Afturelding - 01.01.1982, Síða 30
í leit að
sannleikanum —
r ramhald af bls. 23
niðurdýfingarskírn og 1951 meðtók
ég skím i Heilögum anda. Sumarið
eftir að ég frelsaðist fór ég á fyrsta
sumarmótið, sem haldið var í
Kirkjulækjarkoti. Þar tæmdi ég úr
tóbaksdósunum mínum, — á jörð-
ina. Frelsarinn hafði tekið frá mér
tóbakslöngunina. Þegar ég kom heim
lagði ég dósirnar undir hamarinn,
enginn skyldi erfa þær eftir mig, þótt
þær væru útgrafnar silfurdósir.
Alla tíð síðan ég frelsaðist hefi ég
fengið að reyna hjálp og blessun
Guðs. Ég fann Krist og hann fann
mig. Stuttu eftir að ég fékk að reyna
þetta, hitti ég séra Magnús Runólfs-
son, en hann starfaði mikið í KFUM.
Hann vék sér að mér og spurði hví ég
væri alveg hættur að sjást í KFUM.
„Nú er ég kominn í Fíladelfíu og
er frelsaður.“
„Þú hefur þá fundið Krist. Það er
sama hvar er“, svaraði Magnús.
„Ég hefi tekið niðurdýfingarskírn.
Er það ekki rétt?“ spurði ég.
Magnús þagði lengi og hugsaði sig
vandlega um áðuren hann svaraði.
„Jú, það er víst rétt.“
Jesús hefur hjálpað mér í blíðu og
stríðu. Ég hefi verið veikur og 1971
var ég skorinn upp í Englandi, vegna
hjartasjúkdóms. Áður en ég fór út lá
ég níu vikur á sjúkrahúsi hér heima.
Það var oft tvísýnt um líf mitt, en ég
átti frið Guðs í hjarta og var við öllu
búinn. Þegar ég fór út vissi ég að ég
kæmi lieim aftur, annað hvort hing-
að til Islands eða heim til himins. Ég
vissi að ég átti örugga heimvon og
kveið því engu.
Hjúkrunarkona sagði við mig að
það vekti eftirtekt hve rólegur ég
væri. Ég sagði henni frá því hvemig
Guð gaf mér sálarfrið 1950.
„Já, við höfum tekið eftir því og
læknarnir líka“, svaraði hún.
Áður en ég var lagður á skurðar-
borðiðá Brompton sjúkrahúsinu bað
ég Jesú um að halda í hendi mína og
stýra höndum læknanna. Hann
svaraði þeirri bæn.
Þegar ég lá á sjúkrahúsinu hafði ég
hjá mér litla mynd af Frelsaranum,
þar sem hann sést knýja dyra. Ein
hjúkrunarkvennanna minntist á
þessa mynd við mig, ég spurði hvort
hún hefði veitt því eftirtekt að hurð-
arhúninn vantaði. Nei, það hafði hún
ekki gert og spurði nánar út í þennan
skringilega dyraumbúnað. Þá benti
ég henni á að hjartadyr okkar verða
aðeins opnaðar innan frá. Frelsarinn
kemst ekki inn í líf okkar, nema við
opnum fyrir honum.
Ég vil hvetja alla þá, sem þessa
frásögu mína hafa lesið, að hleypa
Frelsaranum inn í líf sitt. Hann gjörir
alla hluti nýja.
ROLF KARLSSON
KVEÐJUORÐ
Föstudaginn 19. febrúar sl. and-
aðist í borginni Lintz í Austurríki
trúboðinn og íslandsvinurinn Rolf
Karlsson. Banamein hans var
hjartaáfall.
Rolf varð aðeins 39 ára gamall og
hefði orðið fertugur í ágúst nk. Hann
lætur eftir sig Sif, eiginkonu sína og
dætumar Christinu, Marie og
Anikku. 25 ára gamall gerðist hann
trúboði og um líkt leyti fór sýn hans
að dvína, sem endaði með alblindu á
báðum augum eins og kunnugt er.
Rolf var vel af Guði gerður,
markviss ræðumaður, röddin þýð og
hljómmikil. Þekking hans á Guðs
Orði var djúp og mikil. Nýja testa-
mentið hafði hann á snældum og lék
þær fyrir sig daginn út og inn. Þannig
jók hann við þekkingu sína á Orði
Guðs.
Enginn sem gist hefir íslenska
Hvítasunnuhreyfingu safnaði öðrum
eins fjölda að ræðustóli sínum, kvöld
eftir kvöld. Hann heimsótti Island
tvisvar sinnum og bók hans „Ljós í
myrkri“ hefir verið dreift í 28 þús-
undum eintaka. Ótrúlegustu lækn-
ingaundur áttu sér oft stað í sam-
komum hans.
Miðvikudaginn 10. febrúar talaði
ég við Rolf í síma. Var þá staddur í
Gautaborg. Daginn eftir fór Rolf til
Austurríkis til að halda samkomur.
Þar lést hann, vegna hjartabilunar,
eins og áður greinir.
Rolf var fullur áhuga fyrir íslandi
og íslenskri Hvítasunnuhreyfingu.
Gerði hann áætlanir um þriðju
heimsóknina og prentun á bók sinni í
5 þúsundum eintaka, í viðbót við
fyrri upplög. Hér rættist hið forn-
kveðna að maðurinn gjörir sínar
áætlanir, en Drottinn stýrir gangi
hans.
Drottinn hefir tekið þjón sinn
heim. Mikill er söknuðurinn og
sorgin hjá eiginkonu og dætrum.
Vinir hans á íslandi og víða um heim,
taka undir, með samúð og fyrirbæn-
um. Blessuð veri minning Rolfs
Karlssonar.
Einar J. Gíslason