Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 8
AFTURELDING fyrsta og síðasta þörfin. Við höfuni alltof lítinn kraft í okkur, þegar við þurfum reglulega á því að halda. Við höfum nóg af orðaflaumi, en hvar er krafturinn? Guðs ríki saman- stendur ekki af orðum, heldur krafti. Það er satt sem A. J. Gordon sagði eitt sinn: „Að rafmagna áheyrend- ur er eitt, en að slá til jarðar við Jesú fætur, er allt annað. Fyrri áhrifin eru fólgin í orðum, en hin seinni í krafti Heilags Anda.“ Og það er sá kraftur, sem við þörfnumst. Hann fáum við á reykelsishæðinni. Hallelúja! Hin reykelsisilmandi hæð er sér- stakur staður, fyrir sérstakar sálir. Þar mætast þeir, sem áður hafa með- tekið blessun frá Guði. Jesús fór til fjallsins til að biðja. Hann var þar alla nóttina á bæn, frammi fyrir Guði. Ef við í alvöru viljum fylgja Jesú, verðum við líka að fylgja honum upp á reykelsishæðina. Einu sinni tók Jesús þrjá af lærisveinunum með sér upp á fjallið. Hann fór þangað til að biðja. Fjallið varð að reykelsishæð. Og reykelsishæðin að ummyndunarhæð! Jesús ummyndað- ist fyrir augunum á lærisveinunum. Hann varð raunverulegri fyrir þeim. Og á þessum raunveruleika þurfum við að halda, aftur og aftur. Þá verð- ur hann líka raunverulegur í okkur. V. Hversu lengi vildi brúðurin vera á hinni reykelsisilmandi hæð? „Þar til dagurinn verður svalur og skugg- arnir flýja,“ segir hún. Það er að segja, þangað til það dagar á ný. Það kemur dagur, þegar morgun- vindurinn blæs, og allir skuggar flýja. Morgunn án skýja! Jafnvel hinni lengstu nótt, fylgir morgunn og eftir morguninn dagur. Guðs fólk bíður dags, sem engin nótt fylgir. 40 Andi morgunsvalans mun brátt blása yfir jörðina og blása burt alla skugga. Og með þeim vindi mun brúðurin berast heim. Beina leið frá reykelsishæðinni! Dagurinn, sem við bíðum eftir er endurkomudagur Jesú, dagur Krists. Fil. 1, 6,10. Tákn tímanna benda til, að sá dagur sé mjög nálægur. Jesús hefur sagt: „Vakið og biðjið.“ Frá reykelsishæðinni höfum við dásam- legt útsýni. Útsýni fyrir tíma og eilífð! Skuggarnir flýja! Hallelúja! Við höfum öll fengið okkar hluta af skuggum. Þeir koma með myrkur, sjúkdóma, fátækt, vonbrigði, mis- skilning og í alls konar reynslum. í 'þessum skuggum getur óvinurinn jafnvel dulið sig, því þeir hafa orðið mörgum sálum til tjóns. En skugg- arnir vara ekki eilíflega hjá þeim, sem tilheyra Jesú, og himninum. 1 himninum eru engir skuggar til. — Það síðasta, sem við vitum um, er að þeir flýja. Lof sé Guði! Það sem er mest áríðandi fyrir okkur núna, er að vera kyrr á reykelsishæðinni, á meðan skuggarnir eins og umlykja okkur. Þegar brúðurin er komin endanlega inn í brúðkaupssalinn, hafa skuggarnir flúið. Þá mun sólin aldrei framar hyljast skýjum. Ljós hins nýja staðar er Lambið. En hversu alvarlegt, þegar skugg- arnir flýja frá fólki Guðs, munu þeir, sem ekki hafa tekið á móti frelsinu í Jesú, sveipast eilífum skuggum og svartnætti. Flýðu þess vegna í dag til krossins. Bið um hreinsun í blóði Jesú. Þá getur þú farið upp á reykelsishæðina og ver- ið þar um kyrrt þangað til dagurinn verður svalur, og þér verður lyft upp á hinar sólbjörtu hæðir Síonar, þar sem þú mátt hvílast í eilífri ró og sælu hjá Guði. Þýtt úr ,,40 úr pú Hessens Berg". Enginn megnar að stríða gegn Guði Vel þekktur svissneskur læknir fékk að ferðafélaga fríhyggjumann á leiðinni til Parísar. Hinn síðar- nefndi, sem var kunnugt um trú læknisins á Krist, hóf þegar að ræða við hann um Biblíuna og kristin- dóminn. En það mátti einu gilda hvað frí- hyggjumaðurinn sagði, Malan læknir svaraði honum stöðuglega með orð- um Biblíunnar. Hann kærði sig ekki um að láta í ljós eigin skoðanir eða reyna að útskýra Biblíuna með eigin orðum. Með endurtekningu var því fríhyggjumannium mætt með Guðs eigin orði. Að síðustu kallaði hann upp í örvæntingu: — En ég trúi ekki Biblíunni! Hvers vegna tilfærir þú orð hennar fyrir mér? Hinn svissneski læknir svaraði með Orði Droltins: „Þess vegna sagði ég við yður: Þér munuð deyja í syndum yðar. Því að ef þér trúið ekki, að ég sé sá sem ég er, þá munuð þér deyja í syndum yðar.“ (Jóh. 8,24). Tíu árum síðar fékk Malan læknir bréf frá París. Bréfritarinn minnti lækninn á samtalið, sem fram fór í lestinni fyrir þetta löngu liðnum tíma. Sagði síðan frá endurfæðingu sinni, sem skeði skömmu síðar og bætti við: — Þú beittir aðeins sverði Andans, sem gegnumskar mig aftur og aftur. í hvert skipti, sem ég reyndi að verjast höggunum, veitlir þú mér nýlt svar með sverð- inu, þar til ég kom auga á, að það varst ekki þú, sem ég barðist gegri, heldur Guð. „Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggj- uðu sverði, og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, og er vel fallið til að dæma hugsanir og hugrenningar hjartans.“ (Hebr. 4,12).

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.