Afturelding - 01.01.1982, Page 6

Afturelding - 01.01.1982, Page 6
Hemaðartákn „Þér munuö spyrja hernað og ófriðartíðindisagði Jesús. Stríð og ófriður hafa fylgt þjóðum alla tið, en okkar öld slær öll fyrri met. Tvær heimsstyrjaldir dundu yfir mann- kynið og talið er, að um 100 milljónir manna hafi týnt lífi. Þegar þeim ófögnuði létti, árið 1945, gekk atóm- öldin í garð— öld óttans og kvíðans. Biblían spáði komu kjarnorku- sprengjunnar og gefur nákvæma lýs- ingu á henni með þessum orðum: „Blóð eld og reykjarmökk"; „frum- efnin sundurleysast í brennandi hita í kjölfar hennar fylgdi vetnis- og kobaltsprengjan og nú síðast heyrum við talað um nifteindasprengju. Þrátt fyrir allt friðarhjal og afvopnunar- ráðstefnur eykst vígbúnaðarkapp- hlaupið með geigvænlegum hraða. Varið er gífurlegum fjárupphæðum til smíða gereyðingarvopna bæði í Vestri og Austri. Talið er að Rússar verji allt að helmingi hærri fjárupp- hæð til hermála en Bandaríkin. Á meðan háþróuð morðtól og vítisvélar hrannast upp, berast nærri daglega fréttir af nýjum byltingum, skæruhernaði, herlögum og vopna- braki. Við erum kannski búin að gleyma því, að heimurinn rambaði á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar í októbermánuði 1973, í stríði fsraels- manna og Araba. Sovétmenn höfðu í hyggju að senda 50.000 manna herlið til Mið-Austurlanda, en Bandaríkin svöruðu með því að skipa öllum herjum sínum í viðbragðsstöðu. Heimurinn allur stefnir á fleygiferð til úrslitastyrjaldar sem Biblían nefnir „Orrustuna á Harmagedón Tákn hungurvofunnar „Þá verður hungur“, sagði Jesús. Það var eitt þeirra tákna sem áttu að einkenna síðustu tíma. Hungurvofan hefur að vísu komið við í ýmsum löndum fyrr á tímum um lengri eða skemmri tíma, en á þessari öld hefur hún aldrei vikið á braut. Aldamóta- árið 1900 urðu 5 milljónir Indverja hungurmorða og síðan hefur hung- urvofan verið þar lahdlæg. Ótaldar milljónir hafa orðið henni að bráð. f Kína var óslitin hungursneyð í 30—40 ár. Á árunum 1921 og 1932—33 gengu skelfilegar hungurs- neyðar yfir Rússland og álitið er, að milli 17—20 milljónir manna hafi farist. Hungursneyðarbylgjan, sem var einn fylgifiska seinni heimsstyrj- aldarinnar, var bara forspilið að því stöðuga hungri sem ríkir í heimi nú- tímans. Margir sérfræðingar segja að öld hungurvofunnar hafi byrjað með ár- inu 1974. Þá varð óskaplegur matar- skortur í mörgum löndum Afríku og Asíu. Þrátt fyrir neyðarsendingar sultu milljónir í hel, vegna þess að þær bárust þeim ekki í tæka tið. Ástandið í Kambódíu 1979 var þó enn verra er hundruðir þúsunda liðu hungurdauða, sökum þess, að stjórnvöld neituðu að dreifa mat- vælum til þeirra af „stjórnmálaleg- um ástæðum". Sérfróðir menn telja að þrátt fyrir aukna landbúnaðarframleiðslu, geti ekkert komið í veg fyrir enn víðtæk- ari hungursneyð í þriðja heiminum. Hungur er tímanna tákn. Tákn í náttúrunni „Þá verða landskjálftar á ýmsum stöðum", sagði Jesús í Markúsar- guðspjalli; 13:8. Við íslendingar bú- um í jarðskjálftalandi og þetta tákn tímanna ætti að hreyfa við okkur. f gegnum tíðina hafa orðið margir stórir jarðskjálftar, en samkvæmt furðulega vel varðveittum heimild- um, var tíðni þeirra lág. Á tólftu öld urðu t.d. aðeins 84 skjálftar en á þeirri átjándu voru þeir 640, og á nítjándu öld urðu þeir 2219 að tölu. Á okkar öld hinsvegar hefur tíðni þeirra aldrei verið meiri. Staðreynd- in er sú, að tíðni jarðskjálfta hefur tvöfaldast með hverjum áratug frá 1950. Og hvað ætli þeir séu orðnir margir skjálf.tarnir hér á íslandi síð- astliðinn áratug? Áætlað er að 625,700 manns hafi farist í jarðskjálftum frá árinu 1905—1975. En á aðeins sjö mán- uðum 1976, týndu 1,625,700 manns lífi í jarðskjálftum. Þessar tölur eru byggðar á skýrslum frá Athugunar- stöðinni í Strassburg. Annað tákn í náttúrunni eru hinar óvenjulegu veðurfarsbreytingar sem orðið hafa á undanförnum árum víða um heim, vetrarhörkur í Evrópu og Norður- Ameríku og gífurlegir þurrkar og hallæri í þriðja heiminum. Náttúru- hamfarireru tímanna tákn. Siðferðileg tákn „Og vegna pess að lögleysi magn- ast, mun kœrleikurflestra kólna“fl Frá því að fyrsti maðurinn braut lög Guðs, hefur syndin fylgt mannkyn- inu eins og skuggi. Biblían spáði fyrir að það sem einkenndi síðustu tíma, yrði hömlulaust lögleysi og guðleysi sem flæddi yfir heiminn. Hvert sem litið er, blasir þetta við í samtíð okk- ar. Afbrota- og glæpafaraldur hvers- konar í ótal myndum hefur lirað- vaxið hin síðari ár, í öllum löndum. Við lesum og heyrum nær daglega um mannrán, hryðjuverk, nauðg- anir, fjársvik og þjófnaði. „Það koma hrœðilegir timar á síðustu dögum“, segir í ensku Biblíunni NIV í 2. Tímóteusarbréfi; 3:1. Guðleysið í nútímanum er hróp- legt og yfirþyrmandi líkt og var á dögum Nóa, Sódómu og Gómorru, eða öllu verra. Eitt gleggsta dæmi þess eru fóstureyðingarnar. Alda- gömul viðtekin siðgæðisviðhorf á helgi mannlífsins, byggð á grunni Biblíunnar, eru fótum troðin og einskis virt. í augum Guðs er mann- lífið heilagt því maðurinn er skap- aður í mynd Guðs. Guð segir: „Þú skalt ekki morð fremja". Fósturdráp er svívirðilegt athæfi og alvarleg synd í augum Guðs, sem er höfundur lífs- ins. Nær 2 milljónir fóstureyðinga eru framkvæmdar árlega í Bandaríkj- unum. Löngu áður en Hitler komst til valda, voru um 1 milljón fóstur- eyðinga gerðar árlega í Þýskalandi. Þær ruddu brautina fyrir helför Gyðinga. Fyrir 10 árum var áætlað að 30 milljón fóstur væru árlega drepin í heiminum. Hérlendis hefur fóstureyðingum stórlega fjölgað frá 1975, og voru 513 árið 1980. Dómur

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.