Afturelding - 01.08.1962, Qupperneq 13

Afturelding - 01.08.1962, Qupperneq 13
AFTURELDING Frelsnð í flmm ár oft hafði það ekki hent, að hann hafði lyft henni upp og borið hana um alla íbúðina, og hann sleppti henni alls ekki fyrr en hún lofaði því statt og stöðugt, að hita kaffi handa honum. Oft varð henni einnig hugsað til þess, er hún fyrir tveimur árum hafði gefizt Guði. Hún óttaðist að Haraldur tæki þessu illa og hún sárkveið fyrir því að segja honum það. Síðan hafði hún loks dag einn hert upp hugann og sagt eins og var. En henni til hinnar mestu undr- unar, hafði hann þá svarað mjög rólega: — Þetta hef ég vitað í marga daga, Anna. Haltu örugg áfram, ég mun vissulega ekki hindra þig. Já, þannig hafði hann svarað, og sér til undrunar sá hún, að tár blikuðu í augum hans. Þau fimm ár, sem þau höfðu ver- ið í hjónabandi höfðu þau oft talað um, að skemmtilegt mundi vera að eiga barn. — Eitt sinn höfðu þau ákveðið að taka kjörbarn, en svo fóru þau að óttast um að erfitt mundi verða að taka að sér barn, sem væri algerlega ókunnugt. Það varð svo ekkert af þessu í það skipti, og þau ákváðu að athuga allt vel. Mörgum sinnum, þegar maðurinn hennar var fjarverandi, óskaði hún náttúrlega að hún ætti barn til að annast, því að þá fannst henni stundum vera dálítið einmanalegt. Nei! Hún leggur frá sér afþurrkun- arstykkið og gengur inn í dagstof- una. Hún átti eitt öruggt meðal við þunglyndi. Hún setzt við píanóið og lyftir lokinu upp. Hvað ætti hún að syngja? Hún tekur nokkrar nótnabækur rólega í hönd sér. Já, þetta var indællt! Nokkrir léttir en hrífandi tónar fylla stofuna og söngurinn ómar: Þa& er sól í sálu miuni í dag og sumarmorgun rós. Og ég er jafnan himin sœll, því Jesús er mitt Ijós. Frelsuð í fa'órni Jesú, frelsuS hans hjarta við. Öhult þar önd mín hvílir, eilífan hefur frið. Þannig hafa kjör mín verið síð- astliðin, rúmlega fimm ár, og ég er yfir mig hamingjusöm. Ég vildi að þú gætir sagt það sama, lesandi minn. Þar sem ég hef komizt að því, að hjá þjóð minni ríkir grátleg og átakanleg fáfræði um þetta efni, þá langar mig til þess að segja nokk- uð nánar frá tildrögum þess að ég tók að þrá þetta frelsi, og hvernig ég öðlaðist það að lokum. Er ég var 18 ára, veiktist ég af hræðilegum sjúkdómi. Barðist ég i síðan við afleiðingar þessa sjúk- dóms í nær 15 ár, eða þar til ég fékk fulla lækningu meina minna á sumarmóti Hvítasunnumanna, er haldið var á Akureyri 1960. t gegnum baráttu rnína við sjúkdóm- inn, komst ég að því, að sú kristin- dómsfræðsla, sem ég hafði fengið í kirkjunni, dugði mér nákvæmlega .ekki neitt. Þetta varð sársaukafull uppgötvun fyrir mig, og hófst nú þrotlaus leit hjá mér að þeirri per- sónu og þeim krafti, er gæti lækn- að öll mín mein. Veikindi mín höfðu það í för með sér, að jafnt líkamskraftar mínir og þrek sálarinnar brotnaði niður. Ég J reikaði fram og aftur alveg vita hjálpar- og ráðalaus. Með þessu sál- arstríði mínu fylgdist minn bless- aði frelsari, Jesús Kristur, þó að ég gerði mér enga grein fyrir þvi þá, fyrr en seinna. Hann vissi líka, að í hjarta mínu hafði, frá því ég var harn, verið djúp þrá eftir nánu Júlía Jónasdóttir. sambandi við hann. En nú varð það mér að meini að fræðslan, sem ég hafði fengið um Krist hjá prestun- um, var um einhverja óraunveru- lega, kraftlausa og óáþreifanlega persónu. En nú vantaði mig kraft- inn. Hver gat veitt mér hann, og hvar gat ég fundið hann? Ég hafði lengi haft einhverja hug- mynd um að til væru smáhópar fólks, er stæðu utan við þjóðkirkj- una, m.a. á Akureyri, og héldu guðsþjónustur sínar, hver út af fyr- ir sig. Hefði mér verið hoðið inn á einhvern þessara staða, hefði ég ekki undir neinum kringumstæðum fengizt til að fara Jiangað, ekki held- ur talið að þangað væri neitt að sækja. En Drottinn var ekki ráðalaus að hjálpa mér. Hann tók útvarpið í þjónustu sína. Það bar þannig til, að mamma hlustaði mikið á jarðar- farir gegnum útvarpið. Ég leyndi móður mína því, að allt tal um veikindi og dauða, hafði ákaflega lamandi áhrif á mig. Þess vegna gekk ég alltaf burtu, þegar mamma 61

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.