Afturelding - 01.08.1962, Síða 10

Afturelding - 01.08.1962, Síða 10
AFTURELDING Það §em for§æti§ráðherrann liaiði lært af nioður §inni. Johann Nygaardsvold, sem var forsætisráðherra Noregs yfir öll styrjaldarárin, segir í bók sinni „Bernsku og æskuár mín,“ frá þess- ari skemmtilegu minningu um móð- ur sína: Móðir mín var innilega trúuð kona. Var það svo mjög, að það hafði áhrif á lesefni og lærdóm okkar barnanna. Áður en ég fermdist, hafði ég lesið alla Biblíuna spjaldanna milli. Margt var það auðvitað, sem ég skildi ekki, og varð móðir mín að útskýra það fyrir mér. Eðlilega las ég allar bækur, sem til voru á heim- ilinu, og margt var það í Biblíunni, er mér þótti einkar skemmtilegt að lesa. Árið eftir að ég fermdist, kom sjálfur biskupinn til Hommelvíkur. Það var Jóhannes Skarr biskup, og ætlaði hann að yfirheyra okkur. Fermingarbörnunum frá Hommel- vík var stillt upp annars vegar í kirkjunni, og síðan var okkur, sem vorum frá Bakken og Mostadmark, stillt upp hinum megin. Biskuj)inn hlustaði á okkur og Johann Nypaardsvold. prófaði okkur, hvað eftir annað. Fyrstu spurningarnar voru léttar. Gat ég svarað öllum spurningunum, er kennimaðurinn spurði um, og það gerði einnig meirihlutinn af unglingunum. Síðan byrjaði bisk- upinn aftur á ný að spyrja okkur, sem fremst stóðum. Voru nú spurn- ingarnar til muna erfiðari. Ég kom aftur með rétt svör, en nú voru þeir margir, sem gátu ekki svarað. „Ég held, að ég byrji aftur með ykkur, sem standið hérna fremst,“ sagði biskupinn. Hann lagði svo fram nýjar spurningar, og ég gat enn svarað þeim öllum, og á þann veg, sem móðir mín hafði kennt mér. Eftir litla stund gekk biskupinn upp að grátunum, og snéri sér svo að söfnuðinum, sem sat í kirkjunni. „Ég hugðist leggja fram svo erf- iðar spurningar, að ég fengi ekki svör við þeim, en ég hef þó fengið svör við öllum spurningum mínum. — Af hverjum hefur þú, drengur minn, lært þetta?“ spurði biskup- inn og snéri sér að mér. Ég sagði alveg eins og var, að ég hefði lært það allt af móður minni. Móðir mín var þarna meðal safn- aðarfólksins. — Ég held að ég hafi aldrei síðar fengið tækifæri til að greiða henni jafn mikið af Jiakkar- skuld minni, til hennar, eins og þennan sunnudag í Holmmelvíkur- kirkju. Lítlll drengur ætlaði að biðja kvöld- bænina sina með mömmu. — Mamma, ég á allt, sem ég þarfnast og get óskað mér! Ég velt ekki hvers vegna ég á að biðja. — Reyndu þá að þakka i staðinn, þakka Guði fyrir allt, sem hann hefur gefið þér, svaraði móðirin. Drengurlnn samþykktl það og byrjaði: — Góði Guð, ég þakka þér íyrir nýja rugguhestinn minn, fyrir fallega mynda- kassann og fyrlr að ég hef rétt skapaða fætur svo að ég þarf ekki að ganga við hækjur eins og Karl í nágrannahúslnu. Ég þakka þér fyrir heilbrigðu augun min, að ég er ekki blindur eins og veslings Bo. Ég þakka þér fyrir góða rúmið mitt og fyrir elsku mömmu og pabba. — En mamma, greip drengurinn framl fyrir sjálfum sér, það tekur aldrei enda! — Nei, þvi er þannig varlð, barnið mitt, svaraði móðirln með tárln i augunum, vlð getum aidrei tallð upp öll þakkar- cfnin! kvíkví sem hann og Elía spámaður dvöldu í. Um morguninn, er Jtjónninn sá her óvinanna, missti hann kjarkinn og fór að örvænta. En þá bað guðs- maðurinn stutta bæn til Drottins, að hann opnaði augu þjóns hans, svo að hann fengi að sjá það, að fleiri væru Jreir, sem væru með þeim, en allur þessi óvinaher, er í móti þeim var. Svo opnaði Drottinn augu þjónsins, og þá sá hann sýn, er hann gleymdi aldrei síðan. Hann sá að fjallið var alþakið hestum og eldlegum vögnum hringinn í kringum Elísa. (2. Kon. 6). Hvað mun þá verða þegar tjaldið verður dregið frá við Opinberun Jesú Krists og heimsbyggðin sér alla hina heilögu í mætti og dýrð, að allir dauð- legir menn munu falla örmagna til jarðar og hrópa til fjallanna og hamr- anna: „Hrynjið yfir oss, og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr.“ 58 Byrja á8 þakka.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.