Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 7
AFTURELDING REYKELSISHÆÐIN SEINNI HLUTI Fyrir mörgum verður það þannig, að þeim finnst reykelsishæðin of langt í burtu. Okkur finnst, að við munum aldrei ná þangað upp. Það hefur bara nokkurum helguðum manneskj- um lánazt að komast þangað, segir maður. En hlustaðu á hvað brúðurin segir í texta okkar, „ég vil fara.“ Það er líka rúm fyrir þig, ef þú vilt. Láttu ekki andlegan sljóleika eða fráfallsanda hindra þig í að leita til þessarar blessuðu hæðar. Þú þarft svo mikið á því að halda, bæði vegna þín sjálfs og annarra. Það eru meira að segja til Drottins vitni, sem er ókunnugt um þessa reykelsisilmandi hæð. Þeir geta talað um hana við og við, en þá eins og um eitthvað, sem er framandi eða langt í burtu. Og á þann hátt er hægt að varna öðrum þangað. Það getur líka valdið sundrungu meðal Guðs fólks að fara þangað, vilja sum ir meina. Það er betra að allir sofi, heldur en að nokkrir fari að vakna og byrja að óróa hina sem vilja sofa. Við höfum það svo rólegt svona, já, við höfum það reglulega gott í ein- ingu Andans. En það er Andi með litlu a. Svona eining er holdleg, ein- ing kulda og dauða. Nei, vinir, það sem gildir er að fara til reykelsishæðarinnar, og það strax í dag. Sá sem þráir innilegt, ákveðið, sigrandi bænalíf, verður að sleppa öllu. — Þú verður að losna við sjálfselsku og drottnunarvald, andlegan sljóleika og allt, sem er veraldlegt. Bein sjónum þínum í dag til hinnar reykelsisilmandi hæð- ar! Og hafðu hraðan á. Reykelsishæðin er heilagur sam- komustaður. Hverjir mætast þar? Hinir heilögu, þeir sem eru sama sinnis. Spor hinna heilögu liggja þangað á öllum tímum. Þú sérð að spor Abrahams lágu þangað. Hann var bænamaður, og „hann kom ennþá nær“ Drottni sínum í öflugri bæn. Elía gekk upp á fjallið, og byggði aftur upp altari Drottins, bað, og Andinn féll. Aftur fór hann upp á reykelsishæðina með ákveðið bænarefni. Og skúrirnar féllu yfir þornaða mörkina. Ef undur eiga að ske meðal okkar, verður Guðs fólk að ganga upp á reykelsishæðina, ákveðið og í úthaldi. Söfnuður, sem fær að reyna Guðs undur í starfinu, þekkir vel þennan stað. Það er þráin eftir Guði, sem leiðir hina heilögu saman á hina reykelsisilmandi hæð. „Allir þessir héldu saman í stöðugri bæn.“ Þetta segir Biblían um þá hér um bil hundrað og tuttugu, sem fóru upp í loftstofuna, eftir að Jesús steig upp til himna. Þeir höfðu safn- azt saman upp á reykelsishæðina. Og það var beðið, sem aldrei fyrr. Það var bæn um kraft frá hæðum. Og Andinn féll yfir þá. Þeir fengu blessunina, skírn í Heilögum Anda! IV. Á reykelsishæðinni fáum við að reyna skírn Andans. Það er reynsla allra hinna Andaskírðu. Það er bæn- in, sem leiðir til þessarar undursam- legu reynslu. Því hann gefur öllum Heilagan Anda, sem biðja hann. — Það er ekki stærri nauðsyn til fyrir hina kristnu í dag, en einmitt skírn í Heilögum Anda. Þessi reynsla hef- ur í för með sér endurnýjandi áhrif í lífi hins kristna manns, og ekkert annað getur bætt það upp. Um það ber bæði Biblían og sagan skýrt vitni. Einhver hefur sagt, að eftir daga Whitefeilds, hefur sennilega enginn jafn sterkur sálnaveiðari komið fram, sem Charles Finney. Hann segir sjálfur frá reynslu sinni, þegar hann skírðist í Andanum, á eftirfar- andi hátt: „Þann 10. okt. 1821 kom kraftur Heilags andaskírnar yfir mig. Án þess að bíða eftir því, eða hafa nokkurntíma hugsað um að nokkuð slíkt gæti hlotnazt mér, og án þess að ég, svo langt sem ég man, hafi nokkurn tíma heyrt nokkurn tala um þvílíka hluti, kom Heilagur Andi yfir mig á þann hátt, að það var eins og liann færi gegnum alla veru mína, bæði sál og líkama. Það var líkast því að rafstraumur færi í bylgjum gegnum mig. Já, mér fannst eins og bylgjur af kærleika streyma um mig, ég get ekki lýst því á annan hátt. Mér fannst það vera Guðs eigin andardráttur.“ — Þessar bylgjur komu yfir mig ein eftir aðra, þangað til ég hrópaði: „Ég dey, ef þessar bylgjur halda áfram að ganga yfir mig.“ Og ég sagði: „Drottinn, ég held þetta ekki út lengur.“ Þessi undursamlega reynsla var afleiðing bænalífsins. Finney hélt til á reyk- elsishæðinni. Þar mætti hann Guði á þennan dásamlega hátt. Og þar hefur Guð komið á móts við þúsund- ir annarra manna, svo að þeir hafa orðið til mikillar blessunar fyrir Guðs ríki í þessum heimi. Látum okkur, sem aldrei fyrr snúa augum okkar og hjörtum til reykelsishæðarinnar, og í kyrrlátri bæn bíða eftir Drottni. Það er þetta, og ég endurtek það, sem við hin kristnu þörfnumst mest nú. Það er 39

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.