Afturelding - 01.04.1982, Síða 24

Afturelding - 01.04.1982, Síða 24
Hjarta sem fyrirgefur Það sorglega við hatur er hvað það gerir þeim sem hatar. Fyrirekki löngu síðan talaði ég við unga móður, sem var full beiskju. Foreldrar eiginmanns hennar höfðu sagt eitthvað miður fallegt við hana og það hafði valdið miklum leiðindum. „Ég mun aldrei geta litið tengdafor- eldra mína réttu auga eftir þetta,“ sagði hún. „Jú, jú, þau hafa beð- ist afsökunar, en ég get bara ekki gleymt því sem þau sögðu.“ Ég vorkenndi konu þessari. Það var hún sjálf sem þjáðist vegna þessa haturs, en ekki tengdaforeldrar hennar. Tilfellið er, að beiskja, ofsi, reiði, mann- vonska og allt það sem Páll pos- tuli hvetur okkur til að losa okkur við (Ef. 4:31—32), þessi hegðun tærir okkur upp líkt og sýra. Beiskjaokkarlendirekki aðeinsá þeim sem í kringum okkur eru og eyðileggur vináttu okkar, heldur nagar hún sig inn í sálir okkar. Clara Barton, stofnandi Rauða Krossins í Ameríku, átti vinkonu sem minnti hana eitt sinn á reglulegt óþokkabragð, sem ein- hver hafði gert henni mörgum árum áður. En frú Barton virtist ekki muna eftir atvikinu. „Manstu ekki eftir því?“ spurði vinkonan. „Nei,“ svaraði hún, „en ég man greinilega eftir að hafa gleymt því.“ Þú getur ekki verið frjáls og glaður, ef þú elur gremju í brjósti þér; svo ef þú vilt eignast hugar- ró, þá ráðlegg ég þér að losa þig við hana. Safnaðu mynt, safnaðu antik, en ekki safna gremju. Maðurinn sem fyrirgefur er stundum talinn veiklundaður, eða án þess að hafa bein í nefinu, en staðreyndin er hins vegar sú að það þarf sterkan persónuleika til aðgeta fyrirgefið. Fyrirgefning er mjög jákvætt afl, sem hefur bæði áhrif á þig og þann sem þú fyrirgefur. Stundum er það í eðli tilfinn- ingalegra vináttusambanda að ósætti myndast. Þegar maður ber saman hin mjög svo formlegu bréfaskipti, sem stóðu næstum ævilangt, á milli Thomas Jeffer- sons og James Madisons (sem hann reifst aldrei við), við hin líflegu og á tímum þrætugjörnu bréf, sem hann sendi John Adams, er augljóst, að honum þótti miklu vænna um Adams, heldur en Madison. Samt slettist upp á þann fræga vinskap svo úr varð 11 ára beisk þögn þeirra á milli. Báðir voru óhamingjusamir útaf vinaslitunum. Benjamin Rush þekkti báða mennina mjög vel og vissi, að þeir þráðu báðir sameiningu aftur. Svo hann bar skilaboð fram og aftur á milli þeirra, þar til þeir hófu bréfa- skipti á ný. Næstu 14 árin, þar til báðir létust árið 1826, sendu þeir hvor öðrum margar hlýjar kveðjur, og sum bréfin voru þau einlægustu sem Jefferson skrifaði í sinni tíð. Flvað átti Páll postuli við í óð sínum til kærleikans, þegar hann sagði: „Kærleikurinn er ekki langrækinn?“ (I. Kor. 13:5 L.O.). Ég hygg að hann hafi átt við, að fyrr eða síðar, í hvaða vináttu sem er, muni einhver gera eitt- hvað á annars hlut. Á einu litlu augnabliki getur vinur þinn sýnt þér fjandsemi, verið aðfinnslu- samur, valdið niðurlægingu eða snúið við þér baki. Og ef við leyfum okkur að dvelja á þessum misgjörðum er vináttan dauða- dæmd. Með því að halda ná- kvæma skrá yfir það sem gert er á okkar hlut, tökum við endanlega á okkurgervi ákærandans. Flest okkar hafa mjög lélegt minni hvað varðar okkar eigin mistök. En ef við ætlum að fyrir- gefa af hjarta, þörfnumst við jafnmikils umburðarlyndis gagn- vart öðrum, eins og við sýnum sjálfum okkur hvað varðar okkar eigin mistök. Það er furðulegt hversu skilningsrík við jafnan erum, þegar við þurfum að eiga við okkur sjálf: „Ég ætlaði ekki að gera það.“ „Það skeði þegar ég var í upp- námi.“ „Þetta var ekki góður dagur fyrir mig.“ „Ég veit betur næst.“ Við erum gjörn á að sjá okkur sjálf ekki eins og við erum, heldur eins og við erum að reyna að vera, á meðan við sjáum aðra eins og þeir eru. í samskiptum sínum við Pétur og konuna við brunn- inn, sá Jesús þau eins og þau voru að reyna að vera og gætu orðið. Það mundi hjálpa mikið til við að byggja sterk vináttubönd, ef við gætum sýnt þannig skilning gagnvart okkar nánustu vinum. Að lokum þurfum við andleg- an kraft til að hjálpa okkur að fyrirgefa og gleyma. Það er sama hversu mikið við reynum að hafa hugarfar Krists og þolinmæði, sama hversu mikið við reynum

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.