Afturelding - 01.01.1982, Side 20
Ljósmynd: Gunnar V. Andrésson
í þessu blaði gefur að lesa um
ýmsar ógnir og erfiðleika, sem
biblíuspámenn sögðu að koma
skyldu yfir heimsbyggðina. Á ár-
um áður, þegar kristnir kenni-
menn brydduðu upp á spásögn-
um Biblíunnar um hallæri,
þrengingar og heimsendi, voru
þeir hafðir að skotspæni spottara.
Þeir voru kailaðir ofstækismenn
og jafnvel brennisteinsprédikar-
ar.
Nú er öldin okkur. Reyndar
hefur lítið fjölgað þeim kristnu
kennimönnum, sem leggja
áherslu á síðustu tíma í boðun
sinni. En stjómmálamenn, vís-
indamenn og framtíðarfræðingar
ýmsir, vara opinskátt við að-
steðjandi ógnum, sem geta leitt til
heimsendis, — fyri rvaralítið.
Almenningur skynjar hverful-
leika þeirrar heimsmyndar, sem
við búum við, og stendur magn-
þrota gagnvart vandanum. Efna-
hagslífið riðar á ótraustum fót-
um, atvinnuleysi vex, verðbólgan
geysar. Náttúruauðlindir ganga
til þurrðar vegna sóunar. Meng-
unin vex í lofti, á láði, í legi.
Þjóðfélagsleg upplausn og ólga
hvarvetna. Viðsjár aukast. Við
búum í skugga sprengjunnar.
Bilið milli fátækra og ríkra
breikkar. Virðing fyrir lífinu
þverr, fóstureyðingar eru stund-
aðar í stórum stíl og líknarmorð
næst á dagskrá. Hvar endar
þetta?
Viðbrögð fólks, í þeim löndum
þar sem tjáningarfrelsi er nokk-
uð, lýsa djúpstæðum ótta. í vetur
hafa friðarhreyfingar vakið at-
hygli fréttamiðla og mikið er tal-
að um nauðsyn á friði. Fólk óttast
ófrið. Fólk óttast kvalir og hörm-
ungar styrjalda. Fólk óttast ást-
vinamissi. Mönnum stendur ógn
af þeim möguleikum að í stund-
aræði verði að engu gert starf
allra kynslóða. Fólk óttast ger-
eyðinguna og það óttast dauð-
ann.
í dag hljóma slagorð eins og:
„Betri rauður, en dauður“;
„Betri virkur í dag, en geisla-
virkur á morgun.“ Við skynjum
að uppgjörið mikla, endirinn
færist nær.
Biblían spáir heimsendi og
Jesús Kristur talaði við læri-
sveina sína um hörmungar þær
sem færu á undan.
Eitt af táknunum, sem hann
talaði um, er óttinn. „Menn
munu gefa upp öndina af ótta og
kvíða fyrir því, er koma mun yfir
heimsbyggðina, því kraftar
himnanna munu bifast."1
Guðni Einursson cr
framkvæmdastjórí
Blaða- og bókaútgáf-
unnar, og hcfur gcgnt
því starfi frá því í
fcbrúar, 1978.