Afturelding - 01.04.1982, Síða 16
MAÐURINN
Ah ha, þarna náði ég þér! Þú
ert ef til vill einn þeirra lesenda
Aftureldingar sem ferð yfir blað-
ið á núgildandi heimsmeti í 100
metra hlaupi (9,9 sekúndum).
Leitarðu kannski uppi áhuga-
vekjandi myndir eða fyrirsagnir?
Ef svo er þykir mér leitt að hafa
þurft að nýta mér þennan veik-
leika þinn til að ná athygli þinni,
en vil þó um leið gerast svo
djarfur að biðja þig að fylgja mér
í gegnum þessa grein. Hver veit
nema það sem ég hef að segja þér
gæti reynst forvitnilegt.
Þannig er mál með vexti að
Jónína hans Stefáns byggingar-
verktaka fékk splunkunýjan
B.M.W. í afmælisgjöf frá manni
sínum um síðustu helgi. Þó eru
ekki nema rétt 3 mánuðir síðan
þau seldu 3ja herbergja íbúðina
sína og fengu sér einbýlishús á
besta staðnum í austurbænum.
Mér finnst gæðum lífsins mjög
misskipt og skil reyndar ekkert í
því hvernig þau geta leyft sér
þetta á meðan ég þarf að strita
myrkranna á milli til að hafa ofan
í mig og á. Hún María vinkona
mín, sem var í heimsókn hjá
Jónínu og Stefáni í gær sagði að
þar hefði allt verið á öðrum end-
anum, óhreinar gardínur fyrir
gluggum og ryk í hverju homi.
Svo væri Jónína enginn kokkur.
Kökurnar sem hún bakaði hefðu
verið þrælseigar og algjörlega
bragðlausar. Svo væri ekki á
bætandi hversu krakkarnir þeirra
væru alltaf subbulegir til fara.
Það er sem ég segi, þetta er ekki
annað en yfirborðsríkidómur og
svo skal ég segja þér annað ...
Ef þetta slúður um Jónínu og
Stefán vekur ekki áhuga þinn,
sökum þess að það höfði ekki til
þín að baktala náungann og öf-
undast yfir velgengni hans, ert þú
svo sannarlega á réttri hillu.
Hafir þú hins vegar fylgst með
því af áhuga og jafnvel lækkað
niður í útvarpinu til að njóta þess
sem mest, er næsta víst að svo er
ekki. Það má jú vel vera að þú
sért alæta á lesmál eða þjáist af
ræktarsemi við ritað mál, en hitt
er þó líklegra að löngun til að
hnýsast örlítið inn í málefni ná-
ungans eigi sinn þátt í áhuga
þínum. Hefðir þú ekki viljað vita
meira um Jónínu og Stefán? Um
subbuskapinn á heimili þeirra?