Afturelding - 01.08.1962, Qupperneq 15

Afturelding - 01.08.1962, Qupperneq 15
AFTURELDING hafði búizt við. Það var þannig, að maður nokkur úr söfnuðinum í Reykjavík, átti erindi til Akureyrar, og bað Ásmundur hann að finna mig að máli um leið. „Ég hélt það væri bréfinu betra,“ sagði Ásmund- ur seinna við mig. Hann kom að kvöldi þessa dags, ásamt tveimur úr söfnuðinum á Akureyri. Þetta hafði verið venju fremur dapurlegur dagur. Póstur hafði komið, en ekk- ert bréf hafði komið til mín, og jók það mjög á raunir mínar. Var ég rétt búin að þurrka af mér tárin, þegar bíllinn rann í hlaðið og þess- ir óvæntu gestir komu inn til mín. Hefur þú nokkurntíma verið við- staddur, þegar manni hefur verið bjargað frá drukknun? Eða þegar lífstíðar fangi hefur verið náðaður? Ef þú hefur verið vitni að því, þá gætir þú kannski betur skilið það, sem raunverulega skeði í stofunni heima hjá mér þetta kvöld. Maður- inn, sem kom að sunnan hafði orð fyrir þeim — (það var Guð- mundur Markússon, innskot ritstj.) Hann opnaði Biblíuna sína og las frá Jesaja 53: „en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum, og fyrir hans benjar urð- um vér heilbrigðir.“ Svo las ég þessi orð sjálf, og það var alveg eins og öll vera mín stöðvaðist frammi fyrir orðunum, svo mikið undrun- arefni urðu þau mér. Ut frá þessum orðum og fleirum boðaði maðurinn mér hjálpræðið í Kristi. Og árang- ur þess varð, að ég tók á móti því og frelsaðist. Mig skortir alveg orð til þess að lýsa þeim létti sem þetta varð fyrir sál mína, þó að líkami minn losn- aði ekki strax úr fjötrum sjúkdóms- ins. Ég hefði aldrei trúað því að hægt væri að græða sár sálarinnar svo vel, sem Jesús hefur grælt sár minnar sálar. Þið, sem liggið á sjúkrabeðum, snúið ykkur til Jesú Krists. Hrópið til hans, eins og ég gerði, og þá munuð þið fá að reyna það, að óttinn við dauðann, og angistin sem honum fylgir, mun breytast í eftirvæntingu og þrá eftir því að sjá hve dýrðin er mikil heima hjá Drottni. Þetta var um það, hvernig Drott- inn mætti sál minni, og breytti myrkrinu í undursamlegt ljós, og sálarangist í sælan frið. En seirina kom svo lækning líkamans. Eftir að ég frelsaðist kom finnanleg breyt- ing, og hún ekki lítil, á líkamlega heilsu mína. En síðar kom svo full- ur bati á sumarmóti Hvítasunnu- manna 1960, eins og ég nefndi fyrr í vitnisburði mínum. — Lesandinn skilur því, hve óendanlega mikla hluti Drottinn hefur gert fyrir mig. Þess vegna langar mig að lifa fyrir hann og þjóna honum allt mitt líf. Júlía. Jónasdóttir. SiiiiiarinoiiO á ísafirði Hjól tímans og tilverunnar snýst án afláts, við berumst áfram með sama hraða jafnt gegnum gleði og sorgir. Sumarmótið er liðið hjá að þessu sinni og við lítum til baka og köll- um endurminningarnar fram. Endur- minningarnar frá þessum sólbjörtu gleðidögum, sem Guð í náð sinni gaf okkur hér á ísafirði dagana 1. til 8. júlí er sumarmót Hvítasunnu- manna var haldið hér. Er það í ann- að sinn í sögu hreyfingarinnar, hið fyrra var í júní 1953. I meir en ár höfum við horft með gleði og tilhlökkun til þessara daga, eins og þegar börnin hlakka til jól- anna, og á sama hátt jókst líka eftir- væntingin eftir því sem styttist til hátíðarinnar. Og með gleði sáum wvwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwvvwvwwwwwvwwwwwwwwíwwwwwvwvwvwwwww I I I KJALLARAHORNIÐ \ \ STRJÚGSÁR-JÓN. Fyrir nokkrum árum, (skrifað um síðustu alda- I | mót), bjó maður á Strjúgsá í Eyjafirði, er Jón hét. Hann var greind- | \ ur og glaðlyndur, en ærið gáskafenginn og eigi gætinn. Hann átti | \ konu, sem Guðrún hét, Jóhannsdóttir. Það var einn dag, að heima- | \ fólk átti gamantal saman. Varð Jón þá enn nokkuð ófyrirleitinn í g \ orðum. Segir þá einhver við hann: „Láttu ekki Guð heyra til þín, % \ Jón.“ „Það er nú ekki hætt við því,“ segir Jón, „því hann sefur og | \ hrýtur.“ Þetta blöskraði mönnum og þótti nærri víst, að Guð léti \ % þessa eigi óhengt. Á þriðja morgni vaknaði Jón eigi, sem hann var \ \ vanur, heldur hraut áfergislega. Gekk þá maður undir mannshönd j | að vekja hann. En mönnum til undrunar og skelfingar mistókust \ \ allar tilraunir. Þá var læknir sóttur og gat hann heldur ekki vakið | \ Jón. Hraut hann svo samfleytt í þrjú dægur. Loks hættu hroturnar, en | j hann vaknaði aldrei til þessa lífs. Minntust menn þar með hryllingi | \ orða hans áður og þótti enn sannast hér hið fornkveðna orðtak: Guð | Ilætur ekki að sér hæða. (Heimildarm. Helga, dóttir séra Hákonar | Espólíns, en hún var þá í Eyjafirði, og ekki langt frá Strjúgsá). i 1 \ Í vvvvwvvvwvvvwvvvvvvvvwvvvwvvvwvvwvvvvwvvvwvvvvwvvvvvvvwvvvvvvvvwwvwvvvwvvwwwvwvwvvvvwvvvwvvvwvvwvvvvwvvvvvvvvwv 63

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.