Afturelding - 01.01.1982, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.01.1982, Blaðsíða 10
Þrengingin mikla Guð kemur í veg okkar mann- anna á margan og næstum undarlegan hátt. Stundum með undursamlegri náð, en stundum með refsidómum, sem ganga yfir jarðarbúa. En allt á sér þann til- gang að fá mennina, ef mögulegt væri, til þess að beygja sig fyrir Guði og opna hjörtu sín fyrir hjálpræðinu í Jesú Kristi. Það fyrsta sem ég vildi vekja athygli ykkar á, er að ritningin talar um mikla þrengingu, hörm- ungartíð, sem ekki á sinn líka, hvorki fyrr né síðar. Eins og náðarárGuðskom með Kristi,og hefur staðið í nær tvö þúsund ár, svo mun einnig dagur þrengingar og reiði koma yfir þjóðirnar sem hafna náðarboðskap Drottins. Biblían nefnir þennan tíma reynslustund sem koma muni yfir alla heimsbyggðina, til að reyna þá sem á jörðinni búa (Opinber- unarbókin, 3:10). Þetta verður átakanlegt tímabil en skamm- vinnt, tímabil þrengingar, sem ekki á sinn líka, reynslustund, meiri en nokkur önnur, sem yfir jarðarbúa hefur komið. Þá mun reiði Guðs opinberast yfir óguð- leika og rangsleitni og vonska mannanna þeim í koll koma. Allar blóðskuldir mannanna munu upp gerðar verða og þeir sem áfram vilja lifa í synd fá sinn dóm. Hvenær hefst þetta tímabil? Þrengingin mikla hefst ekki fyrr en Kristur hefur tekið sitt fólk til sín, en þá hefst hún líka strax. Þrenging þessi varir frá því Jesús tekur brúði sína, þar til er Hann stígur niður á Olíufjallið með sínum heilögu. Þá mun Hann binda enda á þetta andkristilega tímabii (Sakaría, 14. kap.). Samkvæmt Daníelsbók, 9. kap. og 27. versi virðist þetta tímabil ná yfir 7 ár, angistartími, sem gyðingarnir munu ganga gegnum (Jeremía, 30:7) en ei söfnuður Krists. Seinni hluti þessa þrengingartímabils, þ.e.a.s. fjörutíu og tveir mánuðireða þrjú og hálft ár (sbr. Opinberunar- bókinni 11:2 og 13:5) mun verða skelfilegur. Þá mun and-Kristur rjúfa sáttmála sinn við gyðingana og koma fram sem Guð og krefj- ast tilbeiðslu sem slíkur (II Þessaloníkubréf, 2:4). Hann sest í musteri Guðs, sem viðurstyggð eyðingarinnar (Daníelsbók, 9:27 og Matteus 24:15—16). Það ríkir ógnartíð ólík öllum öðrum tíma- bilum sögunnar (Opinberunar- bókin 6 —19. kap.). Gyðingarnir munu lenda í eldi reynslunnarog tveir þriðju hlutar þeirra láta lífið í þessum ægilega hildarleik (sjá Sakaría, 13:8-9). En sjálfur Guð mun ganga inn í rás atburðanna og stytta þessa daga, annars kæmist enginn maður af (Matt- eus, 24:22). Okkur ber því að leita Drottins meðan Hann er að finna. Nú er mjög hagkvæm tíð, sjá nú er hjálpræðisdagur. Jesús elskar þig og þráir að gjörast frelsari þinn. Hver eru viðbrögð þín? Jóhann Pálsson. Jóhann Pálsson cr fymim forstöóumaóur Hvitasunnusafnaðaríns á Akureyri, en er nú starfsmaður Samhjálp- ar Hvítasunnumanna í Hlaðgerðarkoti, Mos- fellssveit.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.