lénsmaðurinn tekur ró- lega um handlegg hans. — Þú kemur eins og kallaður, Jónas Skaret, segir hann. — Við ætluðum einmitt að fara að leita að þér! Þeir draga Jónas inn í eld- húsið. En hvernig hafði farið fyrir Hildu? Jú, þegar hún heyrði að bankað var á eldhúshurðina, skildi hún strax, að eitthvað óvenjulegt var á seyði. Hún fór framúr rúm- inu mjög hljóðlega, til þess að vekja ekki Hákon litla — opnaði dyrnar inn í viðhafnarstofuna. Þar sem nú var ógerlegt að heyra hvað um væri að vera úti fyrir, gekk hún gegnum stofuna og útí gang- inn hinum megin. Ef til vill var hægt að greina hver var úti gegn- - um glerið í gangglugganum. Það var, ef til vill, ekki útilokað, að þarna væru einhverjir á ferð, sem hyggðust hræða karlana, sem sátu þarna inni. Hún tyllti sér á tá. Framh. í mörgum blöðum í Finnlandi hefur verið skrifað nákvæmlega um það, sem hér um ræðir. En það er í stuttu máli á þessa leið: Þann 23. ágúst 1960 voru tvær dætur héraðs- höfðingjans Heinonens við guðsþjón- ustu í dómkirkjunni x Uleáborg. Eldri dóttirin heitir Aune, og er 35 ára gömul. Hún er lektor. Yngri dóttirin er 32 ára, og er skrifstofu- stúlka. Hún heitir Laila. Að lokinni guðsþjónustunni ræddu þær systurn- ar um það sín á milli, að eiginlega hefðu þær ekki fengið neitt út úr prédikuninni. Þær rannsökuðu sjálf- ar sig og hölluðust helzt að því, að sökin væri hjá þeim sjálfum. Þessi sjálfsprófun leiddi til þess, að þær auðmýktu sig báðar, og báðu um fyrirgefningu. Skyndilegaj byrjaði Laila að spá. Systir hennar skrifaði niður spádóminn, þar sem Guð tal- aði í fyrstu persónu, eða í „ég-formi“, eins og sagt er í finnsku blöðunum. Spádómurinn hljóðaði á þessa leið: „Finnland! björgun þín er í blóði sonar míns! En syndir Finnlands eru margar og miklar. íhugið það vel. Þessi þjóð mun farast, ef hún vill ekki auðmýkja sig og gera afturhvarf. Ég krefst þess, að af þjóðinni finn- ist 800.000 manns, sem hefur snúið sér frá syndum sínum og látið hreinsast í blóði sonar míns. — Þessar 800.000 verða að vera til í septembermánuði næsta ár. (1961 athugasemd þýð.) Verði það ekki, munu sömu örlög bíða Finnlands og biðu Ungverjalands, Eistlands og fleiri landa. — Finnland mun gráta og harma, því að fólkið verður sent héðan langt í burtu. Finnland þurrk- ast út, íbúar þess verða sendir langt í burtu, og til þessa lands munu íbú- ar verða fluttir úr öðrum áttum.“ Þannig hljóðaði spádómurinn. Guðs orð segir að spádómsgáfan sé ein af níu náðargjöfunum, sem Guð hefur gefið söfnuði sínum. (1. Kor. 12). En jafnframt leggur Biblí- an mikla áherzlu á það, að greina á milli falskra og ekta spádóma. Hinn sanni spádómur bendir ævin- lega á Krist, enda segir Biblían að vitnisburður Jesú sé andi spádóms- gáfunnar.“ Þarna stenzt spádómur- inn frá Finnlandi prófið, því að þar segir: „Finnland, björgun þín er í blóði sonar míns.“ Guðs orð segir einnig að einkenni á réttum spádómi, sé auðmýkt hjá þeim, sem ber spádóminn fram. Unga stúlkan, sem bar boðskapinn fram, virðist eiga þennan eiginleika, því að hún, ásamt systur sinni, próf- aði sjálfa sig frammi fyrir Guði, er henni fannst hún ekki fá neitt út úr prédikun prestsins. Það leiddi til þess, að hún tók dóminn á sjálfa sig, sem hún ætlaði að færa yfir á prest- inn. Þá segir Guðs orð að söfnuðurinn eigi að prófa spádómana. (1. Kor. 14,29). Hvernig getur þá söfnuður- inn eða „hinir aðrir dæmt um“ þennan spádóm? Það virðist vera sæmilega auðvelt að meta þetta eftir andlegri dómgreind. í spádóminum sagði að 800.000 manns þyrfti að hafa snúið sér frá syndum sínum og látið hreinsast í blóði Jesú Krists, í september 1961, ef þjóðin ætti að bjargast. Athyglisvert er, að eftir ár, frá því að spádómurinn kom, settu Rússar fram kröfur sínar við Finn- land. Allir muna, hvílíkur ótti og spenna greip um sig, um öll Norður- lönd, þegar Rússar settu kröfur sín- ar fram. Hitt vakti ekki síður at- hygli, þegar spennan gekk allt í einu yfir og kröfurnar féllu eins skyndi- lega niður. Hver var ástæðan? Var hún ekki sú, að 800.000 manns hafði 45

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.