Afturelding - 01.01.1982, Síða 5

Afturelding - 01.01.1982, Síða 5
Engum hugsandi manni œtti að geta dulist að við lifum á sérstœðum tímum. Engin önnur öld sögunnar hefur valdið jafn róttœkum og stór- stigum straumhvörfum á högum og lífi manna um allan heim. Þvíferþófjarri að allar tœkniframfarir og vísindaaf- rek Itafi fœrt mannkyni eintóma sœlu, blessun og frið. Með innreið atómald- arinnar hófst forspilið að ógnþrungn- asta tímaskeiði sögunnar — lokahel- förinni miklu. Geimöldin kom og máninn var sigraður og í dag lifum við upphaf tölvualdarinnar. Völvu- og tölvuspár Völvur og völvuspár hafa löngum þótt vinsæl fyrirbæri á íslandi og setja að jafnaði svip sinn á forsíður sumra tímarita og blaða um áramót. Hér verður öllum völvuspám gefið frí. Þar sem tölvuvæðingin ryður sér nú sem óðast til rúms í þjóðlífi okkar, er vel við hæfi að benda á merkilegan tölvuspádóm. Það eru ekki lengur svartsýnir prestar eða öfgafullir predikarar sem tala um endalok heimsmenningar- innar, heldur þekktir vísinda- og stjórnmálamenn. Þeir sem vita gerst og mest, eru hvað óttaslegnastir. Einn fremsti tölvusérfræðingur ver- aldar, bandaríski prófessorinn J. Forrestor, mataði tölvu sína fyrir rúmum 10 árum á upplýsingum er snertu náttúruauðlindir, náttúru- spjöll, tæknivæðingu, offjölgun, langlífi o.s.frv. Niðurstaða tölvunnar var á þá lund, að siðmenningin liði undir lok á nokkru skemmri tíma en einu kynslóðabili. Sjálf tölvan er býrjuð að spá heimsslitum og að okkar kynslóð sé hin síðasta! Tákn endalokanna og endurkoma Krísts Fyrir þúsundum ára spáði Biblían um tíma endalokanna. Þegar Biblían fjallar um tíma endalokanna, gefur hún hvorki rúm fyrir ótakmarkaða hjartsýni né vonlausa bölsýni. ”Gætið þess að skelfast ekki“, sagði Jesús. Til þess að skilja tákn tímanna er nauðsynlegt að tvennt komi til. í fyrsta lagi þurfum við að þekkja Fiblíuna og spádómsorð hennar, og í annan stað þurfum við að þ.ekkja samtíð okkar. í ljósi Biblíunnar boða tákn tím- anna endurkomu Jesú K.rists til þessarar jarðar, til að sækja söfnuð sinn, dæma heiminn og til að ríkja sem Konungur Konunga og Drott- inn Drottna. Á Olíufjallinu spurðu lærisveinarnir Jesú mjög mikilvægra spuminga: „Seg þú oss, hvencer verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?"1) Lærisveinarnir trúðu þeirri sann- reynd að Jesús mundi koma aftur. Nú vildu þeir vita hvenær það yrði. Þeir vildu líka fá að vita, hvort nokkur tákn færu á undan komu hans. Þeir vissu að Gamla-testa- mentið var fullt af táknum um fyrri komu hans, sem rættust öll út í ystu æsar. Jesús sagði lærisveinum sínum að það yrðu tákn, sem þeir gætu séð. Hann sagði að koma mundi fram kynslóð sem bæri viss sérkenni, er bentu til að endirinn væri í nánd. Jesús talaði um hóp einkenna þar sem öll táknin mættust í sömu kyn- slóð. Táknin voru: Villutrúarstefnur, styrjaldir, hungursneyð, náttúruhamfarir, lög- leysi og siðleysi, furðutákn á himni, endurreisn Israels. Nú kann einhver að segja að margt af þessu sé ekki nýtt. Stríð, hungur, náttúruhamfarir, siðleysi og villutrú hafi verið til staðar á öllum tímum. Það er rétt. En aðgætum þessi orð Jesú: „Allt þetta er upphaf fœðingarhríðanna“. Áður en kona elur barn hefur hún fæðingarhríðir. Sjálfir fæðingarverkirnir eru ekki einkenni þess að barnið sé komið að fæðingu. Það er aðeins þegar fæð- ingarhríðirnar verða tíðari og harð- ari, að móðirin veit að barnið er rétt ókomið í heiminn. Hér er kjarninn í merkingu þessara almennu tákna. Einungis þegar þessi tákn, þessar „fæðingarhríðir“, gerast tíðari og stórfenglegri megum við vita, að endalok tímanna standa fyrirdyrum. Trúarieg tákn Villutrúarkenningar af ýmsu tagi flæða yfir í samtíð okkar. Mikill meirihluti þessara villukenninga kom til sögunnar á þessari öld, eða þá skömmu fyrir síðustu aldamót. Hér á landi höfum við andatrú, ása- trú, Bahaitrú, guðspeki, Jehóvavotta, Moonista og jafnvel djöfladýrkend- ur. Jesús sagði: „ Varist að láta nokkurn leiðayður í villu. Margir munu koma i mínu nafni og segja: ‘Ég er Kristur’ og marga munu þeir leiða í villu“f) Á síðastliðnum 10 árurn hefur aragrúi falskrista og falsspámanna komið fram. Einn þeirra var Maharaj Ji frá Indlandi sem sagðist vera Kristur og sópaði að sér fjölda áhangenda. Hann nefndi sig gjarnan „Drottinn frá himni í 747 þotu“. Skuggalegasti falskristur sögunnar birtist á sjónarsviðinu fyrir fáeinum árum, í mynd séra Jim Jones. Ef þeir 900 karlar, konur og börn sem fórust við „dauðasakramenti" Jones í frumskógum Suður-Ameríku, hefðu vitað hvað Jesús sagði um falskrista, hefði mátt afstýra hinum hörmulegu örlögum þeirra. Eftir 1960 braust út mikil dulspeki og andatrúarvakning víða um heim sem hefur magnast allt til þessa dags. Hérlendis hefur andatrúarkuklið verið landlægt áratugunr saman og valdið mörgum ómældu andlegu tjóni og skaða. Á áttunda áratugnum hratt kvikmyndin „særingamaður- inn“, af stað nýrri stefnu í kvik- myndagerð þar sem fengist var við illa anda og djöflavald. Milljónir flykktust á þessar dulspeki- og hroll- vekjumyndir sem sumar hverjar hafa numið land hér á íslandi. Biblían heimfærir þessa dulspeki- og villu- trúarvakningu upp á okkar tíma sér- staklega, þegar hún segir: „Andinn segir berlega, að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni og gefa sig að villuöndum og lœrdómum illra anda“.3) Hallgrimur Guðmannsson cr for- slöðumaður starfs Hvitasunnumanna á Sdfossi. Hann hcfur sctið í ritncfnd Aftur- ddingar og Bania- blaðsins um árabil.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.