Afturelding - 01.08.1962, Síða 12

Afturelding - 01.08.1962, Síða 12
AFTURELDING Andor og Jónas, sem enn sitja þar hvor á sínum stól. — Jæja, Jónas, segir hann hlæj- andi, nú er orðið langt síðan þú skauzt kanínuna mína. Þú hélzt að þetta væri héri, en þar skjátlaðist þér nú illa. Jónas eldroðnaði. 0, jæja, hann man örugglega vel eftir því, þegar hann kom auga á héra inn á læknis- lóðinni -—- og flýtti sér sem mest hann mátti upp að Skaret til að sækja byssu. Hann kom líka í tíma, því að hérinn sat þar enn rótlaus á sama stað. Jónas miðaði byssunni og skaut. Þetta var ekki löglegt, en hvað kom það honum við. Auðvitað Iá hérinn þar dauður — en aldrei mundi Jónasi líða úr minni, sú stund, er hann loks vogaði sér inn á lóðina og sá að þetta var — grá kanína! Læknirinn var víst ekki svo mjög gleyminn heldur, það var vandalaust að sjá það. — Ja, þetta er víst enginn leikur, lénsmaður góður. Sörensen er bú- inn að rannsaka Hildu, eftir því sem föng hafa leyft. Grönne færir sig nær. Ég bjóst eins vel við þessu, svarar hann rólega. — Ég get auð- vitað ekki slegið neinu föstu, held- ur Sörensen áfram, en ef það er ekki fullkomið hryggbrot, þá er hún að minnsta kosti stórslösuð. Það er öruggt. Hann lítur á Grönni og held- ur áfram: — Hvernig hefur þetta eiginlega hent? Datt hún, eða hvað....? Lénsmaðurinn svarar ekki, en hristir aðeins höfuðið. Hin alvarlegu augu tala þagnarinnar djúpa máli og læknirinn spyr ekki frekar. Meðan þessu fer fram, stendur Viken og virðir fyrir sér litla, sof- andi drenginn inni í svefnherberg- inu. Hann hugsar margt. Að stundu liðinni kemur Grönne inn til hans. — Hvað eigum við að gera við þennan snáða, Viken? Aðstoðar- maðurinn þegir um stund og hugs- 60 ar sig um, en loks segir hannn: — Ég var einmitt að hugsa um, ef enginn hefði neitt á móti því, að taka hann lieim til Onnu. — Já, gerðu það!' segir lénsmaðurinn ákafur. Hún er einmitt rétta mann- eskjan, til að hjúkra honum. Þetta er framúrskarandi. Já, það er áreið- anlegt, Viken, segir hann loks, um leið og hann snýr sér við og gengur aftur fram í eldhúsið. Viken stendur áfram í sömu spor- um. Hann langar mest af öllu til að taka drenginn upp strax og ganga um gólf með hann, en það er víst öruggara að bíða með það, þar til hinir piltarnir hafa lokið erindum sínum. En hvað það var gaman, að honum skyldi detta þetta í hug með drenginn! Það verður gaman að sjá hvernig Önnu verður við, þegar hún sér blessað litla barnið — já, hvað skyldi hann annars heita? — Hann snýr sér snögglega og ákveðið við, gengur til Andors og spyr hljóð- lega: — Hvað heitir litli drengurinn, sem liggur þarna inni? Gamli mað- urinn lítur ekki út fyrir að vilja tala mikið, en svarar þó stuttur í spuna: — Hákon! Dalh og Ráseth koma nú með sjúkrabörur, sem þeir leggja Hildu varlega á. Því næst gefur Sörensen þeim og Viken merki — að lyfta börunum og bera Hildu út. Þá er nú lénsmaðurinn orðinn einn með föngunum sínum tveimur. Hann heyrir hvernig fótatakið fjarlægist meir og meir, og síðan er allt hljótt. — Það mun hafa verið þú, sem hrintir Hildu á stigann? segir hann, um leið og hann snýr sér að Jónasi. — Nei. Það var Andor! Svarið kom næstum án þess að Jónas vildi það sjálfur, en spurningin kom svo óvænt. Augu Andors skjóta gneist- um, þegar hann lítur á Jónas. — G—r—r—r! Það þýðir víst, að Jónasi sé hollast að gæta sín. Grönne ypptir öxlum. 0-jæja, það var víst j)að, sem hann hafði á meðvitund- inni, að Andor væri hinn seki. Nokkru síðar kemur Viken, ásamt lögreglumönnunum tveimur til baka, og síðan leggur allur hópurinn af stað og yfirgefur þar með heimilið. Síðastur af þeim öllum kemur Viken út með Hákon litla í fanginu. Barnið steinsefur. Ilann brá aðeins blundi á meðan Viken var að klæða hann, en honum hefur víst fundizt þetta allt vera ofur eðlilegt, því að hann sofnaði strax aftur. Hópurinn nemur aðeins st^ðar úti í garðinum á meðan Ráseth læsir útidyrunum. Og þegar búið er að afhenda lénsmanninum lyklana er haldið af stað eins og leið liggur eftir þjóðveginum fram hjá Lunne- stað og þangað sem bíllinn bíður þeirra. Þegar þeir koma þangað er stigið inn í bílinn og síðan haldið af stað. Það er þröngt í bílnum því að tveir hafa bætzt í liópinn, en bótin er að bíllinn er stór. Andor, Jónas og lögreglumenn- irnir tveir setjast í aftursætið, en lénsmaðurinn setzt í sitt venjulega sæti við hliðina á Viken. Grönne verður að gæta barnsins. — Eftir augnablik er bíllinn kominn út á aðalveginn. Inni í íbúðinni á lögreglustöð- inni, fyrstu hæð, gengur Anna Viken um og færir eitt og annað í lag. Það er ávallt fremur tóm- Iegt, þegar Haraldur er ekki heima, en um þetta er ekkert að segja. Því að þegar skyldan kallar, verða menn að sætta sig við kringumstæðurnar. Og vissulega er hún Anna hamingju- söm! Leið henni kannski ekki vel? Hún var gift manni, sem var svo góður að á betra varð ekki kosið, hugsunarsamur um allt og nærgæt- inn. Dálítið glaðvær og glettinn á köflum, en það var nú einmitt það, sem hún var svo hrifin af. Hversu

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.