Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 10
AFTURELDINí sem lögmálum Guðs er stjakað til hliðar eftir geðþótta manna, virðist þetta kannski skipta litlu máli í augum margra, enda sézt það. En hver þorir að segja, þegar allt kemur til alls, að þetta orð hafi enga þýðingu? Flestir eru svo gerðir, að þeir vilja ógjarnan móðga menn. En munum við þá vilja móðga Guðs engla með tómlæti okkar í því, að hugsa að það sé alveg sama, hvernig við komum fram í þjónustunni í húsi Guðs? En það er einmitt það, sem Páll á við, er hann skrifar um þetta til Korintusafnað- arins. Eins og sagt hefur verið, fylgja englarnir frelsuðum manni allt hans líf, og á þetta er ekki hægt að leggja ofmikla áherzlu. Þeir eru alltaf reiðubúnir að hjálpa þeim, sem þeir eiga að vernda, í stóru og smáu. Englarnir setja guðsbörnin hátt, því að þeir vita, að þau eiga að „erfa hjálpræðið.“ (Hebr. 1,14). Þess vegna fylgja þeir okkur með vökulum augum allt lífið. Það er út frá þessari kenningu, sem er svo kröftuglega sett fram, jafnt í Gamla testamentinu og Nýja testamentinu, sem við mætum þessu orði í miðri Biblíunni: „Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum, þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.“ (Sálmur 91). Hvað þetta fyrir- heit er kröftugt orð bæði í andaheiminum, og ætti að vera í mannheimi einnig, sézt bezt af því, að Satan tók einmitt þetta fyrirheit til þess að reyna með rangri túlkun þess, að freista frelsarans. (Matt. 4,6). Að endingu lífsskeiði hins kristna manns, standa svo englarnir við dán- arbeð hans, tilbúnir til þess að bera sál hans heim í dýrðarhimin Guðs. Um þetta taka orð Jesú af öll tvímæli: „En svo bar við, að fátæki maður- inn dó, og hann var borinn af englum í faðm Abrahams.“ (Lúk. 16,22). Vinir mínir, þetta eru ekki hara innantóm orð. Þetta er kenning Biblí- unnar. Þetta sanna ótal dæmi víðsvegar um heim. — Heittrúuð kínversk kona hafði verið lasin um nokkurn tíma, þó ekki rúmföst. Einn dag sagði hún við fjölskyldu sína, að engill hefði komið inn til hennar og sagt henni, að hann mundi kom seinna þennan sama dag, til að flytja hana heim til Guðs. Hún bað nú um sinn bezta klæðnað og fékk hann. Þegar hún hafði klætt sig í sitt bezta skart, óskaði hún eftir því að mega neyta máltíðar með fjölskyldu sinni. Eftir máltíðina gekk hún inn í herbergi sitt og sagðist ætla að hvíla sig litla stund. Hún hafði rétt lagt sig, þegar barn, sonarsonur konunnar, hrópaði allt í einu upp og segir: „Sjáið! sjáið! nú kemur engillinn til þess að sækja ömmu“. Allir í heimilinu litu þangað, sem barnið benti, en enginn nema barnið sá engilinn. Fjölskyldan gekk þvínæst inn í herbergi konunnar, en þá var hún skilin við. Hún hafði verið kölluð inn í Guðs himin. Ó, hvílikur öruggleiki að vera frelsaður! Og hve dásamlega hefur Guð séð fyrir öllum þörfum sinna barna, jafnt í lífi sem í dauða. En eins bert og ljóst, sem Biblían talar um þjónustu englanna hinum frelsuðu til handa, gefur hún hvergi bendingu um það, nema síður sé, að þessir ljóssins engl- ar séu til staðar þegar „börn myrkursins“ skilja við þetta líf. Það eitt fyrir sig mætti vekja alla menn til umhugsunar um nauðsynina á því að leita hjálpræðisins í Kristi Jesú. 42 Ekki myrkur í máli Winston ChuTchill: Við hrindum því til baka með fullkominni fyrir- litningu, sem þessir lærðu menn eru að bollaleggja um Móse, að hann sé aðeins persóna í helgisögn, sem prestastétt Gyðinga og fólkið allt hafi notað eins og myndugleik í þjóðfélagslegum, siðferðislegum og trúarlegum fyrirskriftum. Ég trúi því að skynsamlegasta afstaðan, sem við getum tekið í þessu máli, sé að taka frásögur Biblíunnar bókstaf- lega. Verðum þar með að viðurkenna Móse, sem einn allra mesta mann í sögu mannkynsins. Með honum var tekið hið mesta risastig fram á braut, sem mannkynssagan þekkir. Marcus Ehrenpreis: Biblían er ekki bók, hún er rödd, hróp frá Guði til mannsins, frá eilífðinni til dagsins, frá óendanlegleikanum til herbergis míns. Biblían sýslar ekki með annir dagsins, heldur með tilveruna. Hún varpar Ijósi yfir leyndustu hluti lífs okkar, og getur um leið gefið okk- ur svar við mörgum spurningum lífs- ins — en aðeins þeim, er spyr í einlægni. Við þurfum að nálgast Biblíuna, ekki sem venjulegir lesend- ur, heldur sem spyrjendur, leitandi menn. Þegar við lesum Biblíuna með réttu hugarfari, og á réttan hált, þá er alveg eins og við séum á samkomu með eilífðinni og hinu óendanlega: Við höfum lyft okkur yfir þröngsýni dags og stundar, og finnum okkur í hreinna and- rúmslofti, í nærveru Guðdómsins. Vér erum kynslóð sem liflr milll dags og nætur. HálfvaknaBir nuddum við stýr- urnar úr augunum og erum hræddlr við að horfa í ljóslð. Sterner. * * * Engin mannleg vera heldur það út að vera alein án alls samfélags og sam- hygðar. Vikner. L

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.