Afturelding - 01.01.1982, Side 18

Afturelding - 01.01.1982, Side 18
Því kemur sá tími, að Drottinn mun ekki lengur halda aftur af for- herðingunni og lögleysinu og leyfa mannkyninu að fara þann veg sem það hefir kosið sér — og vegur þess endar í vegleysu. Þá rata menn frá einni plágu til annarrar, andlegrar og efnislegrar. Plágur þessar ná há- marki sínu á síðustu veldisárum „veraldareinræðisherrans", anti- Krists. Hvernig mun mannkyninu reiða af? Látum orð Guðs tala: . . Og altar eyjar hurfu og fjöllin voru ekki lengur til. Og stórt hagl, vœttarþungt (50 kg), fellur niður af himni yfir mennina; og menn last- mœltu Guði fyrir haglpláguna, því tnjög svo mikil er plágan af því. “5 — „Þessvegna verða allar hendur lé- magna og sérhvert mannshjarta bráðnar, þeir skelfast, harmkvceli og þrautir gagntaka þá; þeir hafa hrtðir eins og jóðsjúk kona, angistarfullir stara þeir hver á annan, andlit þeirra eru sem eldslogi. Sjá dagur Drottins kemur, grimmilegur með heift og brennandi reiði til að gjöra jörðina að -auðn og afmá syndarana af henni. Því stjörnur himinsins og stjörnumerkin láta eigi Ijós sitt skína. Sólin ermyrk I uppgöngu sinni og tunglið ber eigi birtu sína. “6 — „Og þetta mun verða plágan, sem Drottinn mun láta ganga yfir allar þœr þjóðir sem fóru herför gegn Jerú- salem: Hann mun láta hold þeirra uppþorna meðan þeir enn standa á fótum; augu þeirra munu hjaðna I augnatóttunum og tungan visna I munninum(Lesaranum er bent á að lesa allan kaflann.) — „Og ég sá engil sem stóð á sólunni og hann hrópaði hárri röddu og sagði til allra fuglanna sem flugu um mið- himininn: ‘Komið safnist saman til hinnar miklu kveldtnáltiðar Guðs, til þess að eta hold konunga og hold her- sveitarforingja og hold kappa og hold hesta og þeirra er á þeim sitja, og hold allra, bœði frjálsra og ófrjálsra og smárra og stórra. ’ Og ég sá dýrið og konunga jarðar- innar og hersveitir þeirra safnaðar saman, til að heyja stríð við þann sem á hestinum sat og við herlið hans. Og dýrið var handtekið og falsspámaður- inn sem táknin gerði i augsýn þess, en með þeim leiddi hann afvega þá, sem tekið höfðu við merki dýrsins og þá sem tilbeðið höfðu likneski þess: Báðum þeim var kastað lifandi í elds- díkið sem logar af brennisteini. Og hinir voru drepnir með sverðiþess, erá hestinum sat, sverðinu, sem út gekk af munni hans, og allirfuglarnir söddust af hrœjum þeirra. “8 ■— „Ég vil láta menn verða sjaldgœf- ari en skíragull og mannfólkið tor- gætara en ófírgull. “9 Þetta er dökkt útlit. Jesús staðfestir það, að einhverjir munu komast af og hvers vegna, þegar hann segir: „Þvíað þá mun verða svo mikil þrenging, að engin hefir þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa, né heldur mun verða. Og ef þessir dagar yrðu ekki styttir, kœmist enginn maður af en sakir hinna útvöldu munu þessir dagar verða styttir. Samkvæmt framanskrifuðu er Ijóst, orð Guðs staðfestir það, að Harmageddon-tímabilið er uppskera þeirra kynslóðar sem rak Guð burt, - og Guð fór burt. Þetta tímabil verður slíkur voðatími, að vart er hægt að gera sér hann I hugarlund. Aðeins fáeinir munu lifa tímann af. Milljarðar manna eru dánir — horfnir burt af landi lifenda! Hvenær gerist þetta? 1 dag, árið 1982 e.Kr. er Ijóst, að ýmsir þeir hlutir hafa komið fram og eru staðreyndir sem vera skyldu undanfari ríkis anti-Krists, eða dýrs- ins eins og hann er nefndur í Opin- berunarbókinni, og þar með þreng- ingarinnar miklu og Harmageddon- stríðsins. Augljósasti atburðurinn og stærsti er stofnun Ísraelsríkis og endurheimt Jerúsalem. Þetta er sú klukka Guðs sem gellur hæst í dag. Þurfa menn ekki lengi að hlusta á fréttir fjöl- Jcrúsalem. miðla, eða lesa greinar blaða til að skilja við hvað er átt. í dag er ljóst, að hinn pólitíski heimur stendur frammi fyrir stór- kostlegum breytingum og eru þær þegar hafnar. Þessi byrjun er endur- reisn gamla rómverska ríkisins í formi Efnahagsbandalags Evrópu. Það má og telja víst að Arababanda- lagið komi fyrr en síðar inn í mynd- ina sem náinn bandamaður Efna- hagsbandalagsins, raunverulegir friðarsamningar við ísrael krefjast þeirrar forsendu. Nú er svo komið, að stórveldin, Sovétríkin og Bandaríki Norður- Ameríku verða að taka fullt tillit til Efnahagsbandalagsins og það á jafnréttisgrundvelli. Rétt er að benda á, að innan Efnahagsbandalagsríkj- anna er risin upp ákaflega sterk fjöldahreyfing. Þessi hreyfing hefur sterk áhrif á almenning og ríkis- stjórnir í Evrópu. Það sem vekur mesta athygli er, að hreyfing þessi er sem höfuðlaus her, þ.e. friðarhreyf- ingin hefirengan opinberan foringja. Virðist sem hér sé verið að undirbúa jarðveginn fyrir sterkan, sameinandi, evrópskan foringja, •— anti-Krist. Þegar Opinberunarbókin er lesin rekast menn fljótt á plágukaflana (6. kap. — 16. kap.) sem skiptast í 3 höfuðþætti: innsigli, básúnur og reiði-skálar. Byrjun þrengingarinnar er rof innsigla. Þegar sá kafli (6) er lesinn er vert að hafa eftirtalin atriði I huga:

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.