Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 2
AFTURELDING AFTURELDING kemur út annan hvorn mánuð — að undanteknum júlí og ágúst — og verður 84 síður á árl. — Árg. kostar kr. 35.00 og grelðist 1 íebrúar. Verð i Vesturhelml 2 doll. A Norðurlöndum 8 danskar kr. — 1 lausasölu kr. 8.00 eint. IUTSTJÓRI: Ásmundur Eiríksson. CTGEFANDI: Fíladelfía. — Síml 16856. — Ritstjórn og afgreiðsla: Hveríisgötu 44, Reykjavík. Borgarprent & Co. — Reykjavik. kalli hans og látum okkur falla í opinn náðarfaðm hans, eins og lítil börn, er hverfa til góðs föðurs.“ Hve satt og einfalt þetta er! Þeg- ar ég var barn og var að vaxa upp, hugsaði ég oft: „Hve óendanlega góður má Guð vera, þegar jarðnesk- ur faðir getur verið svo góður, sem faðir minn er.“ Heimili okkar var fullt af kærleika. Við báðum saman. Við fögnuðum og sungum saman. Ég dáist að því og unni því, hvernig pabbi og mamma töluðu saman og umgengust hvort annað. Þau voru eins og einn maður. Þegar þau hlógu saman, var það eins og hljómlist fyrir eyrum mínum. Pabbi var mjög gamansam- ur maður, og það dreifði birtu og græskulausri gleði yfir heimilið. Pabbi elskaði heimili sitt innilega. Þess vegna vissi ég það, að það var stór fórn fyrir hann í hvert skipti að þurfa að fara að heiman, þegar hann var að fara út í sín löngu söng- ferðalög. Síðustu dagarnir heima, áður en ferðir þessar voru hafnar, einkenndust af hljóðri og djúpri angurværð pabba. Það var vegna iþess, að hann saknaði heimilisins svo mikið, saknaði mömmu og okk- ar dætranna. Þá vildum við gera honum allt til ánægju og gleði, og við systurnar, ásamt mömmu upp- örvuðum hann með mörgu móti. Það 34 enti þá oft með því, að hann sagði eitthvað á þessa leið: „Já, ég veit það, að þegar ég er kominn af stað, þá er ekkert betra en að vera trúr köllun sinni.“ Eftir að pabbi var lagstur á sjúkra- beðinn, spurði ég hann einu sinni, hvort hann langaði ekki til að lifa lengur. Hann svaraði: „Vissulega væri það yndislegt að fá að lifa lengur og sjá framgang Guðsríkis á jörðinni.“ Hann elskaði köllun sína, sem lá í því að syngja fagnaðarer- indið um náð Guðs inn í hjörtu mannanna. Við fundum þetta öll í fjölskyldunni, að þetta var hans mikla lífsköllun. Hve mörgum sinn- um hef ég þakkað fyrir það, að fað- ir minn var þessari lífsköllun sinni trúr, þegar ég hugsa um hve margir góðir söngvarar hafa lifað lífi sínu án Guðs, og dáið án vonar. Pabbi var alltaf glaðastur, þegar hann söng um himininn, og seinustu ár ævi hans, var hann meir og meir leystur frá öllu hinu jarðneska. Og nú er hann kominn inn í þann him- inn, sem hann söng svo mikiö um. Ó, hvað við söknum hans. Hans bjarta andlits, innileika hans og mildra brosa. Ég ræð ekki við það, að tárin renna viöstöðulaust niður vanga mína, þegar ég er að skrifa þessar línur. Það eru ekki aðeins saknaðartár, heldur þakkartár, að Guð skyldi gefa mér svo yndislegan föður. Þrátt fyrir hið mikla tómarúm í lífi mínu, eftir föður minn, þakka ég Guði af innstu tilfinningum mín- um fyrir þau forréttindi að ég fædd- ist og ólst upp í því heimili, sem trúin á Guð var daglegt brauð okk- ar barnanna. Þegar ég sit hér í Kalíforníu, sem varð annaö föðurland foreldra minna, og reyni að framkalla mynd af föður mínum, sem ég elskaði svo heitt, kemur fyrir innri sýn mína, kveðjustund hans hér í Kaliforníu. Hann hafði ráðið það við sig að fara heim til SvíþjóÖar, til að leggj- ast þar inn á sjúkrahús, en þar bjóst hann við að dánarbeður sinn yrði. Alt var tilbúið og hann beið eftir því að stíga inn í bifreiöina, sem átti að flytja þau út á flugvöllinn. Þá stendur pabbi upp og gengur yfir gólfið og setzt við flygilinn sinn og spilaði sálm einn, sem hann hafði sungið svo oft í Ameríku, og tón- arnir fylltu heimilið. Ég gekk út og grét, því að ein- hvern veginn snerti þetta mig svo, að þetta mundi vera þyngsta stundin í lífi pabba. En hann þakkaði Guði fyrir allt. Hann átti þá trú, sem bar hann uppi, jafnt í gleöi og sorg. Einn dag, er hann var aðframkom- inn dauða, smaug lítill sólargeisli gegnum þykk gluggatjöldin, sem voru alveg dregin fyrir gluggann á sjúkrastofunni, og geislinn féll á sængina. Þá opnaði hann augun og sagði: „Dragið gluggatjöldin frá og hleypið sólinni inn í herbergiÖ til mín, því að nú er ég að fara til landsins, þar sem sólin gengur aldrei til viðar.“ Bibbí Ekberg. ÁIIEIT OG GJAFIE TIL FÍLADEEFÍUSAFNAÐABINS. G.S. Rvík kr. 100, F.K. Rvík 110, N.N. Rvík 10, G. Rvik 500, S.l. Rvík 10, N.N. Rvik 1.200, I.Ó. Ve. 50. N.N. Norðf. 50, S.J. Rvik 1.000, R.S. Vestf. 1.000, I.H. Rvík 300, K.S. Selí. 200, D.G. Skr. 500, S.J. Danm. 265, I.J. Skr. 200, S.J. Rvik 100, S.E. Keflavik 1.000, G.S. Rvlk 100, Þ.H. Rvik 500, G.H. I mlnningu ömmu 1.000, I. J. Rvík 200, S.J. Danm. 583, Fjölskylda utan af landi 3.590, I.S. úr sveit 800, G.S. Rvik 100, A.M. Rvík 245, G.G. Hafnarf. 600, N.N. Rvík 500, A.B. 10.000, G.S. Hf. 1.800, Vlnir í Noregi 295, V.H. Chicago 1.073.75, S.J. Rvik 500, F.K. Rvík 160, N.N. 3.000, G.J. Karlskrona, Svíþjóð 5.000, N.N. 2.500, Fr. Val. Göte- borg 1.000, N.N. 2.500. Samt. kr. 42.641.75. Fíladelfíusöfnuðurinn þakkar hjartan- lega fyrir bessar mörgu gjafir og biður Guðs blessunar til handa gefendunum.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.