Afturelding - 01.01.1982, Blaðsíða 16
„Tak því vel eftir orðinu og gef
gcetur að vitraninni:
Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð
þínum og þinni heilögu horg tilþessað
drýgja glæpinn til fulls og fylla mœli
syndanna og til þess að friðþœgja fyrir
misgjörðina og leiða fram eilíft rétt-
\lceti, til þess að innsigla vitrun og spá-
mann og vígja hið háheilaga.
Vit því og hygg að: Frá því, er orðið
um endurreisn Jerúsalem út gekk, til
hins smurða höfðingja, eru sjö sjö-
undir, og í sextíu og tvœr sjöundir
skulu torg hennar og strœti endurreisl
verða, þó að þrengingartímar séu. Og
eftir þœr sextíu og tvœr sjöundir mun
hinn smurði afmáður verða, og hann
mun ekkert eiga, og horgina og helgi-
dóminn mun eyða þjóð höfðingja
nokkurs, sem koma á, en hann mun
farast í refsidómsflóðinu, og allt til
enda mun ófriður haldast við og sú
eyðing, sem fastráðin er. Og hann
mun gjöra fastan sáttmála við marga
um eina sjöund, og um miðja sjöund-
ina mun hann afnema sláturfórn og
matfórn, og á vængjum viðurstyggð-
arinnar mun eyðandinn koma, en eftir
það mun gjöreyðing, og hún fastráðin,
steypastyfir eyðandann.
Þeim sem les þennan spádóm
verður Ijóst, að Jerúsalem og þar með
talinn ísraelslýður, er klukka Guðs.
Tíminn er sjötíu sjöundir. Sá tími
leiðir hugann að atburði þeim sem
greint er frá í Matteusarguðspjalli,
18:22, þegar lærisveinarnir komu til
Jesú og spurðu hann hversu oft menn
ættu að fyrirgefa meðbróður sínum.
„Sjötíu sinnum sjö“, sagði Jesús.
Sjötíu sjöundir eru með öðrum orð-
um fyrirgefningar- og langlyndistala
Guðs.
Spádómnum er skipt í 3 tímabil
eða kafla, sem afmarkast ekki af
árum, heldur atburðum. Slíkt er afar
Glsli Óskarsson lauk
prófi frá Kennaraskóla
íslands 1971, stundaði
síðan framhaldsnám
við Kennaraskólann í
Kaupmannahöfn og er
nú kcnnari við fram-
haldsskólana i Vest-
mannaeyjum.
viturlegt og sýnir glöggt hvað orð
Guðs er nájcvæmt og öruggt. Menn
styðjast við mismunandi tímatöl hér
á jörðu; sem dæmi má nefna að við
kristnir menn teljum árið í ár, 1982
eftir Krists burð, músilmenn telja
sama ár vera 1360 og búddatrúar-
menn árið 2675 eftir Búdda. Af
framanskrifuðu má það vera ljóst, að
lítið samræmi er í tímatalinu og ár og
dagsetning er ónákvæm þegar sagt er
fyrir um framtíðina. Þá er nákvæm-
ast að geta atburða eða atburðarrás-
ar.
Lítum nánar á spádóminn sjálfan
og tímabil hans.
A. Sjö sjöundir. Þetta er tímabil I
og fjallar um endurreisn Jerúsalem.
Sú endurreisn átti sér stað á árabilinu
445—396 fyrir Krists burð og fólst
hún I viðgerð múranna og sjálfra
borgarbygginganna. Árafjöldi þessa
tímabils er 49 ár. Sjö sjöundir tákna
með öðrum orðum 49 ár og er sjö-
undin því jafngild 7 árum.
B. Sextíu og tvær sjöundir. Eftir
þessar sextíu og tvær sjöundir, (434
ár) átti hinn smurði (Messías) að
verða afmáður og Jerúsalem og
helgidómnum eytt. Þetta stóðst
einnig. Jesús var krossfestur árið
30—33 e.Kr. og Jerúsalem og helgi-
dóminum eitt af Rómverjum árið 70
e.Kr. Hershöfðingi Rómverja var
Títus, síðar keisari.
C. Ein sjöund. Þetta eina tímabil er
ókomið. Persóna sú sem tímabilið er
kennt við verður rómversk og kjarni
rómverska heimsveldisins sem var, er
í dag Ítalía. B-hluti spádómsins
rennir stoðum undir þetta, en þar
segir: „Jerúsalem og helgidóminn
mun eyða þjóð höfðingja nokkurs
sem koma á .. ,“2 Þessi höfðingi er
oftlega nefndur anti-Kristur. Höfð-
ingdómur hans verður fjörbrot þess
mannfélags er nú ríkir á jörðinni.
Hámark fjörbrotanna verður gífur-
leg styrjöld og náttúruhamfarir, ofl
nefnt Harmageddon, eða þrengingin
mikla I viðari merkingu.
Drögum spádómsorðið saman í
mynd:
49 ár H-
mrn.
434 ár
Eridurreisn
Jerúsalem,
445—396f.Kr.
Jesús kross-
festur, 30—33
e.Kr. og stígur
upp til himins.
Jerúsalem eytt
af Rómverjum,
árið 70 e.Kr.
Tímabil anti-Krists
og Harmageddon.
Endurkoma Krists.
t