Afturelding - 01.01.1982, Blaðsíða 7
Guðs mun hremma okkur ef við
gerum ekki iðrun. Lögleysið og guð-
leysið er tímanna tákn.
Tákn á himni
Eitt af því sem á að einkenna síð-
ustu tíma er það sem Jesús kallar:
„Tákn mikil á himni“.bl Fljúgandi
furðuhlutir sem á alþjóðamáli eru
kallaðir UFO, hafa lengi valdið vís-
indamönnum höfuðverkjum. Þeir
eru eitthvert dularfyllsta fyrirbæri í
mannkynssögunni. Mest tók að bera
á þeim eftir seinni heimsstyrjöld og í
dag hafa þeir verið séðir, af þúsund-
um manna um allan heim. Meðal
sjónarvotta eru flugmenn, vísinda-
menn og embættismenn, og ljós-
myndir hafa verið teknar af þessum
furðuhlutum. Tilvera þeirra er stað-
reynd.
Vinsælasta kenningin um uppruna
UFO er, að hér séu á ferð háþróaðar
geimverurfrá öðrum hnöttum. Allar
lýsingar manna á kynnum þeirra við
geimverur þessar, bera þess ótvíræð
merki að hér sé um að ræða það sem
Biblían kallar: „Lygalákn og unclur“,
sem Satan stendur á bak við. Dul-
hyggj u- og andatrúarbrask sem jafn-
an tengist UFO, staðfestir þessa
niðurstöðu.
Jesús talaði líka um „ógnir á
himni". Þeir gervihnettir stórveld-
anna sem sveima umhverfis jörðina,
hlaðnir nýja leysigeisla-vopninu
sgilega, eða öðrum gereyðingar-
v°pnum, eru sannarlega „ógnir á
himni". Þetta eru vissulega tímanna
tákn sem boða komu Krists.
Ísraelsríki —
Tímanna tákn
„Nemið Ukinguna af fíkjutrénu.
Þegar greinar þess fara að mýkjast og
laufið að springa út, þá vitið þér, að
sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita,
þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í
nánd, fyrir dyrum “.7)
„Fíkjutréð" er almennt talið tákna
*srael. Brennidepill Biblíuspádóma
er Israelsríki — spádómsklukka
Guðs. Endurreisn Ísraelsríkis 1948,
er stærsta táknið um síðustu tíma og
endurkomu Krists. Hér er tákn sem
aldrei hefur verið til staðar í allri
sögunni. Það hefur verið fyrir augum
okkar í 34 ár. „Þegar Drottinn
endurreisir Síon hirtist hann í dýrð
sinni".8)
Gyðingamir höfðu verið land-
lausir í 19 aldir, dreifðir út um allan
heim, en Guð hafði heitið því að
leiða þá heim í land sitt við lok tím-
anna. „Á þeim tíma skal ég leiða yður
heim, og það á þeim tíma er ég smala
yður saman. Því ég skal gjöra yður
nafnkunna ogfrœga meðalallra þjóða
jarðarinnar, þá er ég sný við högum
yðar i augsýn yðar segir Drott-
inn “ýi
Tæplega líður sá dagur að ekki sé
talað um Israel í fréttum. Allur
heimurinn fylgist með framvindu
mála fyrir Miðjarðarhafsbotni.
Þar er púðurtunna heimsins. Smá-
ríkið Israel hefur átt í fjórum styrj-
öldum við margfalt ofurefli og alltaf
farið með sigur af hólmi. í Yom
Kippur-stríðinu 1973 þegar lá við
ósigri ísraelsmanna, ætluðu þeir að
grípa til kjarnorkuvopna. Til þess
kom ekki því „Drottinn barðist fyrir
ísrael". Öll saga Gyðinga gegnum
aldanna rás er ein samfelld krafta-
verkasaga sem nær hátindi á okkar
tímum, með Ísraelsríki. Faraó gat
ekki drekkt þeim, eldofn
Nebúkadnesars beit ekki á þá, gálgi
Hamans vann ekki á þeim og gas-
klefar Hitlers gátu ekki útrýmt þeim.
Ef við berum ekki kennsl á þetta
mesta tímanna tákn, göngum við
með lokuð augu.
Við eigum enn eftir að heyra mikil
og stór tíðindi frá ísrael og
Mið-Austurlöndum. Þar hófst saga
mannkynsins og þar mun hún verða
til lykta leidd með endurkomu Jesú
Krists. Jesús sagði: „Ég hef sagtyður
allt fyrir. . . það sem ég segi yður, það
segiégöllum: Vakið!“
Hallgr. S. Guðmannsson
1) Matteus, 24:3. 2) Mattcus, 24:4. 3) 1.
Tímoteusarbréf, 4:1. 4) Opinbcrun Jóhan-
nesar, 16; 14—16. 5) Matteus, 24:12. 6) Lúkas,
21:11.7) Matteus, 24:32, 33. 8) Sálmur 102:16,
ensk þýðing. 9) Sefanía, 3:20.
n
Var
það
aðvörun?
Fyrir um það bil átta árum síðan
dreymdi mig draum. Hefir draum-
urinn orðið mér mikið umhugsunar-
efni. Mér fannst ég vera stödd útivið,
ásamt fleira fólki. Mér var litið til
lofts. Var þá grátt ský á lofti, undar-
legt að lögun. Líktist skýið manns-
andliti. Eftir þvt sem ég horfi lengur
á skýið varð mynd þess skírari. Að
lokum sá ég að þama birtist ásýnd
Jesú Krists. Þetta var greinilegt. Allt í
einu tók Jesús að tala til okkar. Ekki
voru það mörg orð, heldur ein stutt
setning, að mér fannst. Ekki skildi ég
orðin, né efni þeirra. Raustin var
mjög sterk og yfirþyrmandi. Fannst
mér hún hlyti að heyrast um alla
jörð. Ég skelfdist við. Draumurinn
varð ekki lengri, en mikið umhugs-
unarefni. Ef til vill felst í efni
draumsins mikil viðvörun til okkar
allra á íslandi og jafnvel fleiri þjóða.
Kristnu siðgæði hefir hrakað mikið
víða um heim. Einnig hjá okkar þjóð.
Við þurfum sterka og lifandi trúar-
vakningu, til að vinna á móti þeim
vondu öflum, sem þrengja sér inn i
þjóðfélag okkar.
Að lokum leyfi ég mér að birta
örfá orð úr ræðu Sigurbjöms Einars-
sonar biskups, er hann flutti á
prestastefnu árið 1981:
,JEtljörð vor er ekki og getur
ekki orðið varin og óhult hiðytra fyrir
ólagastraumum og illviðrum sem
mannkyn magnar að sér, en þjóðin
getur varið sál sina. “
Guð gefi að svo megi verða.
Ragnheiður Guðmundsdóttir