Afturelding - 01.12.1976, Qupperneq 13

Afturelding - 01.12.1976, Qupperneq 13
>ÚNUM 1 Mannhaf í Albert Hall. 2 Yoggi Chou frá Kóreu. Einn mesti rœðumaður mótsins. 3 Kór frá Sviss,meðhljóðpípur sínar 4 Albert Hall byggð 1871 þá með 11000 sætum. orgelsins. Höfðum við því mjög góða yfirsýn um salinn og allt er gerðist. I fáum og samandregn- um orðum skal þetta skrifað. Þarna heyrði maður t allt að 200 manna kórum heimsfrægum söngvurum, hljóðfæraleik, sem vakti mikla furðu og kraftmikla prédikara mjög víða aðkomna. Eins og gefur að skilja, þá var ekkert kynþátta- vandamál þarna meðal kristins fólks. 1 ræðu- mennsku og söng gáfu hinir lituðu þeim hvítu ekkerteftir. Minnisstæðastaræðan, sem ég heyrði var flutt af Ynoggi Chou frá Seöul í Koreu. Maður sem reyndi kraftaverk í lífi sínu til lækninga, frá dauðvona berklum. \ Islensku þátttakendurnir í mótinu voru Sam og Rut Glad. Herta og Haraldur Guðjónsson, Ólafur Jóhannsson, Frímann Ásmundsson og undirritaður. Skipulag og stjórn mótsins fór ákaflega vel úr hendi. — Aðeins ein aðfinnsla kom fram. Það fengu aldrei allir sæti! Einkunnarorð mótsins voru ,,Andi sannleik- ans”. Ræður gengu allar meira og minna út á boðskapinn um Heilagan Anda. Svo óðfluga breiðist þessi vakning út að tölur voru nefndar allt að 50 milljónum væru meðlimir Hvíta- sunnusafnaðanna um víðan heim. Brasilía og Indonesía telja flesta meðlimi. 9 útvarpsbylgjur voru í gangi í húsinu. Aðalmál mótsins var enska og þýtt beint yfir á sænsku og norsku. Þátttakendur frá Norð- urlöndum skiptu hundruðum. Við heimkomuna, þá er ég þákklátur Guði, fyrir að mega skoða verk Hans og fá aukna trú fyrir gildi þess fyrir alla menn. EinarJ. Gíslason. 13

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.