Afturelding - 01.01.1982, Qupperneq 27

Afturelding - 01.01.1982, Qupperneq 27
:fiÉTTlR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR Ýmsir krislnir hópar í Noregi undirbúa þátttöku í svæðaútvarpi, eða hafa þegar hafið útsendingar. Nýja ríkisstjómin hef- ur aflétt hömlum á útvarpsstarfsemi að vissu leyti. Alls hafa 200 hópar og hags- utunasamtök óskað eftir leyfi til útvarps- sendinga. Samhliða þessari nýju skipan mála vinnur norska ríkisútvarpið að opnun uýrrar útvarpsrásar, sem einnig verður uýtt fyrir svæðaútvarp. Norska þjóðkirkjan hefur lítinn áhuga á þessum nýju möguleikum og telur hag sinum vel borgið í ríkisútvarpinu. En ýmsir áhugahópar innan kirkjunnar og frikirkjur vinna að þátttöku í svæðaút- varpinu. Þrátt fyrir að einnig séu möguleikar á ffjálsum sjónvarpssendingum, velja flestir útvarpið til að byrja með. EH 782 Stjóm marxista í Eþíopíu vinnur að út- tymingu kristni í landinu. Nýlega voru aðalstöðvar Evangelísku kirkjunnar teknar eignamámi. Þessi kirkjudeild telur 500.000 meðlimi. Yfirmönnum kirkjunn- ar var skipað að rýma sex hæða bygging- una. Þessi kirkjudeild rekur sögu sína til kristniboðsstarfs á 19. öld. Hún hefur rekið sex sjúkrahús, 30 heilsugæslustöðv- ah 18.000 lestrarskóla auk bama- og unglingaskóla. CAW 382 Cameron Townsend, stofnandi ^ycliffe Biblíuþýðingafélagsins, var s*mdur æðstu orðu, sem Perú veitir út- lendingum. Orðan „E1 Sol del Peru“ (Sól Perú) var afhent í Lima af forseta landsins Eernando Belaunde Terry, í upphafi 35. starfsárs Wycliffe Bibliuþýðingafélagsins i Perú. CAW 382 Eranskir sjónvarpsáhorfendur hafa aldrei litið evangelíska dagskrá í þrjátíu ara útsendingarsögu franska sjónvarps- tns. Mitterand forseti hefur nú heitið hfeytingum í útvarps- og sjónvarpsmál- um og í kjölfar þess opnast nýir mögu- etkar fyrir evangelíska, sem og aðra, til utscndinga sjónvarps- og útvarpsefnis. rá því nýja ríkisstjómin tók til starfa aia yfir 300 útvarpsstöðvar hafið út- ^endingar. Evangelískir hugsa sér til feyfings á þessu sviði og undirbúa nú sJ°nvarpsútsendingar af kappi. CAW 382 Sameinuðu þjóðimar hafa samþykkt yfirlýsingu um frelsi til átrúnaðar og trúariðkana. Það tók 20 ár að gera yfir- lýsinguna, sem er í 8 liðum. Yfirlýstur er réttur einstaklingsins „til að stunda átrúnað sinn eða trúarbrögð í tilbeiðslu, trúrækni, iðkun og boðun“, svo fremi að ekki hindri skyldur hins opinbera til að tryggja almannaöryggi, almenna reglu, heilbrigði og siðferði, eða grundvallar- mannréttindi annarra. Því opinbera er skylt að vinna gegn manngreinaráliti vegna trúarbragða eða átrúnaðar „á öll- um sviðum borgaralegs, efnahagslegs, stjómmálalegs, félagslegs og menningar- legs lífs.“ CT 282 Evangelískir hópar í sænsku þjóðkirkj- unni eru nú að safnast í hópa eða sér- stakar deildir innan biskupsdæmanna. Tveir hópar, í Halmstad og Smálöndum, skildu sig frá i fyrra. Djákni annars hóps- ins, Dag Sandahl, segir að um leið og fjögur til fimnt umdæmi séu mynduð, þá muni þau sameinast í nýrri kirkjudeild. Báðir hóparnir hvetja til virks trúboðs í þjóðkirkjunni og báðir standa 1 gegn vígslú kvenpresta, en það er yfirlýst stefna sænsku kirkjunnar. CT 382 Biblíufélagið i Burma hefur prentað söguna um Jósep í Gamla testamentinu, í myndabæklingum. 200.000 bæklingum var dreift og vöktu þeir hrifningu og at- hygli lesenda, einkum yngri kynslóðar- innar. Af 32 milljónum Burmabúa er tæp milljón krislinnar trúar, flestir lands- manna eru Búddatrúar. Alex Leonovich er útvarpsprédikari við Trans World Radio og gerir dagskrár, sem sendar eru til Sovétríkjanna. Hann fór þangað nýlega og segir að margir endurfæðist fyrir útvarpstrúboðið. Á ein- um stað var honum sagt að af 12.000 manns, sem frelsast höfðu á vissu tíma- bili, höfðu um 80% frelsast vegna út- varpstrúboðsins. Hann greindi einnig frá því að í sumum þorpunt hefðu allir gefist Kristi eftir að hafa hlustað á trúboðsdag- skrár. KS 1682 Nýjar tölur sýna að múhameðstrú er í framgangi um allan heim. Brátt verður fjórði hver jarðarbúi múhameðstrúar. ^ÉTTIR _ ERLENDAR FRETTIR - ERLENDAR FRETTIR - ERLENDAR FRÉTTIR Árið 1900 voru 100 milljónir manna þessarar trúar og 500 milljónir kristinnar trúar. 1 dag eru yfir 700 milljónir mú- hameðstrúarmanna, eða álíka margir og hinir kristnu, þar með taldir nafnkrismir. í Vestur-Evrópu eru yfir 5 milljónir múhameðstrúarmanna, þar af 2 i Frakk- landi og 1,7 í V-Þýskalandi. Margar moskur eru byggðar í Evrópu og flestar greiddar með olíugulli frá Saudi-Arabíu. KS 1682 Ríkisstjórn Thailands hefur tilkynnt kristniboðum að þeir verði annað hvort að hætta kristniboði eða fara úr landi ella. Þeim er þó heimilt að starfa meðal hinna krismu, sem eru um 1% landsmanna. Kristniboðum verður ekki veitt vega- bréfsáritun eftir 1983. Stefna stjómarinn- ar er að kristniboðar hafi engin tök í Thailenskum kirkjum eftir fimm ár. CAW 382 Það er ljótt að stela! En fulltrúar Suðurríkjabaptista á bókasýningu í Moskvu nýlega, kipptu sér ekki upp við að fjöldi Biblía og annarra trúarlegra bóka hvarf meðan á sýningunni stóð. Fjöldi fólks sat á sýningunni og skrifaði niður ritningarhluta. CAW 382 Föstudaginn 5. febrúar fengu tveir sænskir Hvítasunnumenn, Erik Edin og Göte Strandsjö orðu af áttundu gráðu. Carl Gústaf, Svíakonungur, afhenti orð- uraar. Erik Edin, forstöðumaður L.P. stofnunarinnar, sagði orðuna vera fram- úrskarandi viðurkenningu á starfi L.P. stofnunarinnar. Göte Strandsjö, tónlist- arprófessor, sagði orðu sína vera uppörv- un til allra þeirra sem fást við vakningar- söngva. Dagen 2682 IBRA útvarpið hefur fregnað að vakn- ing sé í mörgum söfnuðum í Sovétríkj- unum. Nýverið skírði einn söfnuður 106 manns, og margir hafa skírt milli 20 og 30. Á einum stað leituðu 152 frelsis á einni samkomu. Ungt fólk er í miklum meiri- hluta og það er duglegt að vitna um trú sína. Það myndar hópa sem ferðast á milli safnaða í fríum og hjálpa til við sam- komuhald. KS 1682 - ERLENDAR FRÉTTIR

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.