Afturelding - 01.04.1982, Qupperneq 12
Samstaða hjóna
Hjónabandið er mjög svo sérstætt
fyrirbæri. Þegar Biblían segir að tveir
einstaklingar verði eitl þá er það
eitthvað sem erfitt er að útskýra, en
hægt er að upplifa. Hjónin gefast
hvort öðru. Biblían gefur ýmsar
Ieiðbeiningar varðandi hjónaband
og fjölskyldu og mikilvægt er að
skoða þá hluti. Það ber að gera í
samhengi og með réttu hugarfari.
í Efesusbréfinu segirað maðurinn
sé höfuð konunnar og að hún skuli
vera undirgefin manni sínum.4Nei
bíddu nú við, kunna sumir að segja,
þetta gengur aldrei, þetta eróréttlátt.
En við skulum nú ekki afgreiða þetta
svo. Við lesum líka: „Þannig skulu
eiginmennirnir elska konur sinar
eins og eigin líkami," og: „Þér menn,
elskið konur yðar eins og Kristur
elskaði söfnuðinn og lagði sjálfan sig
í sölumarfyrir hann.“ Maðurinn á að
líta með fómandi ást og elsku til
konu sinnar, en ekki líta á hana sem
undirgefinn þjón. Skylda beggja
hefur í för með sér að gefast hvort
öðru og bera umhyggju hvort fyrir
öðru. Hjónabandið krefst þess að
frekar sé spurt hvað get ég gefið í stað
þess að spyrja hvað fæ ég. Eigin-
maðurinn krefur ekki konu sína um
undirgefni og hún á móti hann ekki
um fórn. Hjónabandið er ekki sá
vettvangur þar sem annar aðilinn
krefur hinn um allt, heldur spyr
fremur, hvað get ég gefið þér og gert
fyrir þig. Ef eiginmaðurinn elskar
konu sína eins og hér kemur fram þá
hugsar hann ekki um hana sem þjón,
sem hann geti algjörlega skipað fyrir
verkum, heldur lítur hann á hana
sem hlut af sjálfum sér, vin sem hann
getur deilt með áhugamálum sínum
eða hverju sem er, jafnt gleði sem
sorg. Og ef konan er undirgefin
eiginmanni sínum þá krefur hún
hann ekki um allan hans tima, þjón-
ustu og gæði þessa lífs. Sem sagt,
lífsgæðakapphlaupið verður ekki
númer eitt, heldur hamingja og ein-
ing hjónabandsins. Og hún reynir í
kærleika að bera umhyggju fyrir
manni sínum. Þannig hugsa þau
hvort um annað, gefast hvort öðru,
uppfylla þarfir hvors annars, án þess
að krefjast nokkurs í staðinn. Sem
sagt algjör eining og samstaða. En af
hverju gengur það ekki nema kan-
nski í fáum tilfellum? Ekki er verið
að halda því fram að þetta gangi al-
gjörlega deilu- og þrætulaust. En
alltof margir giftast með það í huga
að þeir fái sem mest út úr því sjálfir.
Þegar bæði hugsa aðeins um eigin
hag og vilja, þá koma að sjálfsögðu
upp deilur, rifrildi og ófriður. Undir
slíkum kringumstæðum er ekki
spurt: „Hvernig fáum við best haldið
saman hjónabandinu eða fjölskyld-
unni“, heldur: „Hver vinnur þetta
deilumál?" Þegar það er orðið
mikilvægast að vinna deilumálið, þá
er það nú orðið svo að hjónabandið
er bara eitthvað sem er hreinlega
fyrir. Ef eiginn vilji er það mikilvæg-
asta sem við sjáum þá mun hjóna-
bandið líða fyrir það. Að sjálfsögðu
koma alltaf upp einhverjar deilur og
skoðanaágreiningur, því tveir ein-
staklingar líta aldrci alla hluti eins.
En slíka hluti má alltaf leysa ef vilji
er fyrir hendi.
Oft er það nú svo þegar hjón eru
upp á móti hvort öðru, þá eru bara
þulin upp atriði sem þau eru ósam-
mála um. „Heimskinginn hefirengar
mætur á hyggindum, heldur á því að
gjöra kunnar hugsanir sínar.“5 En
það skiptir okkur mestu máli og
hjónabandið á að gefa okkur þá
djörfung að finna aðra leið — mála-
miðlun — ekki mín skoðun ekki
hennar skoðun heldur eitthvað
annað. „Betri er þurr brauðbiti með
ró en fullt hús af fómarkjöti með
deilurn."6 „Þegar deila byrjar, er
sem tekin sé úr stífla, lát því af þræt-
unni, áður en rifrildi hefst.“7
Betra er að velja frið en sigur í
deilu, þannig næst sátt, samlyndi og
samstaða, eining hjónabands. En að
þurfa að gefa eftir þegar þú ert viss
um að hafa á réttu að standa, það
tekur á. En hvers virði er hjóna-
bandið? Gott hjónaband er mjög
dýrmætt, hvað viljum við gefa fyrir
það? Hversu mikils metum við það?
Hjónabandið krefst fóma, þjónustu,
umhyggju, vinnu. eftirlátsemi — þar
sem eigingirni er annars vegar er ekki
rúm fyrir slíkar hugsanir.
Er konan óæðrí manninum?
í dag er mikið talað um rétt
kvenna og minnihlutahópa í þjóðfé-
laginu. Og að sjálfsögðu ber hverjum
að hafa sinn rétt. En menn geta orðið
svo uppteknir af að skoða sinn eigin
rétt að þeir gleyma rétti annarra.
Margir segja að sú staða sem Biblían
setur fram gagnvart konunni sé
óréttlát, að verið sé að gera konuna
óæðri manninum. En spurningin er
alls ekki hvor sé æðri. Konan er
hvorki æðri né óæðri og sama gildir
um manninn, hann er hvorki æðri né
óæðri en konan — ekki meir en höf-
uðið er líkamanum. Það væri rangt
að segja að höfuðið sé æðri öðrum
líkamshlutum. Höfuðið hefur annan
starfa en aðrir hlutar líkamans en án
líkamans væri höfuðið ekkert og án