Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 35. Þetta hús stendur einnig enn sem Strandgata 52. Eftir því sem bezt verður vitað, voru þar þá hjónin Sig- fús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir. Börnin: Jón Kristinn — mállaus, — Jónína Guðríður, Arni Magnús, Krist- in María og Stefanía Sigríður. Bræð- urnir urðu bakarar. Svo voru þar önn- ur lijón: Helgi fónsson smiður og Guðrún Ólafsdóttir. 36. Þetta hús stendur líka enn, stórt og veglegt, sem Strandgata 50, en bú- ið að múrhúða það (og einnig húsið, sem talið var hér næst á undan). Þarna bjuggu hjónin Sigfús Þorsteinsson Bergmann og Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann. Sigfús Bergmann var um- boðsmaður P. J. Thorsteinsson bæði við verzlunina og útgerð þilskipanna Kópanes, Hagancs, Sléttanes, Hvassa- nes, Langanes og e. t. v. fl. Elzta dóttir þeirra hjóna, Hrefna, var fædd. Hinar hétu Hulda og Auð- ur. Hrefna og Auður dóu ungar. Þarna var einnig Guðlaug Sigurðar- dóttir, systir Þorbjargar, fón Helga- son verzlunarmaður og Guðrún Stein- unn Ólafsdóttir vinnukona, nú gift Sigurði Ólafssyni kennara. í þessu húsi var líka önnur fjöl- skylda: Jóhannes J. Reykdal, þá enn ókvæntur og bjó með móður sinni, Ásdísi Ólafsdóttur. Hann var þá að byrja sinn mikla starfsferil, og sá um byggingu þriggja liúsa þetta ár: Barna- skólahússins, Arahúss og „Svend- borgar". 37. Hús þetta stendur enn, og hef- ur víst verið nýlegt þá, a. m. k. óvenju veggjahátt, eftir því, sem þá gerðist. I því var ekki búið. 38. Þetta var eitthvert fiskgeymslu- liús eða pakkhús og er lítið um það að segja. Annað hvort það eða næst- talið hús stendur enn, annars staðar í bænum. 39. Þetta hús var líkt að allri gerð, og mun hafa verið haft til sams konar notkuna^. Þar sem þessi tvö hús stóðu og hin fjögur standa, var nefnt „suð- ttr á Möl“ eða „niðri á Möl“. I sögu Hafnarfjarðar er hún nefnd Hamars- kotsmöl, og mun það réttast, en ann- ars var hún oft kennd við helzta mann- inn þar á hverjum tíma. (T. d. Berg- mannsmöl, Ólafsmöl o. s. frv.) Hún náði óslitin sunnan frá Hamri — }). e. hamrinum, sem bær Sigríðar ísaks stóð á — og að læknum, en þá féll hann norðar til sjávar en nú. Nú liggur Strandgatan breið og bein eftir þessu svæði endilöngu. 40. Undirhamar. Sá bær stóð nálægt þar sem nú er húsið Suðurgata 21. Þar bjuggu systkinin Jón Jónsson og Ólöf Jónsdóttir, sem margir Hafnfirðingar muna eftir. Hún var nokkuð forn í skapi, og vildi engan ágang á tún- blettinum sínum, sem náði lrá húsi Stefáns „snikkara" að kálgarðinum í kringum Klúbbinn og á hinn veginn ofan frá Hamarskotstúni niður að götunni, sem enn liggur eins á þessu svæði, en öðruvísi þegar sunnar dró, eins og myndir og kort bera með sér. Svæðið frá götunni neðan við Undir- hamarstúnið, niður að húsunum á Mölinni, var ýmist tún eða fiskreitur. 41. Hús þetta þótti á sínum tíma stórt og stæðilegt. Það var nefnt Klúbb- urinn. (Reyndar af sumum borið fram ,,Klúppurinn“). Það var byggt af Clau- sen veitingamanni frá Keflavík, og stóð ]>ar sem nú er húsið Suðurgata 15. Þar fengust veitingar og gisting, og haldnir dansleikir stundum, a. m. k. áður en „Gúttó" kom til sögunnar. Þegar hér var komið, álti þetta hús Böðvar Böðv- arsson, hálfbróðir séra Þórarins Biiðv- arssonar í Görðum. Hann stundaði barnakennslu hin síðari ár. Fyrri kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir, var dá- in, en hanii kvæntur aftur, Kristínu Ólafsdóttur. Fimm af börnunum frá síðara hjónabandi voru heima: Olaf- ur, nú sparisjóðsbókari, kvæntist Ingi- leifu Backmann, Þórunn, sem giftist fóhannesi Reykdal, Þórarinn, kvænt- ist Sigurlaugu Einarsdóttur, Páll kaupmaður, kvæntur Jennýju Halldórs- dóttur, og Anna, gilt í Reykjavík. Magnús bakari ólst upp í Viðey. Sig- ríður, nú gift Sigurði Valdimarssyni trésmið, var þá heldur ekki hjá foreldr- um sínum. Hins vegar var þarna ungur maður og nýkominn í Fjörðinn, Oddur Ivars- son, sem um fjölda ára var póstaf- greiðslumaður. Frá fyrra hjónabandi átti Biiðvar Egg- ert og Guðmund, auk Böðvars, sem nú verður talað um. 42. Hús það, sem hér um ræðir, stóð þar sem nú er verzlunin Álfafell, eða örlítið sunnar. Árið 1875 var þar stofn- að brauðgerðarhús og sölubúð í sam- bandi við það. Ekki var þó meira annríki við afgreiðsluna en það, að heppilegt þótti að hafa bjöllu, sem hrigndi, þegar útidyrnar voru opnað- ar, og kom þá afgreiðslumaðurinn fram í búðina. Fram um aldamótin var hús- ið og fyrirtækið kennt við bakarameist- arann, C. E. D. Proppé, og nefnt Proppé-bakaríið. Hann dó 1894, og í þessu húsi urðu íbúaskipti 1902. Ekkj- an, Helga Proppé, fór þaðan með börn sín, en þá kom þangað Böðvar Böðvars- son yngri. Hann hafði þá um tíma búið austur undir Eyjafjöll- um. Fyrri kona hans Sigríður Jónasdóttir var cláin, en hann kvænt- ur aftur, systur hennar Guðnýju. Börn- in voru1): Elísabet, nú kaupkona, og Jónas skipstjóri á Selfossi. Hjá Böðvari var líka Gísli Gíslason bakari, sem áður var hjá Proppé. Hann kvæntist Kristjönu Jónsdóttur. 43. Árið 1902 var á þessum stað reist barnaskólahús. Áður var kennt í Flens- borg. Þetta hús var síðar stækkað og stendur enn (Suðurgata 10). Það var 1) Þau voru frá fyrra hjónabandi. notað til kennslu til ársins 1927, en nti eru þar íbúðir. Áður stóð á þess- um stað hús sem nefnt var „Surtla“, reist af Engiendingum í sambandi við brénnisteinsvinnslu í Krýsuvík. (Sbr. Sögu Hafnarfjarðar bls. 348—350, og endurminningar Knud Zimsen: Við Fjörð og Vík). í þessu nýja skólahúsi bjuggu við árslok 1902 tveir kennar- ar, Tómas Jónsson og Valgerður Jens- dóttir, systir Bjarna í Ásgarði og Frið- jóns læknis á Akureyri. Hún giftist Jé>ni Jónassyni skólastjóra. 44. Blöndahlshús, kennt við þann sem byggði það, Magnús Th. S. Blön- dahl, kaupmann og síðar alþingis- mann. Það stendur enn, óbreytt að mestu, og myndi margur telja það yngra, jafnt stórt og það er. Magnús Blöndahl var fluttur til Reykjavíkur, en þessar tvær fjölskyldur voru í hús- inu: Þorsteinn Sveinsson og kona hans Kristín Tómasdóttir, Svavar, sonur þeirra, Guðrún Tómasdóttir, systir Kristínar, og Kristín Nikulásdóttir ekkja. Þorsteinn var síðar leiðsögumað- ur á dönskum varðskipum hér við land. Hin fjölskyldan var Sigurður Jóns- son starfsmaður við verzlunina hjá Sig- fúsi Bergmann — Sigurður assistent — og ráðskona hans Kristín Jónsdóttir. Þau ólu upp Sigurjón Skúlason. 45. Þetta hús stendur enn, lítið breytt, sem Suðurgata 11. Þar bjó Ög- mundur Sigurðsson kennari og síðar skólastjóri. Fyrri kona hans, Guðrún Sveirisdóttir, var ciáin, en hann kvænt- ur aftur, Guðbjörgu Kristjánsdóttur, sem enn lifir. Börn Ögmundar frá fyrra hjónabandi voru heima: Ingi- bjiirg, nú símstöðvarstjóri — hún giftist Guðmundi Eyjólfssyni, senr cr dáinn, og Sveinn, nú prestur í Þykkvabæ, Rang. Af börnum síðara hjónabands var Benedikt fæddur. Hann er nú skip- stjóri, kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur. Börn fædd síðar: Þorvaldur, Guðrún og Jónas. 46. Þar sem þetta hús stóð, er nú hús- ið Brekkugata 12. Þar bjuggu hjónin Daníel Jónsson stýrimaður frá Hraun- prýði og Ólafía Pétursdóttir (f. Peter- sen). Þau áttu eitt barn: son, sem Karl hét. Þar var líka Ágúst bróðir Daní- els og vinnukona, sem hét Oktovía Þ. Jóhannsdóttir. 47. Á þessum stað er nú húsið Brekkugata 10. Þar bjó Eyjólfur llluga- son. l'yrri kona hans var dáin. Hún hét Agnes, og var dóttir Bjarna og Margrétar á Hamri, sem áður er talað um. Þegar hér var komið, var hann kvæntur aftur, Ólafíu Guðríði Ól- afsdóttur. Dóttir þeirra Ólína (Lalla) var fædd, en ekki er Axels málara get- ið í manntali frá þessu ári. Eyjólfur Illugason var ljölhæfur maður, en mest stundaði hann járn- smíðar. Hann var einn af upphafs- miinnum Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði, og margir muna eftir lion- um í hlutverki Skugga-Sveins. 48. Þar sem húsið, sem hér um ræð- ir, stóð, er nú húsið Brekkugata 8. Þar bjó Jón Jónsson „Lauga“ þ. e. kennd- ur við bæinn Laugar í Flóa. Kona hans hét Ingvelclur Bjarnadóttir, systir Gísla sem áður er getið (nr. 28). Börn þeirra voru bæði fædd: Ólafía, nú gift Ólafi Högnasyni trésmið — þau eru í Reykja- vík, og Ingvi, sem kvæntist Guðbjörgu Gissurardóttur. 49. Þetta hús var byggt árið 1902, af Þorvaldi Erlendssyni trésmið. Það stendur enn sem Brekkugata 6. Kona Þorvaldar hét Ingueldur Katrín Vívats- dóttir. Dóttir þeirra hét Halldóra. Hjá Þorvaldi var líka Helgi bróðir hans og Helga Jónsdóttir móðir þeirra bræðra. I-Iclgi byggði skömmu síðar lítið hús, sem enn stendur — Merkur- götu 5 — og var þar lengi. Önnur íjölskylda var í þessu nýja húsi: hjónin Benedikt Jóhannesson og Kristín Guðnadóttir. Áður höfðu þau verið eitthvað í bænum nr. 78 og jafn- vel í Blöndahlshúsinu, en kornu til Fjarðarins frá Oddakoti í Bessastaða- hreppi. Börnin sem heima voru: Guðni drukknaði þegar „Geir“ fórst með allri áhöfn árið 1912, Þóra, giftist fyrst Þór- oddi Guðmundssyni, en síðar norsk- um skipstjóra, Knudsen, og fór með honum til Noregs, Marjón Pétur, kvæntur Jóhönnu Símonardóttur, og Þorlákur, sem kvæntist Valgerði Bjarnadóttur. Þar var og Jóhanna Bengtson systurdóttir þéirra, sem einn- ig giftist til Norcgs. Estífa Benedikts- dóttir var farin að heiman, bjó þá á ísólfsskála með Brandi Guðmundssyni — Björns verður getið síðar, Jóhann- es var í Reykjavík, Vigfús mun hafa verið í Oddakoti, Ingibjörg móðir Jóhönnu Bengtson fór til Danmerkur. Ein systirin hét Rósa. 50. Á þessum stað er nú húsið Lækjargata 6. Þar bjuggu hjónin Sveinn Auðunsson og Vigdís Jónsdótt- ir. Börnin, sem upp komust: Margrét, varð fyrri kona Siefáns Backmanns, Stígur fangavörður kvæntur Sigríði Eiríksdóttur ljósmóður — tóku sér nafn- ið Sæland — Þuríður giftist Sigurði Sigurðssyni, Jón kaupmaður á Gjögri við Reykjarfjörð og Ragnheiður María, sem giftist Pétri Vermundarsyni. Syst- urnar eru allar dánar. Hér var líka Snjó- laug systir Sveins. Hún giftist ek'ki. Sveinn Auðunsson starfaði mikið í. Góðtemplarareglunni, og var einn af forystumönnum verkalýðshreyfingar- innar í Hafnarfirði. .51. Hús Vigfúsar Gestssonar járn- smiðs, — eða klénsmiðs eins og hann var nefndur. Þar bjó hann með konu sinni Steinunni Ingirfði Jónsdóttur. Börnin voru bæði fædd: Jón Gestur, nú kvæntur Sesselju, scm áður er gelið, þau eiga heima á sama stað og for- eldrar Jóns bjuggu, Suðurgötu 5 (áð- ur 'Eemplarasundi) og svo Þuriðuv Sigurrós, sem nú býr á Isafirði. Verðlaunaþraut I: Hvað lieita þessi Jiús og bæir? No. 9 No. 10 No. ! I No. 12

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.