Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 14
AFTURELDING raunverulega snúið sér frá syndum sínum, þegar september var kominn, og Rússar sýndu sig líklega til að gera Finnlandi skaða? Sagt er að spádómur þessi hafi haft ákaflega djúptæk áhrif á finnsku þjóÖina, sem leitt hafi til mikillar trúarvakn- ingar í landinu öllu. Trúarvakning þessi hefur gripið um sig bæði utan og innan þjóðkirkjunnar. — Talið er að margir lærðir menn hafi vaknað upp, snúið sér til Guðs og tekið virkan þátt í vakningunni. Eng- inn veit tölu þeirra allra, sem vökn- uðu þannig upp og gengu inn í bænaþjónustuna vegna þjóðar sinn- ar. En það var einnig svo á dögum Elía spámanns. Elía leit á úthlið- ina, og sá þá engan nema sig einan, er stóð með Drottni. En Guð, sem sá hið leynda, sagði Elía að þeir væru 7000 sem hefðu ekki beygt kné sín fyrir Baal. Ætla má, eftir boðskapnum að dæma, og því, hvernig rás atburð- anna snérist, að Guð hafi fundið hin- ar 800.000 ári seinna en boðskapur- inn gekk út, og þess vegna hafi dóminum verið hrundið frá hinni biðjandi þjóð. Ég minnist þess, að tvær ungar finnskar stúlkur voru í heimili mínu hálfsmánaðartíma í september 1961. Þá var spennan einmitt, sem mest milli Finnlands og Rússlands. Þessar ungu stúlkur föstuðu og báðu marga daga og báru þjóð sína og land fram fyrir auglit Guðs, á þess- um örlagaríku stundum. Þær sögðu stundum við mig: „Af bréfum, sem við fáum að heiman þessa daga, vit- um við, að öll þjóðin, landshorn- anna á milli, gengur inn fyrir auglit Guðs nú, því að hún veit, að það er enginn nema Guð, sem getur hjálp- að henni undir þessum kringum- stæðum.“ Þannig virðist vera auðvelt að dæma um það, að spádómur þessi hefur verið frá Guði, og sá frestur, 46 FRANIv MANGS: fakning: Fyrir þá sál er Guð hefur gagn- tekið er engin gleði til, er kemst í samjöfnuð við það, er hún fær að vera vottur að andlegri raunveru- legri vakningu. Vegna stöðugra endurtekninga getur margt sem í sjálfu sér er gott, þó orðið leiðigjarnt og virðist þarfn- ast endurnýjunar svo sem: Starfs- aðferðir, prédikunarmáti* síendur- teknir sálmar og söngvar. Boðberar sannleikans geta orðið gamlir og útslitnir, en komi vakning, fá þeir nýja krafta til þess að sinna dásamlegasta hlutverkinu, því að hjálpa syndþjáðum manneskjum og leiða þær að krossi Jesú. Andansfylltur maður fær kraft sinn frá þeirri veröld, sem er eilíf- lega ung. Himnanna ríki, sem engin ellimörk á. Eftirfarandi frásögn færir sönn- ur fyrir þessu. Ég kom að lokinni samkomu þetta kvöld er hér um ræðir, inn í bænaherbergið til hlið- ar við samkomusalinn. Andi Guðs hafði sannfært áheyrendurna um synd, og jafnframt um náð Guðs til frelsunar, og nú kraup fólkið í bæn við alla bekki. Kona ein, nokkuð við aldur, bað mig að biðja fyrir sér. „Ég hef,“ sagði hún, „ekki lifað eftir játningu sem þegar hefur verið gefinn, hafi eingöngu orðið vegna þess að fjöldi manns hefur vaknað upp af þjóðinni og leitað Guðs í bæn. Og hver veit nema það hafi verið þessi tala 800.000, sem voru fyrir hendi áður en september var allur 1961, eins og í spádómnum sagði að þyrfti að verða. A. E. minni, sem sannkristin manneskja og nú vil ég snúa mér til Drottins á ný.“ — Ilér verð ég að bæta því inn í, að venjulega eru það beztu safnaðarmeðlimirnir, er slíka játn- ingu gera, því hinir sljóvu og kærulausu eiga að jafnaði örðugra með að viðurkenna syndir og óska eftir fyrirbæn. Við vorum búin að biðja saman nokkra stund og ég bjóst til að hraða mér til annarra er þurftu hjálpar, en þá stöðvaði konan mig aftur og greip þétt um handlegg mér í því skyni. Hún mælti svo um leið og hún vakti athygli mína á þremur ung- um stúlkum, sem krupu við einn bekkinn: „Þetta eru dætur mínar. I mörg ár hef ég barizt harðri bæna- baráttu fyrir börnunum mínum, nú er Guð að svara. Gjörið svo vel að hjálpa þeim.“ — Og ég fann að hér var vissulega Guð að verki. Inn- an lítillar stundar höfðu hinar grát- andi stúlkur fundið frelsið í Jesú náðarfaðmi og ég ætlaði að snúa mér til hins fólksins. „Nei, nei, Þér megið ekki fara,“ sagði móðirin á ný. „Drengirnir mínir krjúpa þarna. 0, þér verðið að biðja með þeim.“ Ég leit í kringum mig og tók þá eftir tveimur ungum piltum innst í bænaherberginu, það voru synir kon- unnar, er nú háðu hið þýðingar- mesta stríð síns unga lífs, baráttu viljans um að gefa sig Guði og frelsara sínum á vald. Brátt i komust þeir einnig til fullvissu um frelsið. Fögnuður frels- isins gagntók þá, og um leið varð ég sjónarvottur að ógleymanlegu atriði þetta dásamlega samkomu- kvöld. Börnin fimm umkringdu móður- ina og hvert þeirra vildi verða fyrst til að faðma hana að sér með þakk- læti og fagnaðartárum. Einnig ég, komst við af þessari

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.