Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
5
Verðlaunaþraut I: Hvað heita þessi liús og bæir?
No
No. 7
No. 8
Skuld. Sigurður byggði uokkru síðar
húsið Linnetsstíg 6, þar sem þau hjón
voru síðan til dauðadags.
Önnur fjölskylda er komin í Litla
kotið við árslok: Gísli Jensson, þá enn
ókvæntur, með móðtir sinni, Sólveigu
Jónsdóttur. Hann var faðir Þorsteins
í Brandsbæ.
17. Holt. Á þessum stað er nú húsið
Suðurgata 69 C. Þar bjuggu hjónin
Björn Vigfússon og Guðný Magnús-
dóttir. Þau voru barnlaus, en ólu upp
Sigurbjörgu Ásmundsdóttur. Hún fór
til Danmerkur. Hjá þessum hjónum
var líka Helgi Einarsson. Önnur fjöl-
skylda var komin að Holti Jretta ár:
Hjónin Jón Ólafssori og Þóra Þorsteins-
dóttir, sem alltaf var kennd við Holt.
Þau voru með Sigríði dóttur sína.
18. Gosdrykkjagerdin Kaldá. Hún
stóð nálægt þar sem nú er húsið Suður-
gata 64. Stofnandi hennar var Jón Þór-
arinsson skólastjóri, og átti hann hana
Jtar til hann varð fræðslumálastjóri
og fluttist til Reykavíkur 1908. Mest
starfaði þar Böðvar Böðvarsson eldri,
sem síðar verður nánar getið.
Gosdrykkjagerð [ressi var stofnuð
1898 — fyrsta Jress konar fyrirtæki hér
á landi — en lögð niður um 1910. Þá
var stofnuð sams konar verksmiðja í
Reykjavík.
19. Mýrarluis I. Það er nú talið Suð-
urgata 52. Þennan bæ hafði Þorlákur á
Stakkstæðinu hyggt, en nú átti hann
ekkjan Guðlaug Narfadóttir. Hún var
Jrar, og leigjendaskipti urðu hjá henni
|>ctta ár. Kristín Einarsdóttir flutti
þaðan með dætur sínar, Guðbjiirgu og
Jósefínu, en [)á kornu Jjangað frá Skers-
eyri hjónin Magnús Hallsson, bróðir
Kristínar í Litlabæ (nr. 16), og Jónína
Jónsdóttir. Þau voru með dætur sínar,
Sigurbjörgu, nú gifta í Reykjavík
Bjarna Guðmundssyni, og Höllu
Kristínu, nú gifta Jóni Helgasyni.
Með Jjeim var Helga Bjarnadóttir,
móðir Jónínu. Þessi fjölskylda var síð-
ar um tíma í Ólafsbæ, og svo byggði
Magnús í nágrenni við Bjarna Mark-
ússon.
20. Mýrarhús II. Þann bæ átti Guð-
mundur Ólafsson, bróðir Jóns Ólafs-
sonar í Holti, og bjó [rar með konu
sini Oddnýju Auðunsdóttur. Þau voru
barnlaus. Hjá Jreim var móðir Odd-
nýjar, Herdís Kristjánsdóttir. Auðuns-
ætlin er kennd við mann hennar, Auð-
un Stígsson, hafnsögumann, sem Jrá var
látinn. Fimm af systkinum Oddnýjar
— börnum Herdísar — voru [)á á lífi:
Sveinn, Snjólaug, Margrét, Magnús og
Kristján. Dánir voru Pétur og Stígur.
Hann bjó í Hvassahrauni.
Guðmundur Ólafsson drukknaði á
kútter Kópanes í vertíðarbyrjun 1903.
Oddný giftist eftir það Gísla Jenssyni.
Hún var yngst sinna systkina, og lifði
lengst, en átti engin börn. í Mýrarhús-
um var líka Jóel nokkur Guðmunds-
son og Júlíana G. Guðmundsdóttir, en
J)au voru ekki lengi í Hafnarfirði.
21. Jófriðarstaðir 1. Sumir telja nafn-
ið Ófriðarstaðir uppliaflegra og rétt-
ara, en hér verður [rað notað, sem al-
gengara er í munni Hafnfirðinga.
Þarna bjuggu misaldra lijón, Þor-
varður Ólafsson og Elín Jónsdóttir.
Börnin, sem heima voru: Guðrún nú
dáin, Hallltjörg gift Marteini Þor-
björnssyni úr Selvogi, Þorvarður verk-
stjóri, kvæntur Geirjrrúði Þórðardótt-
ur, Arnór, kvæntur Sólveigu Sigurðar-
dóttur irá Ási, Elín og Guðný, ógift í
Reykjavík. Sigurðar er áður getið, og
Þóra, sem giftist Magnúsi Ólafssyni frá
Krýsuvík, var J)á í Reykjavík hjá
Thor Jensen.
22. Jófríðarstaðir II. Á Jretta býli
komu Jtetta ár hjónin Hallgrímur
Jónsson og Kristín Árnadóttir. Þau
voru með uppeldisdóttur sína, Krist-
ínu Ólafsdóttur. Þar var lika Hólnt-
fríður Þorvaldsdóttir og faðir hennar,
Þorvaldur Þorstéinsson.
23. Steinar. í kirkjubókum er þetta
kot nefnt Steinsstaðir, en það heyrð-
ist vist sjaldan eða aldrei í daglegu
tali. Bærinn sjálfur stendur enn, rétt
hjá húsinu Hamarsbraut 17.
Eigandi og íbúi bæjarins var Guð-
mundur Grímsson, bróðir Helgu í
Brandsbæ. Hann var lausamaður, þá
orðinn gamall.
Á Steinum var líka Ingibjörg Sveins-
clóttir, ekkja Tómasar Jónssonar, með
Sigfús son Jteirra. Hann kvæntist Hall-
dóru Böðvarsdóttur, en varð ekki gam-
all maður.
24. Hclla. Þar bjuggu hjónin Guð-
mundur Guðnuindsson og Sigríður
Helgadóttir, systir Halldórs í Ásbúð.
Börnin setn heima voru: Guðmundur
Jón, hann drukknaði fyrir Norður-
landi 1936, Egill Halldór, Guðrún
ntissti heilsuna ung og dó ógift og
barnlaus, Halldór kvæntist Amalíu
Gísladóttur , hann er dáinn, Gísli,
kvæntur Önnu Hannesdóttur (nr. 7),
þau búa á Hellu, sem nú er talið Hellu-
braut 11. Yngstur var Friðfinnur, sent
kvæntist Sigríði Einarsdóttur. Tveggja
Hellu-bræðranna er áður getið: Helga
og Ólafs.
25. Hamar. Sá bær stóð Jrar, sem
nú er húsið Hellubraut 9. Þar bjuggu
hjónin Jón Sveinsson og Helga Egils-
dóttir. Þessi af börnunum voru heima:
Sveinn, hann drukknaði, Einhildur,
giftist Sigurði Eileifssyni, Egill,
kvæntist Þjóðbjörgu Þorsteinsdótt-
ur. Hann drukknaði [)egar enski
togarinn „Robertson“ fórst á Hala-
miðum 1925. Yngstur er Jón Pálmi,
er átti Þórlínu Sveinsdóttur. Tvær
dætur hjónanna, Halldóra og Þóra,
voru annars staðar.
26. Miðengi. Á þeim stað er nú hús-
ið Hellubraut 7. Þar bjó Sigríður ísaks-
dóttir, ekkja Péturs Friðrikssonar. Hún
var með stjúpson sinn, Jón Bergstein
skósmið (d. 1958) kvæntan Jónu
Gísladóttur. Sigríður átti bæinn, og
leigjendaskifli urðu hjá henni Jretta
ár. Gísli Jensson fór J)aðan, en þá
komu lijónin Guðmundur Snorrason
og Þuríður Arnoddsdóttir. Þau voru
barnlaus, en voru með uppeldisdóttur
sína, Helgu Magnúsdóttur.
27. Bjarnabær. Þar var stundum
nefnt á Hamri, þar sem nr. 25 var
nefnt í Hamri. Þar er nú húsið Suð-
urgata 38. Bærinn var kenndur við
Bjarna Oddsson, sem þá var dáinn, en
[)ar bjó ekkja hans, Margrét Friðriks-
dóttir, sem J)á var orðin gömul. Af
börnum [)eirra voru tveir synir þarna:
Sæmundur og Oddur. Þar var líka
Bjarnasína dóttir Odds. Hún giftist
Helga Einarssyni, sem áður er getið
(nr. 17).
28. Gislahús. Þar bjuggu hjónin
Gísli Bjarnason og Sigríður dóttir
Beinteins [ress er átti í höggi við
drauginn á Selatöngum um árið. Börn-
in voru öll fædd og öll heima: Ólafur.
kvæntist Valgerði Jónsdótlur, Ingveld-
ur, Bjarni útgerðarmaður, kvæntur
Guðríði Jónsdóttur, og Gislina Sigur-
veig. Hún giftist fyrst Sigurjóni Lárus-
syni, en liann drukknaði 1912. Síðar
varð hún síðari kona Sigurðar Árna-
sonar kaupmanns, sem einnig er dá-
inn. Yngstur systkinanna er Sigur-
bent Gunnar, trésmiður, kvæntur Ástu
Guðmundsdóttur. Þau eiga heima á
sama stað og gamla Gíslahúsið var,
Suðurgötu 33.
29. Ólafshús. Þar er nú liúsið Suður-
gata 29. Þar bjuggu barnlaus lijón;
Ólafur Jónsson og Pálína Eysteinsdótt-
ir. Togarinn „Óli Garða“ var nefndur
í höfuðið á.Ólafi Jtessum, því að hann
var kenndur við Garða á Álftanesi,
J)ar sem hann var formaður hjá séra
Þórarni Böðvarssyni.
30. Bær Jressi var í daglegu tali
nefndur Strýta, en Jrað mun hafa J)ótt
óvirðulegt að skril'a slíkt nafn í
kirkjubækur, og er hann J)ar nefnd-
ur Efstibær. Þar bjuggu hjónin Jón
Vigfússon og Kristín Þorsteinsdóttir
frá Hamarskoti. Hjá ])eim var eina
barn Jreirra: Þóra Guðlaug, nú gift
Kristjáni Benediktssyni bifreiðarstjóra.
Þar sem bærinn stóð — eða J)ví sem
næst — er nú húsið Hlíðarbraut 7.
31. Björnshús. Nýtt hús, kennt við
eigandann, Björn Bjarnasón trésmið.
Hann bjó J)ar með fyrri konu sinni,
Þóru Sigurðardóttur. Tvær af dætr-
um ])eirra voru fæddar: Ragnheiður
og Guðrún Sigríður. Elín var ófædd.
Hún er nú gift Jóni frá Skuld. For-
eldrar Þóru voru í Björnshúsi: Sigurð-
ur Ásmundsson og Guðrún Guðmunds-
dóttir. Hjá Jreim var Þorbjörg Eiríks-
dóttir, sem einhvern tíma mun hafa
verið hjá Ólöfu í Undirhamri. Gamla
Björnshúsið stendur enn sem nokkur
hluti af húsinu Selvogsgötu 3. Eftir
að Þóra dó, kvæntist Björn Guðbjörgu
Bergsteinsdóttur.
32. Hamarskot. Nú eru löngu horf-
in öll unnnerki urn hvar þetta kot stóð,
en [rað var í slakkanum uppi á Hamr-
inum. Upphaflega hefur bærinn sjálf-
sagt dregið nafn af hamrinum, og svo
var farið að kenna liamarinn við kot-
ið, og hann nefndur Hamarskotsham-
ar. í Hamarskoti bjuggu lijónin
Þorlákur Guðmundsson og Anna
Sigríður Davíðsdóttir. Börnin, sem
heima voru: Júlíus, bjó síðar með Her-
dísi Stígsdóttur Auðunssonar, Krist-
mundur, kvæntur Láru Gísladóttur —
J)au bjuggu lengi í Stakkavík — Sig-
urður Gunnlaugur trésmiður, kvæntur
Ólöfu Rósmundsdóttur, Una, dó um
fermingaraldur, og Jarþrúður, giftist
fyrst Kjartani Jakobssyni, en er nú
gift Helga Kristjánssyni. Agnar var far-
inn að heiman og einnig Anna og
Sigríður, en þeirra verður síðar getið.
33. Þar bjó Stefán Sigurðsson tré-
smiður eða snikkari eins og liann var
ncfndur og kona hans, Sólveig Gunn-
laugsdóttir. Börnin voru öll fædd:
Sigurður Jóel trésmiður, dó 1914,
Ásgeir Guðlaugur byggingameist-
ari síðar framkvæmdastjóri Bæjar-
útgerðarinnar, kvæntur Solveigu
Björnsdóttur, tvíburarnir Ingibjörg
Helga, ógift, og Gunnlaugur Stefán
kaupmaður, kvæntur Snjólaugu Árna-
dóttur prófasts Björnssonar, Friðfinn-
ur Valdimar, nú kvæntur Elínu Árna-
dóttur, systur Solveigar, Þorbergur
Tryggui, kvæntur Dagbjörtu Björns-
dóttur, systur Solveigar, og Ingólfur
Jón, múrari, sem dvelur ókvæntur
hjá systur sinni að Suðurgötu 25, og
er ]>að að nokkru leyti sama húsið og
þar var 1902.
34. Hús þetta stendur enn, og er nú
talið Strandgata 54. Á Jrssum árum
var Jrað eign Péturs J. Thorsteinsson
kaupmanns á Bíldudal, ásamt fimm
næsttöldum húsum. Áður voru J)au
eign Þorsteins Egilson, en síðar keyptu
J)eir þessar fasteignir Ólafur og Þór-
arinn Böðvarssynir og mágur þeirra
Jóhannes J. Reykdal. í Jressum hús-
urn voru fjórar fjölskyldur 1902, en
því miður ber gömlum Hafnfirðing-
um ekki saman um hvernig þær liafi
skipzt á húsin, og ritaðar heimildir
öglöggar. Hér verður reynt að hafa
það sem réttast reynist, og samkvæmt
[)ví var Jretta hús ekki notað til íbúðar
J)á, heldur sennilega sem vörugeymslu-
hús. Einu sinni bjó J)ar þó Gísli Þor-
móðsson og Finnur sonur hans eitt-
hvað og Tómas Halldórsson, sem einn-
ig verður minnzt á síðar.