Afturelding - 01.01.1982, Page 28

Afturelding - 01.01.1982, Page 28
Dagana 1.—7. febrúar var haldin 75 ára hátíð Hvitasunnuvakningar- innar í Noregi. Hátíðahöldin fóru fram í Osló og voru bundin við Fíla- delfíukirkjuna sem rúmar 2100 manns í sæti og svo Ráðhús Oslóar- borgar, í sal er rúmaði 1600 manns. Þar var ein samkoma með Ólaf Noregskonung í öndvegi. Gísli Halldórsson klæðskera- meistari úr Hafnarfirði fórásamt rit- stjóra blaðsins til Noregs 29. janúar og komum við heim 12. febrúar. Tókum við þátt í þessu stórkostlega móti sem fulltrúar íslands og Hvíta- sunnuhreyfingarinnar á íslandi. Sterk og góð tengsl hafa ávallt ríkt milli Noregs og íslands í sameigin- legri trú, allt frá upphafi vakningar- innar hérlendis, enda fyrsti boðber- inn norskur, Erik Asbö, eins og kunnugt er. Því verður aldrei breytt, að grundvöllurinn var lagður af þeim hjónum Signe og Erik Asbö. Fyrsta dag okkar í Noregi, heim- sóttum við Bjame Asbö, einkason Signeog Eriks Asbö. Hann erfæddur í Vestmannaeyjum og átti þar sín frumbernskuár. Hann fór þaðan 4 ára gamall. Bjarne er mikill íslands- vinur og opinn fyrir fslandi og því sem íslenskt er. Sem kveðju og virð- ingarvott frá íslenskum Hvítasunnu- mönnum færðum við Gísli honum þjóðsöng íslendinga ífallegri útgáfu. Þjóðsöngur okkar er þar þýddur á mörg tungumál og útsettur á nótum á margan hátt. Einnig færðum við honum forkunnarfagra Biblíu, til minningar um foreldra hans. Bjami færði ritstjóra blaðsins, mikið lesna norska Biblíu, sem faðir hans átti og notaði og ritaði á spássíur bókarinn- ar merk æviágrip. 800 trúboðar tóku þátt í daglegum samkomum mótsins, sem voru allt frá kl. 09.30 og til jafnlengdar að kvöldi. Vitanlega verkar slíkt þreyt- andi þegar til lengdar lætur, en gott hlé var gert um miðjan dag og við sem bjuggum nálægt mótstað, not- uðum þann tíma til hvíldar. Samkomur á mótskvöldum voru mjög vel sóttar. Allt að 300 manns urðu frá að hverfa sum kvöldin. Ræðumenn voru margir framúr- skarandi og á heimsmælikvarða. . Um 30 þjóðir áttu þarna fulltrúa sína, enda reka norskir Hvítasunnu- menn umfangsmikið kristniboð, meðal heiðinna þjóða. Eftirminnileg hátíðarguðsþjónusta var haldin í Ráðhúsi Oslóarborgar miðvikudag- inn 3. febrúar. 1600 manns höfðu fengið boðsmiða og áttu allir að vera komnir til sæta sinna 15 mínútum áður en konungur gekk í salinn. Hákon 7., faðir Ólafs konungs, var mikið sameiningartákn norsku þjóðarinnar á erfiðum tímum í sögu Noregs. Norðmenn eru konunghollir og dá sinn kóng og virða. Stundvís- lega gekk konungur í salinn, með fylgdarliði sínu og lífvörðum. Full- trúum hafði verið veitt aðgangskort

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.