Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Page 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Page 7
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 7 Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn: Gerðin í bæn mii Svo var lengi að orði komizt, að í Hafnarfirði væri veðursæld svo mikil, að þar yrði aldrei mikilla veðra vart. En þá var Hafnar- fjörður talinn hefjast við Hamars- kotslæk og ná vestur að Fiska- kletti. Land þetta tilheyrði Akur- gerði, hinni fornu hjáleigu Garða- staðar. Akurgerði hefur einnig í öðru tilfelli staðið í skjóli. Saga, dóttir Óðins, er situr í Sökkvabekk og sér þaðan of heim allan, varð þessa staðar ekki vör, fyrr en fram kemur á miðja seytjándu öld. Ak- urgerðis er fyrst getið 1642 og öðru sinni 1661. Þá er þess getið í sambandi við leigumála. 1677 verð- um við að telja merkasta ártal stað- arins, og er það bundið Jreirri ákvörðun, að kaupstaðurinn við Hafnarfjörð er þá fluttur frá Hvaleyri, þar sem hann hafði stað- ið um aldabil, og í tún Jjessarar Garðahjáleigu, eftir að hún hafði verið seld reiðurum til Hafnar- fjarðar fyrir part í jörð í öðrum landsljórðungi. Næsta ártal merki- legt í sögu staðarins er 1703, jieg- ar þeir félagar Árni Magnússon °g Páll Vídalín eru hér á ferð og skrif'a sína merkilegu jarðabók. har segir svo um Akurgerði: „Akurgerði, hefur til forna verið eign Garðakirkju og hjáleiga í Garðakirkjulandi. Seld þar frá iyrir aðra jörð reiðörum til Hafn- arl'jarðar, J>á kaupstaðurinn var á Jressarar hjáleigutún l'luttur úr Hvaleyrarlandi, og er nú þetta Akurgerði grasnytjalaus búð eður tómthús. Eignarráð hér yfir hefur Hafnarfjarðarkaupmaður mann eftir mann. Dýrleiki þeirrar gömlu hjáleigu er óviss, Jrar hún stóð í óskiptu staðarins landi og tíundað- ist ekki. Landskuld var 60 álnir og betal- aðist með 3 vættum fiska í kaup- stað. Kúgildi var eitt. Kvaðir öngvar. í tómthúsi Jjessu búa nú Guð- 'nundur Þórðarson og Þorleifur Sveinsson. Húsaleigu gjalda þeir i'ngva, heldur eru fyrir hana skyld- lr til handarvika einna 02: annara, sem kaupmaðurinn á sumrin og eftirliggjarinn á vetrum kunna við þurla. Búðin (Jrað eru tvö hús) viðhalda ábúendur með styrk kaupmanna. Kvikfénaður er hér enginn, kann °g enginn að fóðrast, ])ví túnstæð- *ð er af kaupmannabúðanna bygg- tngu lagt í örreiti, áður fóðraðist þar ein kýr. Eldiviðartak hafa ábú- endur báðir af fjöruþangi, sem Jjar nggur fyrir túnstæði gömlu hjáleig- unnar. Item af smáhrísi, sem þeir afla í almenningi og Garðastaðar- landi, hvert er sker með Garða- staðarhaldara samjDykki og eftir J)eim rétti, sem Akurgerði hafði í Garðalandi svo sem aðrar hjáleig- ur, er í óskiptu staðarins landi standa. Annars á Guðmundur kú, sem um sumar gengur í Garðalandi, svo sem í- hagabeitarnafni þeirrar gömlu hjáleigu. Urn vetur fóðrast kýrin á annars staðar fengnu heyi.“ Svo mörg eru Jiau orð um þessa Garðastaðarhj áleigu. Saga hjáleigunnar verður ekki rakin hér, en fróðlegt mun Hafn- firðingum þykja að velta fyrir sér, yfir hve stórt svæði tún henn- ar náði, sem „lagðist í örreiti af kaupmannabúðanna byggingu“. Vil ég í ])ví sambandi leggja fram mitt álit. Ég liygg, að takmörkin hafi ver- ið klettar tveir, við sjó fram, Skipaklettur að vestan og Linnets- eða Fjósaklettur að austan. Að sunnan, sjávarkampurinn, en hraunbrúnin að norðan og austan. Til frekari skýringar fyrir okkur nú tii dags verða mörkin: Merkur- gatan að vestan, Linnetsstígur að austan, Strandgatan og Vesturgat- an að sunnan og Austurgatan frá Fríkirkju vestur í Kirkjuveg, und- ir hólnum við hús Bjarna læknis Snæbjörnssonar um lóð Lóðs- bræðra í Merkurgötu. Þykir mér ekki ólíklegt, að af Jjessu svæði hafi mátt afla heyja handa einni kú og jafnvel nokkrum kindum. Draupnir, hringur Óðins, var frægastur hringa, segir í sögum. Hann var með þeim hagleik gjör, að af honum drupu níu hringar jafnhöfgir, níundu hverja nátt. Þótti slíkt með undrum veraldar, í fornum fræðum. En Akurgerði, af því hefur dropið, ekki 9 held- ur 13 Gerði, kannske ekki jafn- höfg, en Jaó liöfg á sína vísu. Höfg vegna þeirra manna er þau upp- ræktuðu með eigin höndum. Höfg vegna þeirra manna og kvenna, er búið hafa í bæjum og húsum, er þar hafa staðið og standa enn. Vil ég nú með öröfáum orðum lýsa ])essum Gerðum. En rúmsins vegna aðeins fárra manna, er við ræktun þeirra hafa komið. Verður byrjað austast og haldið vestur um hraun- ið. Hraungerði eystra. Gerði Jietta er í hraunbrúninni upp með lækn- um og snýr mót hásuðri. Til norð- urs umlykur Jiað hár hraunbarm- ur að austan teygjast fram í það lækkandi hrauntungur, en að vest- an lágir hraunbalar. Gerði ]>etta er allstórt. Kristján hét sá Hannes- son, er þarna bjó fyrstur manna, nytjaði og ræktaði gerðið, enda er það í bréfi frá 1865 kallað Krist- jánsgerði, en þá hefur fyrsti sýslu- maður Gullbringu- og Kjósarsýslu, er hér situr í Hafnarfirði, af not þess. Nú stendur í þessu gerði Barnaskóli Hafnarfjarðar, en á hraunbrúninni stendur Héraðs- bókasafnið og Iðnskóli Hafnar- fjarðar undir sama þaki, en húsa- raðir á hrauntungunum að aust- an og hraunbölunum að vestan. Pétursgerði. í bréfinu frá 1865 stendur: Ég, Steinunn Rafnsdóttir [Fjalla-Eyvindssonar] hef til leigu- lausra afnota túnblett þann, er ég hef uppræktað, meðan ég lifi, en fyrir svokallað „Pétursgerði“ í nánd Hamarskotslækjar, sem ég hef feng- ið til leigu, undirgengst ég árlega að borga 1 rigsdal 32 skildinga." Það ætlaði að verða ekki svo lítil leit að „Pétursgerði", þar sem þess er hvergi getið, svo að vitað sé, nema á þessum stað. En ég þykist hafa fyrir satt, að gerði þetta sé kennt við Pétur nokkurn, að norð- an ættaðan, Eyjólfsson, sem bjó 1822 í Melkjörskofa, en hann stóð þar sem nú er húsið Mjósund 1. Gerði þetta hefur því náð neðan frá læknum uppundir ltúsið nr. 13 við Mjósund. Sunnan frá hraun- hryggnum milli húsanna nr. 39 og 41 ofanvert við Austurgötu og hús- anna 38 og 40 neðanvert þeirrar götu. Má enn nokkuð marka lands- lag þessa gerðis i lóð hússins nr. 38. Mathiesensgerði. Efri hluti þessa gerðis var eftir að Jón Mathíesen byggði bæ sinn, þar sem nú er húsið nr. 36 við Austurgötu, við hann kennt og kallað „Mathiesens- gerði. Hafði hann þar fjárhúskofa og nokkra grasnyt. Nú liggja vegir um þetta gerði, en nokkuð af því má sjá enn í lóð hússins nr. 39 við Austurgötu. Jóhannesargerði. í fyrrnefndu bréfi frá 1865 segir svo: „Ég A. N. Petersen hef nú til afnota út- færslu þá, sem Jóhannes sál. Hansen hafði girt, og um hverja eru sömu skilmálar og teknir eru af Ólafi Þorvaldssyni." Petersen þessi var verzlunarmaður hér í Firðinum og átti fyrir konu dótt- ur Steindórs Jónssonar og Önnu Katrínu Velding, sem Anna hét. Jóhannes sá er þetta gerði girti var Pétursson beykis í Reykjavík Jóhannessonar síðasta kaupmanns á Bátsendum Hansen. Synir Jó- hannesar yngra voru þeir bræður Einar og Hendrik, og eru afkom- endur þeina bræðra mjög kunnir hér í Hafnarfirði. Gerði þetta tak- markaðist að vestan af hinum háa hraunrima, sem Fríkirkjan stendur á og kallaður var í gamla daga Milluhóll. Að norðaustan var hraunrimi sá, er Gunnlaugur Stel'ánsson hefur skreytt með myndastyttum og bæjarlíkani. Gerðið náði suður að Gunnars- sundi og niður að Gunnarsbæjar- lóð. Þar standa nú húsin nr. 21, 23 og 26 við Austurgötu og Borgu- hús stendur einnig í þessu gerði, Gunnarssund 3. Hraunprýðisgerði. Hraunprýðis- bændur, Jón Gíslason og Jón son- ur hans, ræktuðu upp þetta gerði, sem náði frá þeim stað, sem nú er húsið nr. 2 við Linnetsstíg, upp að Fríkirkjuhól og upp með honurn að vestan allt út að hraunhryggn- um hjá verzluninni Málmur. En rétt ofanvert við Austurgötu lá garður, sem skildi að þetta gerði og það næsta. Linnetsgerði. Gerði þetta var kennt við Linnet kaupmann og lá það ofanvert við verzlunarhús hans (nú Loftsstöðina). Efst upp undir garðinum var hænsnakofi Linnets, þar bjuggu meðal hænsn- anna, hjónin Sveinn og Guðrún, foreldrar Klofa-Þuríðar, sem ein kvenna hefur hér í Hafnarfirði borið „Vatnskerlingarnafnið". Linnetsstigurinn liggur nú upp suðurkant þessa gerðis. Vestast í

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.