Afturelding - 01.04.1982, Side 13
höfuðsins væri líkaminn ekkert. Á
sama hátt hafa hjónin oft misjafnan
starfa innan hjónabandsins en án
hvors annars geta þau ekki verið. Þau
þurfa á hvort öðru að halda. Það er
mikill misskilningur og rangtúlkun
að vera að halda því fram að Biblían
sé þama að flokka hjónin í æðri og
óaeðri verur.
Bömin — Guðs gjöf
Hjónabandinu tilheyra svo einnig
höm. Biblían segir að þau séu Guðs
gjöf. Það er bömunum að sjálfsögðu
fyrir bestu að þau fæðist innan
hjónabandsins og fái að alast upp
>nnan fjölskyldunnar. Barnið vill
geta sagt ,,pabbi“ og „mamma“.
Biblían gefur okkur nokkur orð
uni bamauppeldi, skyldur barna
gagnvart foreldrum og skyldur for-
eldra gagnvart börnum sínum.
hjórða boðorðið segir: „Heiðra föður
þinn og móður þína. "8
Börn geta orðið foreldrum sínum
hl mikillar blessunar og einnig til
vanblessunar, sorga og óhamingju.
Það er mikið undir foreldrunum
komið hvemig fer. Foreldrar hafa
hér miklu ábyrgðarhlutverki að
gegna. Foreldrar eru hvattir til að
leiðbeina og aga börn sín. Einn vitr-
asti maður sem uppi hefur verið,
Salómon Davíðsson, tekur mjög svo
sterklega til orða og segir: „Sá sem
sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá
sem elskar hann, agar hann
snemma. “9
Það fordæmi sem foreldrar sýna
hörnum sínum er mjög svo mikil-
vægt. Barninu er afskaplega tamt að
líta til foreldra sinna og breyta sent
þau. I Konungabók er sagt unt
Ahasía að hann gjörði það sem illt
var í augum Drottins og fetaði í fót-
spor föður síns og móður.'0 En hann
breytti samkvæmt því fyrirdænti sem
honum var sýnt. Þess vegna sjáum
við að það er afskaplega mikilvægt
að geta sýnt gott fordæmi á öllum
sviðum. Páll postuli vissi að hann gat
treyst Tímóteusi, hann vissi unt það
uppeldi er hann hafði hlotið og það
fordæmi er honum var sýnt." Gott
fordæmi sýna foreldrar ekki með
þrætum og deilum og öðru sem
óþarft er að telja upp hér.
Ef foreldrar eru vondir við börn
sín þá verða þau ístöðulaus.'^ For-
eldrar eru einnig hvattir til að reita
börn sín ekki til reiði heldur ala þau
upp með aga og umvöndun Drott-
ins.13
Ekki eru þau mörg Biblíuversin
sem ég hef tekið til hér, hægt væri að
hafa þau mun fleiri. En við sjáum þó
að umfram allt á Kristur að vera
þungantiðja í hverri fjölskyldu. Guð
er stofnandi fjölskyldunnar— Hann
veit hvað manninum er fyrir bestu.
Reynum að breyta samkvæmt því og
biðjum Hann um'kraft og aðstoð til
þess.
1. Markús 10:6—9. 2. Hebreabréfið 13:4.
3. Orðskviðimir 18:22. 4. Efesusbréfið
5:21—28. 5. Orðskviðimir 18:2. 6. Orðskv.
17:1. 7. Orðskv. 17:14. 8. önnur Mósebók
20:12. 9.0rðskv. 13:24. 10.1. Konungabók
22:52—53. 11. 11. Tímóteusarbréf 1:15.
12. Kólossubréfið 3:21. 13. Efesusbréfið 6:4.
Sam Daníel Glad
Frásögn trúboöa
Stúlka frá Armeniu varð, ásamt I
bróður sínum, fyrir árás Tyrkja á I
þjóðvegi. Hún komst lífs af með því I
að klifra yfir limgirðingu, en bróðir I
hennar var myrtur á hrottalegan hátt, I
að henni ásjáandi.
Stúlkan var hjúkrunarkona og I
vann á sjúkrahúsi. Dag nokkurn fékk I
hún sjúkling til meðhöndlunar og I
þekkti hún að þar var kontinn bana- I
maður bróður hennar. Það fyrsta I
sem henni kom til hugar var hefnd.
Hann var mjög veikur. Hin minnsta
yfirsjá frá hennar hendi þýddi dauða
mannsins og enginn myndi taka eftir
hennar hlutdeild. Líf hans var því
algjörlega í hennar höndunt.
En hjúkrunarkonan var sannkrist-
in manneskja. Hún hugsaði unt
frelsara sinn, hvernig hann á kross-
inunt fyrirgaf óvinum sínum og bað
fyrir þeim: „Faðir fyrirgef þeim því
þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ — í
staðinn fyrir að hefna sín ákvað hún
að fyrirgefa honum í Jesú nafni.
Þegar tyrkneski hermaðurinn fór
að hjarna við, sagði hún honum hver
hún væri. Hann starði undrandi á
hana og sagði:
„H vers vegna þyrmdir þú lífi mínu
þegar það var í þínu valdi að ég
dæi?“ Hún svaraði:
„Ég er sanntrúuð og Drottinn
minn fyrirgaf þeint sem krossfestu
hann. Því skyldi ég þá ekki fara að
dæmi hans?“
Furðu lostinn sagði þessi harð-
svíraði Tyrki:
„Ef þetta er að vera sannkristinn
þá vil ég ltka verða það.“
Hvað er Bibliuleg trú?
Hin Biblíulega trú er byggö á fjór-
um máttarstólpum:
Á krafti Biblíunnar og innblœstri
sem Guðs orði.
Fyrirgefning syndanna vegna fríð-
þægingarblóðs Jesús á krossinum.
Réttlœtingu af náð fyrir trúna á
Jesúm Krist.
Nauðsvn algjörrar endurfœðingar
eða frelsunar.
Þýtt: Garðar Loftsson