Afturelding - 01.08.1962, Page 11

Afturelding - 01.08.1962, Page 11
AFTURELDING Skuggar flýja FBAMIIALDSSAGA En það var ekki unnt að sjá neitt. Hún var í þann veginn að snúa við inn í stofuna aftur, þegar eldhús- hurðinni var hrundið upp og Andoi stóð í dyrunum. I hræðslufátinu sem á hana kom fórnaði hún hönd- um — en fann í sömu svifum að hún var barin á brjóstið, mjög fast og féll við höggið og lenti á lofts- stiganum. Hún kenndi ólýsanlega sára þraut í bakinu og höfðinu — en síðan sortnaði allt. Þegar lögregluþjónninn kom inn, var það hans fyrsta, að bera Hildu meðvitundarlausa og aðeins með lífsmarki, inn í eldhúsið. — Ja, nú má segja að jieir hafi á auðveldan hátt borizt upp í hendurnar á okkur báðir tveir, svo að það er víst bezt, Viken, ef þú vilt gera svo vel, að þú sækir dr. Sörensen hið bráðasta, svo að hægt sé að komast að hinu sanna með þessa veiku konu! Lénsmaðurinn er afar alvarlegur á svip er hann seg- ir þetta. — Já, ég skal vera svo fljótur, sem ég get, svarar aðstoðarmaðurinn. — eigum við kannski að taka hjúkr- unarkonu með okkur? segir hann ennfremur. — Já, gerið þið það! En, reyndu að aka eins hratt og mögulegt er, ■því að ég óttast um líf hennar. Grönne hristir höfuðið hugsandi. Þegar Viken er vikinn út um dyrnar, snýr lénsmaðurinn sér að mönnunum tveim, sem hann er að gæta. Þeir sitja hvor á sínum stól, og eru líkastir strákum, sem unnið hafa einhver strákapör. Jónas er afar órólegur. Hann niðar sér fram og aftur á stólnum og skotrar augunum ótt og títt og um leið flóttalega til dyranna, sem eru rétt fyrir framan hann. Lénsmaðurinn skilur vel hugsunarhátt hans, en mælir ekki orð frá vörum. En þeg- ar hann fer að lesa gamalt dagatal, sem hangir á þilinu, verður freist- ingin Jónasi um megn.. Hann stendur upp og hendist í einu stökki fram að dyrunum. En sjáið nú til, hann slapp ekki svo auðveldlega karlinn sá! Það var gripið í bakið á honum, áður en hann náði opn- um dyrunum, og áður en hann vissi af lá hann flalur með hendurnar fyrir aftan hakið. Hann fann eitt- hvað jökulkalt leggjast um úlfnlið- ina á sér, en var í sömu svifum reistur á fætur aftur. En nú voru hendur hans bundnar fyrir aftan bakið og hann gat þær ekki hreyft hvora frá annarri hvernig sem hann reyndi og reyndi. — Ég vonaði að þú yrðir hlýð- inn og sætir alveg kyrr stundarkorn, sagði Grönne rólega, um leið og hann setti Jónas á stólinn aftur. Allt í einu heyra þeir óhugnanlegt glam- ur úti fyrir húsinu. Það eru lög- regluþjónarnir, sem eru að eyði- leggja áhöldin, sem stóðu á elda- vélinni, þegar þeir komu. Grönne finnst nú næstum nóg um. Hvílíkt glamur og ólæti! Þessir karlar hafa víst gleymt því, að nú er hánótt og hljóðhært til heimila nágrannanna. Að stundu liðinni koma þeir báðir inn í eldhúsið aftur. Andor skotrar augunum illskulega til þeirra, þeg- ar liann sér þá snuðra og leita í hverjum krók og kima. Sérstaklega liafa þeir áhuga á öllu, sem minnir á flöskur og í skápunum finna þeir mikið af þeim. Eftir að hafa leitað vandlega í eldhúsinu fer annar þeirra inn í svefnherhergið. Þar stendur lítill náttlampi og ósar, og í rúminu liggur lítið, sofandi barn. Aðstoðarmaðurinn gefur Grönne merki, og hann kemur strax inn í herbergið og gengur að rúmi barns- ins. Hann stendur lengi hreyfingar- laus og horfir á hið sofandi barn. Síðan strýkur hann yfir andlit þess og segir. — Veslingurinn litli. llvað eigum við að gera við þennan litla mann? bætir hann við eftir stundarkorn. Hann hugsar sig um andartak, síðan hneigir hann höf- uðið um leið og hann segir: — Við skulum bíða og heyra hvað Sören- sen leggur til málanna, þegar hann kemur. Þeir fara báðir fram í eld- húsið aftur, en láta svefnherbergis- dyrnar standa opnar. — Já, nú sé ég tvo bíla hérna hjá næsta bæ. Að öllum líkindum eru það okkar menn, sem eru þar á leiðinni. Ráseth lögregluþjónn hefur verið úti, en var nú að koma inn um leið og hann sagði þetta. Grönne stendur á fætur, hafði sedð við eldavélina. Honum léttir. — Það er gott, segir hann, þá tek- ur þetta vonandi brátt enda. Það er þreytandi til lengdar að sitja svona og slara út í loftið. Ann- ar lögregluþjón, Dahl að nafni, geispar. — Já, þegar verksmiðj- unni er lokað hægist einnig um á skrifstofunni er mér sagt, verður honum að orði um leið og hann stendur upp. Nokkru seinna kemur Viken inn úr dyrunum og í fylgd með honum er dr. Sörensen og hjúkrunarkona. Læknirinn kastar kveðjum á báðar hendur, fleygir hattinum sínum á stól og fer úr frakkanum. Hann tek- ur upp vasaklút og byrjar að fægja gleraugun sín, því að þau hafa döggvazt, þegar hann kemur inn í hitann. Hann setur þau á sig á ný og lítur um leið stórum augum á 59

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.