Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 11
AFTURELDING Sknggar flýja FRAMIIAIiDSSAGA Allt er hljótt á ný og gömlu mennirnir við eldavélina verða smátt og smátt rólegri. Jónas er að hugsa um ]iað, að sterku taugarnar hans hafi hlotið að taka að sér síðasta tímann. Það hefur tekið á hann þetta næturstarf. Ja, það er nú ekki allskostar létt heldur að vera í andstöðu viö lögin. Maður er aldrei öruggur, hvort heldur er heima eða heiman. Eins og t.d. í gær, þegar hann sat heima í eld- húsinu sínu og las dagblöðin, og allt í einu var barið að dyrum. — Hann minntist þess, hve hræddur hann hafði orðið, hafði kippzt við, eins og þegar hann lenti í því, aö snerta rafmagnsþráðinn niður frá hjá honum Hansen á Jaðri. En ekki var nú heldur mikil hætta á ferðum, aðeins kona neðan úr sveitinni sem kom. Þetta var ekki skemmtilegt fannst honum. Ef hann hefði ekki jafn góö- ar tekjur af þessu og raun var á, mundi hann aldrei stíga fæti sín- um inn í eldhúsið á Sólvangi á næt- urþeli. En peninga varð maður að fá, og það var þá ekki svo mikið að segja við því á hvern hátt þeirra var aflað. En—en! En maður var ekki rólegur í þessari atvinnu, hvorki nótt né dag, því að kæmi það fyrir, að hann væri heima nótt og nótt, eða ef hann Iagði sig til svefns að degi til, þá skyldi hann ávallt dreyma um yfirheyrzlur og þess háttar. Það var sannarlega satt, sem gamli afi hans á Skaret var vanur að segja, meðan hann lifði: Eins og maðurinn sáir, svo mun hann upp skera. Já, það var orð að sönnu! Það var heldur ekki of bjart í huga Andors, þar sem hann sat. — Þetta hljóð, sem þeir heyrðu, það var sannast sagt athugavert. Það gat náttúrlega verið köttur -—- eða snjór, sem féll niður af þakinu. Það sló köldum svita út á enni hans. Hugsa sér, ef það skyldu nú vera yfirvöldin! En þegar allt varð hljótt á ný, fannst honum hann brátt verða öruggari, en samt var erfitt að losna alveg við hugsunina. Aðeis að Aðólf yrði nú ekki svo heimskur að ljóstra upp leyndarmálinu, þá ætti ekki að vera svo sérlega mikil hætta á ferðum. Til þess að sýna Jónasi, að hann væri ekki órólegur, tekur hann af sér aðra töffluna og rannsakar hana ná- kvænlega. Það var víst eitthvað sem meiddi fótinn. Inni í svefnherberginu liggur Hilda. Hún er búin að sofa um stund, en dreymdi draum, sem vakti hana og nú nær hún ekki að sofna á ný. Hugsanirnar óróa hana. Hún er að hugsa um manninn sinn, sem hún missti svo alltof fljótt, fannst henni. Það voru nú liðin tvö ár síðan hann fékk lungnaberkla og dó. Að sönnu fékk hann frið við Guð áður en hann dó og það var það bezta. Næst Guði gátu þau þakkað Anton Opstað, að hann hafði öðlazt frið áður en hann dó. Það hafði litið svo dapurlega út. Ef Anton hefði ekki komið og lesið fyrir hann og leiðbeint honum þá. . . . Hún mundi örugglega aldrei gleyma síðustu, björtu stundinni, sem Alfreð hafði átt. Þá tók hann hönd hcnnar, leit inn í augu hennar og sagði: — Nú fer ég brátt heim til Jesú, Hilda, en þú verður að lofa mér því að koma þangað á eftir mér — ætlarðu að gera það? Og víst hafði hún lofað honum því — hún gat ekki annað. En þrátt fyrir þetta loforð, gekk hún áframhaldandi á glötunarvegi. Stór, heit tár hrundu niður kinnar hennar. Æ, já! Áköf þrá hafði grip- ið hjarta hennar, og hún jókst dag frá degi, og henni fannst að síðustu, að það væri ómögulegt að vera ófrelsuð. En hvernig gat hún komizt í sam- band við Guð? Það vissi hún ekki. Hún hafði heyrt talað um, að maður ætti aðeins að trúa á Jesúm, þá væri maður frelsaður. En hvernig gat hún tekið í það sem hún sá ekki fyrir augum sínum? Hún hafði einn- ig beðið Guð um að frelsa sig, en hann heyrði víst ekki til hennar. Ef til vill var hún ein af þeim, sem höfðu syndgað á móti Heilögum Anda. Og væri það svo, þá var það nú ekki undarlegt þó að hún fengi ekki bænasvar. Hún hafði reynt að vísa öllum slíkum hugsunum á bug, en þær höfðu komið á ný, og sterk- ari og ákveðnari en áður. Hún lá og horfði á Hákon litla. Auming- inn litli! — Skyldir þú þurfa að alast upp í þessu heimili, þar sem syndin er svo mjög ráðandi? En skyndileg umskipti gátu einnig skeð. 0, aðeins ef maður gæti sofið. Bomb! — Bomb! — Bomb! — Bomb! — Ljúkið upp í nafni laganna! Andor og Jónas rjúka á fætur. Pallur veltur um. Flaskan, sem stendur á gólfinu fer sömu leið, og eldhúsið fyllist af áfengislykt — — litla, óhreina eldhúsið. Jónas og Andor stara dauðhræddir hvor á annan. Eitt, tvö þrjú spörk á eldhús- hurðina, og á ný heyrist sagt með þrumurödd: — Opna! í nafni lag- anna. Þá fyrst er eins og félagarnir tveir vakni. Andor stekkur yfir pall- inn, sem nýskeð valt um og út í eldhúsdyrnar og Jónas á hæla hon- honum. Hræðsluóp líður yfir varir 43

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.