Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 3
Alþyðublað Hafnarfjarðar XVII. árgangur. Hafnarfirði 15. desember 1958. 7. tölublað. JOI Ú RENNUR jólastjarna og stafað geislum lætur á strák í nýjum buxum og telpu í nýjum kjól. Hve kertaljósin skína og sykurinn er sœtur og söngurinn er fagur, er börnin halda jól. Og mitt í allri dýrðinni krakkakrili grœtur — það kerríur stundum fyrir, að börnin gráta um jól — en bráðutn gleymist sorgin og barnið huggast lœtur og brosir gegnum tárin sem fifill móti sól. Þá klappa litlar hendur, og dansa fimir fætur, og fögrum jólagjöfum er dreift um borð og stól. Nú rætasl margar vonir og draumar dags og nœtur. Ó, dæmalaust er gaman að lifa svona jól. Og ellin tekur hlutdeild i helgi jólanætur, er heimur skrýðist Ijóma frá barnsins jólasól. En innst i hugans leynum. er litið barn, sem grœttir — og litla barnið grætur, að það fœr engin jól. Örn Arnarson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.