Afturelding - 01.04.1982, Síða 7

Afturelding - 01.04.1982, Síða 7
ekki drukkið úr kaffibollu vegna skjálfta. Enda var ég búinn að fara illa með mig frá unga aldri. Ég var uppgefinn á þessu og þráði betra líf. Þess vegna fór ég að lesa Biblíuna. Síðar fór ég að s®kja samkomur í Fíladelfíu. Allt þetta hjálpaði mér, en samt átti ég ekki sigur yfir víninu. Óla: Við tókum saman ári áður en við frelsuðumst. Ég vildi lítið nreð trúna hafa, þetta var mér algjörlega framandi og ég var ekki á því að sýna mikinn áhuga. t*ó man ég svo vel eftir kvöldum, seni við áttum á heimilinu okkar. t*að var kannski bylur og kuldi úti, þá sat Auðunn og las í Biblí- unni. Ég hugsaði með mér, „en hvað þetta er notalegt, en ég skal aldrei segja honum frá því.“ Ég fór með Auðunni á sam- kornur, svona til að hjálpa hon- um og styðja. Ekki til að leita Drottins. Ég man alltaf hvað mér fannst mikill hávaði í honum Ein- aó J. Gíslasyni. Mér fannst allt Vera til mín sem hann sagði. Ég spurði Auðunn: „Hefur þú sagt þessum manni eitthvað frá mér?“ Ég vaknaði virkilega til umhugs- unar, Drottinn leitaði mín, þótt úg leitaði hans ekki. Við fórum á AA fund um þetta 'eyti. Á fundinum var minnst eins félaga, sem hafði dáið þennan dag, hann hét Jónas Guðmunds- son. Ég fékk kristilegt smárit eftir •fónas, en var staðráðin í að lesa það ekki, svo Auðunn sæi til. É-lukkan hálf þrjú um nóttina, þegar Auðunn var í fasta svefni, læddist ég fram úr og las ritið. í því sagði meðal annars, að bar- áttan sem við eigum í er ekki við blóð né hold, heldur andaverur vonskunnar í himingcimnum. Einnig, að sterkari er sá sem í yður er, en sá sem er í heiminum. Eetta hitti beint í mark hjá mér. Þarna frelsaðist ég, alein um Krulli, Auðunn og Óla miðja nótt með Guði. Ég reykti óskaplega mikið og var búin að reykja í 22 ár. Vinnufélagar mínir voru vanir að segja: „Ef Óla getur hætt að reykja, þá geta allir hætt.“ Ég var ekki laus við tóbakið, þó ég væri frelsuð og ætti sálarfrið. Ég vissi að það var rangt að reykja og það skaðaði vitnisburð minn. Svona liðu þrjár vikur, þá kom í huga minn, þar sem ég var í vinnunni, það sem segir í Rómverjabréfinu, ef þú játar með munni þínum og trúir í hjartanu, muntu hólpin verða. Ég fór inn á salerni og bað stutta bæn. Ég bað um hjálp til að hætta að reykja. Klukkutíma seinna var mér boðið að reykja, ég afþakkaði og sagðist vera hætt. Þá var ég spurð að því hvenær ég hefði hætt. „Fyrir klukkutíma," sagði ég. Ég játaði að ég væri hætt og trúði því. Ég reykti ekkert í viku, þá kom óskaplega sterk löngun yfir mig. Ég var alveg að bugast, mig langaði svo í reyk. Ég dreif mig heim og hljóp inn, bað Auðunn að biðja með mér gegn þessu. Þegar ég stóð upp frá

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.