Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
Magnús Jónsson, kennari:
Jbúar Uafnarfáarðar árið 1902
Magnús Jónsson er fæddur í Hafnarfirði 10. júlí 1926,
sonur Jóns Helgasonar verkamanns og Höllu Magnús-
dóttur konu hans. Magnús stundaði nám við Flens-
borgarskólann og lauk kennaraprófi vorið 1957. Hann
er nú kennari við Langholtsskólann í Reykjavík. - Arið
1951 tók Magnús sig til og safnaði í bók skrá yfir alla
íbúa Hafnarfjarðar árið 1902. Skrifaði hann upp mann-
talið þá og leitaði sér jafnframt upplýsinga um gamla
Hafnlirðinga hjá greinargóðum mönnum og konum. Er
hér mikill fróðleikur samankominn, og er hér um mjög
athyglisvert og merkilegt verk að ræða, eins og greinin
ber með sér. Þegar Hafnarfjarðarkaupstaður varð 50 ára
s. 1. sumar, vöknuðu að sjálfsögðu margar spurningar hjá bæjarbúum, og mætti
þar til nefna: Hvernig leit Hafnárfjörður út fyrir hálfri <>ld? Hvernig var
lífsbarátta fólksins og kjör þess? o. s. frv. Magnús Jónsson svarar hér spurn-
ingunni: Hverjir voru íbúar Hafnarfjarðar fyrir rúmri hálfri öld? Mun mörg-
um Hafnfirðingi þykja skrá hans girnileg til fróðleiks. Það er ekkert áhlaupa-
verk, eins og nærri má geta, að semja slíka skrá sem þessa. Má því gra ráð fyrir
að kunnúgir reki augun í minni- og meiriháttar villur og missagnir. Ættu þeir
að koma leiðréttingum sínum beint til Magnúsar, „því skylt er að hafa það
heldur, er sannara reynist", eins og þar stendur. Uppdrættir og kort, sem
Magnús hefur gert, munu birtast með framhaldinu, en myndir af gömlum
húsum, sem hann liefur tekið eða safnað, eru birtar hér sent verðlaunaþraut.
Eru þær myndir nær allar eign Magnúsar. Hér birtist aðeins upphafið af hinni
merku bók Magnúsar. Mun framhaldið birtast síðar.
1. Vesturkot. Það liafði einnig ann-
að nafn: „Drundur", en nú heyrist
það nafn sjaldan, sem betur fer. í
Vesturkoti bjó 1902 búhagur bóndi,
Guðmundur Halldórsson, og ráðskona
hans, Guðný Jónsdóttir. Hjá þeim var
sonur þeirra, Ólafur.
2. Halldórskot. Þar urðu íbúaskipti
1902. Helgi Ólafur Sigvaldason flutti
þaðan með fjölskyldu sína, en þá
komu þangað hjónin Nikulás Helga-
son og Sigríður Jónsdóttir. Þau komu
með börn sín þrjú: Sólrúnu, sem býr
nú í Hliðsnesi, Einar Helga og Guð-
ríði. Nikulás fór seinna að Skerseyri.
3. Heimajörðin á Hvaleyri. Hún
liafði verið í eyði um nokkurn tíma,
en við árslok þetta ár eru komin
þangað hjónin Magnús Gíslason og
Ingibjörg Guðmundsdóttir. Börnin,
sem fædd voru: Guðmundur, Stein-
unn og María.
4. Tjarnarliot. Það er nú í eyði. Þar
bjó þá Sigurjón Sigurðsson og ráðs-
kona hans, Engilráð Kristjánsdóttir.
Þau höfðu eignazt fyrra barn sitt,
Kristínu, sem dó innan við tvítugs-
aldur. Síðar áttu þau Engiljón. Þau
fóru seinna að Eyrarhrauni, sem þá
var nefnt A Flötunum — og Engilráð
svo þangað, sem nú heitir Fagri-
hvammur.
5. Hjörtskot. Þar bjuggu þau Magn-
ús Benjamínsson og Guðbjörg Þor-
kelsdóttir. Guðbjörg átti son, sem
Einar hét, Jónsson, en svo áttu þau
Magnús fjóra syni: Berthold Benja-
mín, nú bifreiðastöðvareiganda, —
hefur tekið sér nafnið Sæberg — kvænt-
an Jóhönnu Eyjólfsdóttur, Jón, hann
drukknaði, Halldór, drukknaði einn-
ig. Yngstur var Guðmundur Þorkell,
kaupmaður, kvæntur Ragnheiði Magn-
úsdóttur. Þá eru upptaldir bæirnir á
Hvaleyri, og kemur næst
6. Óseyri. Þar bjuggu hjónin Einar
Þorgilsson, hreppstjóri og útgerðar-
maður, og Geirlaug Sigurðardóttir. Af
börnunum voru fjórar dætur fæddar:
Dagbjört, ógift, Sigurlaug, ekkja, Ragn-
heiður, gift Sigurði Magnússyni bók-
ara, og Þorgilsína Helga, nú hár-
greiðslukona í Reykjavík. Ófædd voru:
Ólafur Tryggt'i, Þorgils Guðmundur,
Valgerður, Svava og Dagný.
Helga móðir Einars var í Óseyri.
og einnig Magnús Ásmundsson, sem
ólst þar upp, og svo tvær konur, Guð-
rún Andrésdóttir og Una Guðmunds-
dóttir.
7. Þetta hét að réttu lagi Óseyrar-
kot. Þar bjó þá Hannes Jóhannsson,
sem um fjölda ára var verkstjóri hjá
Einari Þorgilssyni. Kona lians hét
Kristín Kristjánsdóttir. Dæturnar voru
báðar fæddar: Anna Friðbjörg, kona
Gísla á Hellu, og Kristjana, sem gift
er Sigurði Guðmundssyni bifreiðar-
stjóra. I-Ialldóra Þórarinsdóttir, móðir
Kristínar, var líka i Óseyrarkoti. Þar
er nú engin byggð, né í Óseyri, en
Hvaleyrarbrautin liggur rétt sunnan
við túnið, og hafa risið þar upp stór
hús á síðustu árurn.
8. Ásbúð I. Þar bjó Halldór Helga-
son með ráðskonu, Þórkiitlu Tómas-
dóttur. Hjá }>eim var systursonur
Halldórs, Ólafur, sonur Guðmúndar á
Hellu, nú kvæntur Önnu Guðmunds-
dóttur. Hjá þeim Halldóri voru einn-
ig tvær konur, Steinunn Þorleifsdóttir
og Elín Sæmundsdóttir. Bærinn stend-
ur enn, lítt breyttur.
9. Ásbuð II. Þar bjuggu lijónin
Guðmundur Sigvaldason og Kristbjörg
Ólafsdóttir. Þeirra börn voru fimm:
Sigvaldi Ólafur, Guðbjörg, Júlíus —
verzlar nú í Reykjavík, — Oddný og
Guðmundur Kristinn. Það sjötta var
ófætt: Sigríður.
Hjá þessari fjölskyldu var Einar
nokkur Vigfússon.
10. Melshús. Það var J>á nýbýli. Þar
bjó Helgi Guðmundsson bróðir Ólafs
í Ásbúð og fleiri systkina, sem síðar
verður getið. Helgi ólst einnig upp í
Ásbúð. Kona hans var Guðrún Þórar-
insdóttir. Þau voru enn barnlaus 1902.
En börnin eru: Þórunn, Guðmundur,
Sigríður og Gyða.
11. Brandsbœr. Þar bjuggu hjónin
Steindór Björnsson og Þorbjörg Jó-
hannesdóttir. Hjá þeim var sonur
hennar, Þorsteinn Gíslason, sem enn
er í Brandsbæ, og svo var elzta barn
þessara hjóna fætt: Þórunn. Þar var
og Björn, faðir Steindórs.
Önnur fjölskylda: Hjónin Andrés
Guðmundsson og Helga Grímsdóttir.
Börnin, sem hjá þeim voru: Hallgerð-
ur Lára, nú gift Steingrími Steingríms-
syni, Jón, nú vélstjóri, og Guðjónsína,
er giftist Guðjóni Þorkelssyni. Guð-
rúnar, sem er elzt, hefur áður verið
getið (nr. 6), en Grímur og Kristín
voru ekki 1 Firðinum J>á. Þótt }>essi
fjölskylda sé enn við árslok 1902 talin
í Brandsbæ, var liún um það leyti að
byggja í nágrenni við Sigurgeir Gísla-
son, þar sem Jón Andrésson á enn
heima.
12. Flensborg. Húsið stóð alveg nið-
ur við sjó, þar sem nú er Ishús
Hafnarfjarðar. Þar bjó Jón skólastjóri,
sonur séra Þórarins Böðvarssonar í
Görðum, sem stofnaði skóla í Flens-
borg, eins og kunnugt er og verður
ekki rakið hér nánar. Fyrri kona Jóns,
Guðrún Jóhanna Lára Fétursdóttir, var
dáin, en hann kvæntur aftur; Sigríði
dóttur Magnúsar Stephensen. Börnin
frá lyrra hjónabandi, sem heima voru:
Soffía, Kristjana, Þórunn, Hafsteinn
og Anna, nú ljósmyndari. Frá síðara
hjónabandi: Áslaug og Kristín.
13. Hábœr. Nú er búið að rífa þann
bæ fyrir nokkru, enda var hann lé-
legur. Hann var talinn nr. 72 við Suð-
urgötu. Þar bjó Ingveldur Árnadóttir,
ekkja Jóhannesar Sigvaldasonar. Hún
var ]>ar með syni [>eirra: Árna Magnúsi,
sem gekk í Hjálpræðisherinn og hefur
ílenzt í Danmörku, og Jóhannesi bak-
ara, kvæntur Jónu Jóhannsdóttur.
Þótt ekki væri Hábær stór, var þar
talin önnur fjölskylda 1902. Það var
ekkjan Ingibjörg Eysteinsdóttir með
elzta son sinn, Engilbert Ó. Einarsson,
síðar kaupmann í Reykjavík. Hinir
hétu Friðrik og Helgi. Þessir bræður
tóku sér nafnið Hafberg.
14. Nýibœr. Hann stóð nánast ]>ar
sem nú er húsið Suðurgata 73. Þar
urðu íbúaskipti 1902. Eyjólfur Árna-
son flutti þaðan, en ]>á komu þangað
hjónin Helgi Ólafur Sigvaldason, sem
áður er getið, og Steinunn Halldórs-
dóttir. Þau voru með syni sína tvo,
Geir og Ingimund. Þar var þá líka Stef-
án Grímsson lausamaður, sem kvænt-
ist Maríu S. Sveinsdóttur (í „Mýrinni").
Ólafur var bróðir Guðmundar í Ás-
búð og Jóhannesar í Hábæ.
15. Skuld. Síðar Suðurg. 75. Þar bjó
Magnús Sigurðsson og kona hans Guð-
laug Björnsdóttir, systir Steindórs í
Brandsbæ. Sex barnanna voru fædd:
Ágúst, kvæntur Sesselju Eiríksdóttur,
Magnús, kvæntur Ragnheiði Þorkels-
dóttur kaupkonu, Sesselja, kona Jóns
Gests Vigfússonar, Stefanía Sigríður,
gift Bjarna M. J.óhannessyni, Svein-
björn ókvæntur — býr í Skuld — og
Jón bifreiðarstjóri, kvæntur Elínu
Björnsdóttur. Margrét var ekki fædd.
Hún dó ung.
16. Litlibœr, eða í daglegu tali nefnt
I.itla kotið. Þar bjuggu hjónin Sigurð-
ur Gísli Árnason og Kristín Hallsdótt-
ir. Þau voru barnlaus, en lijá þeint
var uppeldissonur þeirra, Sigurður
Kristinn, sem drukknaði 1918. Hann
var sonur Þorvarðar á Jófríðarstöðum.
Litla kotið stóð ofan og austan við
Verðlaunaþraut I: Hvað heita þessi hús og bæir?