Afturelding - 01.04.1982, Side 29

Afturelding - 01.04.1982, Side 29
FRÉTT|R _ ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR varpssendingar ná nú til 990 milljóna áheyrenda. Þyngdarpunktur kristninnar liggur nú í þriðja heiminum. Þar eru miklar vakn- ingar og ef svo fer sem horfir þá munu 60% kristinna manna búa i Asiu. Afríku og rómönsku Ameríku unt aldamót. DAGEN 5.5.82 f maíbyrjun héldu norrænir hvita- sunnumenn (island undanskilið) ráð- stefnu í Kaupmannahöfn um kristniboð. Slikar ráðstefnur hafa verið haldnar um nokkurra ára skeið til skiptis í Sviþjóð, hinnlandi, Noregi og nú í Danmörku. Unnið er að samræmingu og auknu sam- starfi þessara landa í kristniboðsmálum. Gerð er grein fyrir stöðu kristniboðsstarfs hvers lands um sig, og tcknar ákvarðanir um ný skref. A ráðstefnunni kom fram að hvitasunnu- menn á norðurlöndum starfrækja kristni- hoðsstarf í 150 þjóðlöndum, yfir 1500 kristniboðar eru að starfi i dag. Ef Guð leyfir verður næsta kristniboðsráðstefna norrænna hvitasunnumanna haldin i Jönkoping vorið 1984. KS4082 Argentiski vakningarpredikarinn Luis l'alau, oft kallaður „Billy Graham Suður-Ameríku“,erönnum kafinn ístarfi sínu. Nýlega var hann í Ástralíu með samkomur og þar leiluðu 1400 Ástralir Krists. Þaðan fór Palau til Washington, hafði skamnta viðdvöl og fór til Finn- lands. Þar var haldin trúboðsvika krist- ■nna safnaða i fshöllinni. 8—10 þúsund samkomugestir komu á hverju kvöldi í vikutima. Yfir 900 gáfust Kristi. DAGEN 7.5.82 Á sjö árunt hefur hvítasunnusöfnuður- 'nn í Bláhöj á Jótlandi, vaxið úr 70 með- hmum í 250. í þorpinu búa aðcins 200 ihúar, en það liggur miðsvæðis milli þétt- ari byggða. f söfnuðinum er ríkulegt hænalif. Á hverjum morgni safnast fólk til hæna í heimilum, laugardagsnætur eru hænanætur og klukkustundar bæna- og f°fgjörðarsamkoma er haldin á undan opinberum sunnudagssamkomum. Uamla safnaðarhúsið er orðið allt of lítið °g næsta ár er ætlunin að vígja nýja 500 sæta kirkju. DAGEN 4/5 Odd Bondevik, aðalritari norska kristniboðssambandsins, hvetur Norð- menn til föstuhalds. Þetta föstuhald er gagnvart sjónvarpinu. — Tilgangur föst- unnar er að fá nieiri tíma til Guðsdýrk- unar og skapa einbeilni í bænalífi, segir hann. Og það er ekki neitt sem rænir jafn miklum tima og athygli frá kristnum Norðmönnum. og sjónvarpsglápið. EH 1982 f október 1978 köstuðu nokkrir hvíta- sunnuntenn í Californíu flöskuskeytum í Kyrrahafið. Flöskurnar innihéldu eintök af Lúkasar-guðspjalli og annað kristilegt lesmál. Eina flöskuna rak á land 19 mán- uðum síðar a lítilli eyju i Filippseyjaklas- anum. Finnandinn las guðspjallið og frelsaðist. Hann miðlaði boðskapnum með vinum sínurn og margir þeirra snér- ust til trúar. Um sama leyti kom kristm- boði til eyjarinnar og hitti fyrir áhuga- sama áheyrendur, sem vildu fræðast um Jesúm. Eftir tvo og hálfan mánuð höfðu um 70 snúist til trúar. Þá skrifaði hann til þeirra, sem sjósettu flöskuskeytin og ósk- aði eftir 240 Nýja testamentum og 96 bréfanámskeiðunt fyrir nýfrelsaða. KS 3582 Ron Jones, fyrrum aðalrilari Elim-- hvítasunnusafnaðanna i Englandi, heim- sótti Pólland áður en herlög voru sett. Hann sagði að Hvitasunnuhreyfingin væri i örum vexti. Nú eru um 60 kirkjur með 60 þúsund meðlimi í hreyfingunni. Hvítasunnumenn starfrækja og Biblíu- skóla með 19 ncmendum. ÍPPA 482 Lily Osmer, er líklega elst allra ritsljóra, sem stýra blöðunt Hvítasunnumanna viða um heint. 21. ágúst n.k. verður frú Osmer, ritstjóri The Star of Hope i Cali- forníu, níutíu og finim ára gömul. IPPA 482 Mótmælendur í Portúgal óttast skerð- ingu á trúfrelsi, sem nýrri stjórnarskrá var ætlað að tryggja óskorðað. 98% portúgala eru rómversk — kaþólskir. Söfnuðir mótmælenda fást ekki skráðir sem trúar- samfélög, heldur sem almenningssamtök. Prestar mótmælenda eru ekki viður- kenndir scm slíkir, heldur sagðir á sjálfs síns mála. Þeir njóta ekki sömu skatta- fríðinda og kaþólskir kollegar þeirra. CAW 482 ^ÉTTttl - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR Kvikntyndin „Jesús,“ sem byggð er á Lúkasarguðspjalli. hefur nú verið þýdd á fleiri tungumál en nokkur önnur kvik- mynd. Hún er notuð með mjög góðum árangri við trúboð í löndum þriðja heimsins. 80% íbúa þessara landa eru ólæsir og geta þvi ekki lesið Biblíuna, sent iðulega er á svo háfleygu máli að al- ntenningur skilur tæpast. CAW 482 Indverski trúboðinn Akbar Abdul — Hagg, sem hefur verið mikilvirkur trú- boði í landi sínu í 25 ár, hélt stórsam- komur í fjórum bæjum i febrúar siðast- liðinn. 250.000 áheyrendur komu á sam- komur þessar, 3.160 gerðust lærisvcinar Krists. Það var einkum í bænum Rajah- mundry i Andrha Ptradesh að fólk vildi gefast Kristi, eða um 2.200 manns. Á síð- ustu samkomuna kontu yfir 30.000 gestir. KS4282 Frá 28. september til 16. mai sl. sátu 20 Grænlendingar í biblíuskóla Hvítasunnu- manna, sem haldinn var í Egedesmindc. Aðalkennari var Arvin Glandon, sent vcrið hefur kristniboði meðal eskimóa i Alaska í 18 ár. Sá bakgrunnur gerði að verkunt að kennsla Glanons féll nem- endum vel i geð. Norski kristniboðinn Torbjöm Baatvik var túlkur skólans. Allir ljúka upp einum rómi um ágæti þessa skóla og vænta ávaxta af starfi hans i ná- inni framtíð. KS4582 Biskup lúthersku kirkjunnar í A- Þýskalandi. Dr. Werner Krusche, segirað ungt fólk leiti Guðsog komi til kirkjunnar í auknum mæli. Prestur i Magdeburg segir að unga fólkið noti orðið „inni- haldslaus" til að lýsa áróðrinum fyrir sósíalisma. það segir að sósíalisminn gefi ekki fullnægjandi svör við spumingum lífsins. CAW 682 Menntamálaráðherra Bresku Colont- bíu í Canada gefur líffræðikennurum leyfi lil að kenna biblíulega sköpunar- kenningu samhliða þróunarkcnningu Darwins. Viðbrögð almennings við þess- ari ákvörðun eru í langflestum tilfellum jákvæð. CAW 582 - ERLENDAR FRÉTTIR

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.