Afturelding - 01.08.1962, Page 6

Afturelding - 01.08.1962, Page 6
AFTURELDING Fimmtán trúlioðar Guð hefði haft einhver ráð til að bjarga þeim, eins og hinum ungu Hebreum úr glóandi eldsofninurn forðum? Á essastreng sínum niður í gegn- um loftið, var útlit fyrir á tímabili, að flugvélin kæmi niður þar sem mörg hundruð skólabörn voru sam- an komin og biðu eftir skólabíln- um, sem átti að flytja þau heim frá skólanum. En fyrir einstaka Guðs mildi, slangraði hún í loftinu fram hjá þessum stað. Eftir það munaði mjóu, að hún félli ofan á verk- smiðju, sem hundruð manna voru að vinnu við pökkun á eldfimu sprengi- efni. Með óskiljanlegri handleiðslu hafði Guð séð svo um, að ekki féll hún heldur niður þarna. Það var í Los Angeles, sem flug- vélin hrapaði, og skammt þar frá sem 60 menn voru að verki. Af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum kastaðist allt brak úr sprengingunni í allt aðra átt, en mennirnir voru, svo að enginn þeirra varð fyrir hin- um minnsta skaða. Seinna upplýstist, að þegar flug- stjórinn stökk síðastur manna úr flugvélinni, var hún aðeins 400 fet frá jörðu. Það mátti sem sagt engu muna, að hann, sem síðasti maður, bjargaðizt. Og hefðum við verið 21 54 trúboði í vélinni, eins og meiningin var, hefðu 6 farizt. Hvílík er hand- leiðsla Guðs! Hver einasti einn af þeim 15 trú- boðum, sem björguðust þarna, hafði af einhverri, sérstakri vakandi hand- leiðslu Guðs að segja, í sambandi við björgunina. Eitt af því, sem kom fyrir mig, og sýndi mér varðveizlu Guðs, var það, að mig bar beint á háspennustreng, er ég var að nálg- ast jörðina. Var ég rétt að festazt á strengnum, er vinur minn, sem einnig var í loftinu, sá þetta, og kallar til mín og lætur mig vita um hættuna. Á síðustu sekúndum gat ég komið þeirri sveiflu á mig í loft- inu, að ég slapp fram hjá háspennu- strengnum. — Ef vinur minn hefði ekki getað kallað til mín í þessari andrá, hefði ég misst lífið þarna. Um leið og ég hafði fasta jörð und- ir fótum mínum, tæmdi ég loftið úr fallhlíf minni, braut hana saman, lagði hana á jörðin undir kné mín, og þakkaði Guði fyrir björgunina. Þegar einn af trúboðunum stökk út úr vélinni, festist fallhlf hans í dyrakarmi flugvélarinnar. En þá var sem ósýnileg hönd losaði um þetta þannig, að hvorki maður né fall- hlíf hafði mein af því. Þriðji flækti sig í fallhlífarstrengnum og gat um stund ekki opnað hana, og féll þannig niður nokkurn spöl. En einnig hér, var sem ósýnileg hönd leysti flækjuna, svo að hann gat opnað fallhlífina, áður en það var of seint. Fjórði maður kom niður á járnbrautateina, sem var auðvitað lífshættulegt, en þegar frá eru dregnar fáar og smáar skrámur, slapp hann algerlega ómeiddur. — Þannig hafði hver maður frá ein- hverju sérstöku að segja í sambandi við þetta flugslys. Innan tíðar var þyrilvængja send á staðinn. Og áður en klukkustund var liðin, var búið að flytja okk- ur alla á öruggan stað. Rétt á eftir kom svo fréttin af þessu flugslysi í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Blöðin sögðu frá atburðinum undir stórri fyrirsögn: „Bæn bjargaði trú- boðunum.“ Og, vinur minn, sem lest þetta, bæn bjargar þér! Fyrir stuttu síðan sagði stjörnu- fræðingur einn við Kolumbíuhá- skólann, eftir að hann hafði séð stjarnhimininn í gegnum „Glerris- ann“ á Palomarfjalli (stjörnusjón- aukinn mikli í Bandaríkjunum. Þýð.): „Ef maður hugsaði sér, að allt þetta héldist á lofti af tilviljun einni, mundi maður fá hið mesta taugaáfall, sem hægt er að hugsa sér.“ Það er eitthvað svipað, sem fer í gegnum huga minn, þegar ég hugsa um þetta flugslys. Það var allt sam- an, frá upphafi til enda, í ráðs- ályktun Guðs, til þess að hann einn fengi vegsemd og heiður af því, með því að sýna okkur að hann er bænheyrandi Guð. Napóleon mikili: (Sagði það við þrjá háttsetta hershöfðingja). Biblían þarna á borðinu, er bók fyrir yður, herrar mínir. Og hún er það miklu fremur fyrir mig. Hún er eins og lifandi persóna.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.