Afturelding - 01.04.1982, Síða 6
Viðtal við Auðunn og Ólu Blöndal:
,,Guð gerir
alla hluti nýja
J J
Jesús lifir og hann svarar
bænum breyskra manna enn
í dag. Lifandi sönnun þessa
eru hjónin Óla og Auðunn
Blöndal. Þau hafa fengið
sinn skammt af hremmingi
veraldarvolksins. Hjóna-
skilnaður, áfengisböl, tó-
baksfjötrar og allt sem því
fylgir, er að baki, því Guð
heyrir bæn.
í viðtali við Aftureldingu
segja þau frá því hvernig
Guð læknaði brostið hjóna-
band og gaf sigur í erfið-
leikum, sem marga hrjá í
dag.
Hvemig bar skilnað ykkar að?
Auðunn: Við vorum ung þegar
við giftumst fyrst, bara krakkar.
Lífslöngunin og lífsþorstinn svall
í mér. Eg var flugvirki hjá Flug-
félagi íslands og naut starfsins —
að njóta lífsins á öllum sviðum
var mitt takmark. Ég byrjaði
ungur að drekka áfengi, aðeins
sextán ára gamall, og átján ára
fór ég að reykja. Óla mín drakk
ekki, en hún reykti.
Drykkjan ágerðist hjá mér.
Mér var ef til vill ekki Ijóst, eins
og öðrum, hvert stefndi. Ég man
til dæmis eftir því að einu sinni
var ég í áhöfn flugvélarinnar
Sólfaxa í Grænlandi. Þarna flaut
bjórinn á öllum börum. Ég drakk
mikið af bjór. í hópnum var
ungur strákur, sem ekki drakk.
Ég var að mana hann til að fá sér,
þó ekki væri nema einn bjór.
Hann tók það ekki í mál og sagði:
„Auðunn, það er eins ólíklegt að
ég byrji að drekka og að þú hættir
að drekka.“ Þetta stakk mig svo-
lítið, en ég lét mér ekki segjast.
Árin liðu og þetta vatt upp á sig.
Svo kom að því að Óla setti mér
skilyrði: „Annað hvort hættir þú
að drekka, eða þú hættir við
mig.“ Ég drakk áfram og að því
kom að við ákváðum að skilja. í
sjálfu sér vorurn við ekki pers-
ónulega ósátt og þetta gerist í ró
og spekt. Engin illindi, við fórum
meira að segja í skilnaðarferð,
svipað og aðrir fara í brúðkaups-
ferð!
Óla: Ég varð svo fegin að losna
við þennan drykkjuskap í kring-
um mig, að ég hefði gengist inn á
næstum hvað sem var. Þetta var
auðvitað erfitt, að skilja eftir tíu
ára hjónaband og eiga tvö börn.
Auðunn: Ég var alkóhólisti og
það var aðalástæðan fyrir skiln-
aðinum. Eftir hann fórum við
hvort okkar leið. Ég rataði í
margvíslega erfiðleika, sem ég
ætla ekki að rekja hér. Samt
dunaði lífsþorstinn í mér, ég
þráði að njóta lífsins. Svo gerðist
það einn dag að maður bankaði
upp á hjá mér og bauð til sölu
kristilegar bækur og Biblíur.
Þarna var Dagbjartur Guð-
jónsson kominn. Ég bauð honum
inn og hann vitnaði fyrir mér um
Drottin og bað fyrir mér. Ég
hafði áfram samband við Dag-
bjart og fór að leita til trúarinnar
á Jesúm. las í Biblíunni og hitti
trúað fólk. Ég uppgötvaði að
þarna var eitthvað, sem ég
þarfnaðist.
Óla: Einu sinni hringdi Auðunn i
mig af sjúkrahúsi. Hann bað mig
um að hitta sig. Minntist á að við
ættum nú þessi börn saman og
hvort ég vildi ekki koma og tala
við sig. Rétt eftir að ég var búin
að tala við hann hringdi vinkona
mín, sem þekkti til á sjúkrahús-
inu sem Auðunn vará. Hún sagði
mér þær fréttir, að Auðunn væri 1
afvötnun og bætti svo við: „En
nú er ekki betra tekið við. Hann
les í Biblíunni!“ Hugsa sér þessa
fordóma, að biblíulestur sé vern
en ofdrykkja og afvötnun.
Auðunn: Ég var orðinn svo illa
farinn af drykkjuskap að ég gat