Afturelding - 01.01.1982, Page 29

Afturelding - 01.01.1982, Page 29
Og þá að vissum sætum, sem fulltrúar safnaðarins vísuðu til. Danmörk átti sæti nr. 28, Island 29, Finnland 30, USA 31 o.s.frv. 300 manna kór, með hljómsveitum lúðra og strengja gaf gott innlegg í þessa hátíðastund. Leikið var á stórt orgel ráðhússins, v'ð almennan söng og stuttar hnit- miðaðar ræður voru fluttar. Yfir- hiskup norsku þjóðkirkjunnar, Andreas Aarflot, flutti ntjög góða ræðu og þakkaði Guði fyrir Hvíta- sunnustarfið og þýðingu þess fyrir norska kristni. I ræðustóli er Aarflot áheyrilegur og líflegur ræðumaður °g virtist ekki bundinn við blaða- lestur. Hátíðarsamkoman stóð í 90 mín- utur og gafst rétt tími til að ganga ca. 10 mínútna leið til Fíladelfíu, til næstu samkomu. Norðmenn kunna að gleðjast á góðri stund. Söngur þeirra er mikill og fallegur. Einn af stjórnendum safnaðarins, Karsten Ekomes, aðaleinsöngvari og kór- stjóri, kom mikið fram og vakti at- hygii. „í mörg ár hefir hugur rninn stefnt til íslands," sagði hann og ekki þarf að efa hvílíkur fengur væri af slíkri heimsókn. Innan safnaðarins eru ntjög hæfir starfskraftar, enda ekki á færi ann- urra en slíkra að standa á oddinunt í slíku starfi, sem rekið er án ríkis- styrks og algjörlega háð vilja þeirra °g fórnfýsi, er guðsþjónustumar sskja. Morgan Kornnto hefir verið forstöðumaður í 18 ár og er Magni Tangen honum til aðstoðar. Báðir fylla þeir hvor annan upp í boðun og starfi. Báðir eru þeir íslandsvinir og uutum við Gísli þess á margvíslegan hátt. Eftir eftirminnilega daga í Noregi, liðu 4 dagar þar til við gátum farið heint um Osló. Notuðum við þá tím- ann til að fara til Svíþjóðar og heint- sóttum tvo sjúka bræður, Gideon Johannsson og Assar Gustavsson. Vitað var um kontu okkar og brá undirrituðum heldur í brún, er við lásum auglýsingar um samkomur þessa daga, enda komunt við fram í 4 samkomum, þá 4 daga er í Svíþjóð var dvalið. Tvennt verður minnisstætt og gildir það bæði um Svíþjóð og Nor- eg. Það voru ógurlegar vetrarhörkur, sem við hér sunnanlands sjáum aldrei. ís var '/2 metri á þykkt og var ekið urn hann á bilum og svo langt sent auga eygði, þá var bara is og aftur ís. Ferðuðumst við á milli til tveggja eyja nteð ísbrjótum, er muldu ísinn mélinu smærra. Gamall sjó- rnaður horfði hugfanginn á þvílíka tign og átök. Annað sent var minnisstætt, var íslensk nýlenda, sem hefir aðstöðu í L.P. Stiftelsen, eða Santhjálp Hvíta- sunnumanna, í Gautaborg. Dásam- legt var að sjá og heyra íslendinga, er höfðu frelsast og náð sigrandi lífi, starfa þar og standa fast og órofa, með málefni Drottins. Sá hópurerað stækka. Þakklátir fyrir rnjög góða og ár- angursríka ferð sem stóð yfir í 14 daga, gengunt við svo til safnaðar okkar í Fíladelfíu í Reykjavík og vorum þar með í fjölniennri og kröftugri bænasamkomu. Slíkar stundir boða og bæði gott og blessað fyrir starf Hvítasunnusafnaðarins á íslandi. Ritstjórínn Fréttatilkynning Síðustu daga apríl mánaðar mun gista hér í Reykjavík, Evrópunefnd PEK-mótanna — Pentecostal European Conferance. Nefnd sú annast undirbúning Evrópumóta Hvítasunnumanna, sem haldin eru 3. hvert ár í ýmsum löndum Evrópu, síðast í Finnlandi 1981 og næst í Þýskalandi 1984. Reiknað er með að allt að 30 manns komi og sitji daglega fundi síðustu viku apríl 1982. Fíladelfíu- söfnuðurinn í Reykjavík stendur fyrir móttökum og verður mótsgest- urn komið fyrir í heimilum safn- aðarmeðlima, til svefns og að nokkru til fæðis. Fundirnir verða í Fíladelfíu og eru aðeins fyrir nefndarmenn. Hinsvegar er reiknað með almenn- um samkomum hvert kvöld og koma þar fram kunnir ræðumenn og söngvarar. Ekki þarf blöðum um að flelta, hvílíkurfengurerað slíkri heimsókn, ef vel tekst til. Það er því fast bæna- efni safnaðarins, að allt heppnist vel til blessunar, fyrir mótsgesti og nefndarmenn og svo söfnuðinn í Fíladelfíu. Jakob Zofi, frá Sviss, er formaður nefndarinnar og nefna má Erik Dando, mikinn ræðuskörung, sem er ritstjóri alheimsmálgagns Hvítasunnumanna, „Pentecost", sem gefið er út á ensku og prentað í Eng- landi. Þaraðauki mætti nefna marga forystumenn í hreyfingunni á Norðurlöndum, að ógleymdum bræðrum austantjalds. Megi blessun Drottins hvíla yfir þessum samfundum á allan hátt. Ritstjórínn AFTIIDIIIIIMP Ég óska eftir að gerast áskrifandi að HMUKlLIJIIiu AFTURELDINGU 49. árgangur 1. tbl. 1982 Nafn Útgefandi: Blaða- og bókaútgáfan, Hátúni 2,105 Reykjavík. Sími 91-20735/25155. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J. Heimili Gíslason. Blaðamaður: Matthías Ægisson. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miðast Póstnr. Póststöð við áramót. Vinsamlegast tilkynnið breytingar á áskriftum og heimilisföngum til skrifstofunnar. Fæðingard. Nafnnr.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.