Afturelding - 01.01.1982, Side 23
skírdag og föstudaginn langa. Nú var
samviskan vöknuð og andleg og lík-
amleg líðan mjög slæm. Þennan dag
var ég svo niðurbrotinn að ég gleymi
því seint.
Tveir vinnufélaga minna höfðu
hvatt mig til að koma á samkomur,
sem Hvítasunnumenn héldu í Iðnó
um páskana. Ég ákvað að fara á
páskadag, ásamt kunningja mínum.
Við settumst inn í miðja röð um
miðjan sal. Fólkið á sviðinu vakti
strax athygli mína. Mér þótti það svo
innilega glatt og hamingjusamt. Ég
hreint öfundaði það. í lok samkom-
unnar var fólki boðið til fyrirbænar
upp að sviðinu. Margir krupu til
hæna í sætaröðunum. Ég hugsaði
með mér að mér væri ekki vandara
um en öðrum að krjúpa til bæna. Þar
sem ég kraup við bekkinn hugsaði ég
með mér: Guð minn, mikið vildi ég
eiga það, sem þetta fólk á.
Þegar ég stóð upp frá bæninni
fann ég að ég var umbreyttur maður.
Allt var nýtt. Guð hafði gefið mér
það sem ég þráði. Það var engin
blekking, heldur Guðs náð.
Þegar við komum út af samkom-
unni og gengum heim á leið stakk
það mig að heyra fólk nota blótsyrði.
Þó hafði ég blótað sjálfur allt fram að
þessari samkomu.
Mér leið svo vel, breytingin var svo
algjör. Um leið og heim kom og ég
hitti konuna mína, sagði ég: „Nú
drekk ég ekki meir.“ Hún trúði því
mátulega, hafði oftar heyrt eitthvað
svipuð loforð. En svo tók hún eftir
breytingunni, sem orðin var á mér.
Vínlöngunin var horfin!
Sjálf var konan mín ekki sérlega
spennt fyrir trúmálum og aldrei vildi
hún neitt með andatrúna hafa. En
hún fór með mér á samkomu. Þá var
vakningarvika og töluðu þeir Kon-
ráð heitinn Þorsteinsson og Magnús
Guðnason í Kirkjulækjarkoti. Eftir
samkomuna spurði ég: „Hvað finnst
þér?“ „Ég kem aftur“, var svarið.
Hún kom aftur og frelsaðist.
Við þessi umskipti gerbreyttist
heimilislífið og heimilishagurinn. Nú
fór heimilið að njóta þess, sem ég
vann fyrir. Vínið var úr sögunni.
Þegar ég frelsaðist áttum við
heima í bragga. Eftir að umskiptin
urðu eignuðumst við ágætis hús og
þannig blessaði Guð allan okkar hag.
Allt gekk eins og í sögu, gleði og
friður ríkti í heimilinu.
Gömlu félagarnir tóku vel eftir
þessari breytingu. Þeir töldu mig
hafa klikkast. Einn gamall drykkju-
félagi hitti mig og bauð á fyllerí. Ég
afþakkaði boðið og vitnaði fyrir
honum. Þá sagði hann:
„Þetta stendur nú ekki lengi hjá
þér, við eigum eftir að fá okkur í glas
í Vetrargarðinum. Þá lagastu aftur.“
Ég svaraði:
„Sé ég klikkaður, þá vil ég ekki
verða heilbrigður aftur!“
Það var lítill söknuður í þeim fé-
lagsskap, sem einkum miðaðist að
því að fá mann til að veita vín.
Við hjónin létum bæði skírast
Framhald á bls. 30