Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 9 Jón Einarsson, verkstjóri: ‘Jyrsiu lögrcgluþiónarnir Jón Einarsson, verkstjóri, var fæddur í Hafnarfirði 12. ágúst 1881, og dvaldi hann þar alla ævi. Hann var fyrstur manna lögregluþjónn í Hafnarfirði, ásamt Jóni Hinrikssyni, kennara. Hófu þeir starf sitt 1. apríl 1908. — Jón Einarsson var þrekmaður mikill og karlmenni að burðum. Hann var oft, á fyrri árum, verkstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Síðustu tuttugu ár ævinnar var hann verkstjóri hjá Vegagerd ríkisins. Hann andaðist frá því starfi 3. jan. 1955. Þeir nafnarnir voru báðir lögregluþjónar til 1. okt. 1908, en Jón Einars- son hélt starfanum áfrarn |jar til 1. jan.. 1909. Sagði hann þá upp starfinu. Hann „undi eltki aðgerðarleysinu', eins og hann kemst sjálfur að orði. Eftir að Norð- mennirnir hurfu héðan var liér friðsamt og lítið fyrir lögreglu að gera. Fyrstu lögregluþjónarnir höfðu 50 kr. í kaup á ntánuði. — Eftirfarandi grein var skrif- uð eftir frásögn Jóns sjálfs, og birtist hún fyrst í handskrifuðu blaði St. Morg- unstjörnurínar nr. 11. Gisli Sigurgeirsson. Hafnarfjörður var byggður snemma, að því er sögur herrna. Fjörðurinn liggur, eins og kunnugt er, sunnan í hraunjaðri og er þar skýlt fyrir norðannæðingum og kuldum. Þar hefur því verið frið- sælt fyrir veðrum og skjólgott, enda hafa íbúarnir mótast af þessu og verið um langan aldur friðsamir og spakir. Þeir sóttu sjóinn á bátskelj- unum sínum í friði og spekt og komust þetta áfram, eins og fá- tækir segja, með nægjusemi og sparnaði. Svo líða tímar. Bærinn vex, útgerðin vex, skipin stækka og möguleikarnir til að komast áfram vaxa. Kútterarnir verða hér margir og sjómannastéttinni fjölgar. Að sama skapi jókst atvinnan í landi. Ymsir fóru að koma auga á kosti Hafnarfjarðar, fleiri en Hafnfirð- ingar sjálfir, og á meðal þeirra voru Norðmenn. Þeir komu auga á hin góðu og gjafmildu fiskimið við Islandsstrendur og jafniramt á Hafnarfjörð sem heppilegan að- setursstað fyrir fiskiflota sinn. Upp úr aldamótunum fóru Norðmenn almennt að leita hér hafnar, og í kringum 1907 var svo komið, að um 40 línuveiðiskip stunduðu veið- ar hér við land og höfðu að nteira eða minna leyti aðsetur hér í Hafn- arfirði. Fór nú að bera á því, sem óþekkt var að mestu áður, að ófriðlegt var hér með köllum og svo virtist sem lög og réttur væri að vettugi virt- ur undir sérstökum kringumstæð- um. Undu hinir friðsömu Hal'n- lirðingar þessu illa og lóru nú að hugsa um ráð til að koma í veg fyrir að slíkt ætti jér stað. Því var það, að árið 1907 var rætt um að setja hér á stofn nýtt embætti, sem var lögregluþjóns- embætti. Var raunar ákveðið að þeir skyldu verða tveir og gæta þess að almennar reglur í bænum væru í heiðri hafðar bæði nótt og dag eða þegar þörf gerðist. Var þeim gert að skyldu að vera báðir á vakt frá kl. 4 e. h. og eins lengi íram á nótt og útlendignar væru á slangri á götunum, en svo áttu þeir að vera til skiptis í formiðdaginn. Nii kom að |)ví að velja þessa menn. Fyrir valinu varð Jón Hinriksson, sem þá var barnakennari hér í bæn- um, en síðast kaupfélagsstjóri í Vestmannaeyjum. Hann lézt árið 1929. Þegar lrann var ráðinn, setti hann það að skilyrði fyrir því að hann tæki þetta að sér, að ég yrði með honum. Égminnist þess, þegar Ágúst sál. Flygenring, sem þá var einn af ráðamönnum í bæjarstjórn, gerði boð eftir mér heirn til sín til þess að ræða um það við mig, hvort ég vildi taka þetta starf að mér, ásamt Jóni Hinrikssyni, að ég varð dálítið hvumsa við og sagði strax, eins og mér fannst, að mig skorti margt til þessa starfs og þá sérstaklega málakunnáttu, þar sem hér væru oft Norðmenn, Svíar, Frakkar og Englendingar. Ágúst sagði þá, að ekkert þyrfti að vera að skeggræða við þessa karla hálf- fulla og vitlausa, heldur bara að gel'a þeim ærlega á kjaftinn. Jón Hinriksson var ntikill vask- leikamaður, sterkur og fylginn sér og slagsmálamaður mikill. Var hann lengi búinn að vera á hval- stöð með Norðmönnum og Svíum og kunni því á þeim lagið. Var hann ekki fyrir það að láta hlut sinn, hvorki fyrir þeim né öðrum. Hans mottó var, að halda þeim öllum hræddum við sig, enda sögðu mér íslendingar, sent með honum voru í „hvalnum", eins og það var kallað, að venjulega hefði hann gengið svo frá þeim, að þeir hefðu ekki óskað viðskipta við hann í bráð altur. Hann var eld- snar og beið aldrei eltir kjafts- höggi, en var ævinlega á undan ineð slíkar greiðslur. Hann talaði norsku og sænsku prýðilega og talsvert í ensku. Betri félaga var ekki hægt að kjósa sér. Fyrir hans orð og áeggjan tók ég svo þennan starfa að mér. Nú átti að byrja löggæzluna 1. apríl 1908. Fengn- ir voru lögregluþjónsbúningar handa okkur, og víst er um það, að báðir kviðunt við fyrir því að sýna okkur á götunum í fyrsta sinni í þessum nýju búningum. Það var um morguninn þennan umrædda dag, að við áttum báðir að mæta hjá sýslumanninum, sem þá var Páll Einarsson síðar hæstaréttar- dómari. Ég varð að lofa því, að sækja Jón Hinriksson heiin til hans, Jægar ég væri kominn í „uní- formið“, en J>að verð ég að segja, að sá spölur var Jnautaganga, þótt ekki væri nú annar vegurinn en frá húsinu rnínu og til húss Eyjólfs frá Dröngum, Jtví að Jjað hús átti Jón Hinriksson Jsá og bjó Jaar. En lieldur var það nú úr leið til að komast á sýslumannsskrifstofuna, þar sem að engin gata var hér þá önnur en Strandgatan. Er ég gekk vestur götuna voru allir gluggar fullir af forvitnum áhorfendum og hópur af börnum á eftir mér; það var eins og einhver furðukarl hefði dottið ofan úr tunglinu. Karl- arnir sendu mér tóninn í gamni og spurðu mig hvernig mér líkaði búningnrinn, hvernig ég kynni við mig o. s. l'rv. Jafnframt var fjöld- inn allur af kunningjum að óska mér til hamingju með stöðuna. Eins og allt annað tók Jtessi fyrsta ferð mín enda. Ég komst heirn til Jóns og við lögðum svo báðir af stað til sýslumannsins, djarfari og áræðn- ari báðir saman. Nú var ég orð- inn hreykinn ylir að allir störðu svona á ntig eins og ég væri eitt- hvert furðuverk. Smátt og smátt vöndumst við búningunum og Hafnfirðingarnir okkur. Öll for- vitni hvarf að vonum og enginn veitti okkur frekari eftirtekt nema J)á er einhverjir Joeir viðburðir skeðu, er umrót vöktu í bænum. Norðmenn kornu venjulega ekki svona snemma árs, en við vorum látnir byrja svona tímanlega til þess að ekki liti svo út sem við vær- um eingöngu settir þeim til höfuðs. Hér var þá í Hafnarfirði Norð- maður er Smith hét og hafði veit- ingar á Klúbbnum — en hann stóð þar sem lnis Jóhanns Þorsteins- sonar — áður Böðvars bakara hús — stendur nú. Hann var hinn versti út í Jjessa lögreglu og taldi, að hún væri eingöngu sett til liöfuðs Norðmönnum. Kvaðst hann aldrei skyldu leita til lögreglunnar fyrir sig eða sitt veitingahús, Kvaðst hann fullkomlega geta stjómað sínu húsi og sínum löndum án íhlutunar lögi-eglu. Meira að segja rægði hann okkur við Norðmenn, er til hans komu, og vildi spana þá upp til óhlýðni við okkur og yfirleitt gerði hann allt sem hann gat til að spilla fyrir því, að við gæturn haldið friði svo sem til var ætlazt. Mér er minnisstætt eitt kvöld seint í aprílmánuði. Það voru komnir eitthvað urn sex eða sjö línubátar. Margir Norðmannanna voru komnir í land og orðnir mik- ið ölvaðir. Um kvöldið voru þeir farnir að hópa sig á götunum. Komið var myrkur, og þá var nú ekki rnikið um götuljósin, og flest- allir Hafnfirðingar gengnir til náða. Allt í einu verðurn við var- ir við það, að þeir eru farnir að stinga saman nefjum um að réttast og ráðlegast væri að drepa Jtessa lögöregluþjóna. Það væri ekki víst að aðrir kæmu í staðinn og í það minnsta ekki fyrstu kvöldin. Og ef ekki drepa þá, að fara þá svo með J)á, að þeir kæmu ekki út á vakt á næstunni. Það var fjárans mikil fyrirferð og reisn á Jieim Jíetta kvöld Jiar sem þeir spröng- uðu eftir Strandgötunni. Við gætt- um þess þegar í upphafi að hafa J)á aldrei á eftir okkur; við vildum ógjarnan fá þá að baki okkar. Lét- um við engan bilbug á okkur finna eða hræðsluvott, en gengum djarf- lega á eftir þeim livert sem þeir fóru. Svo fór um þetta kvöld, að við komum þeim öllum um borð í sín skip. Þannig varð okkar dags- verk að enda með alla óróaseggi, því })á var enginn klefi eða af- drep til að stinga ölóðum ofbeldis- seggjum inn í. Ol't hef ég hugsað um þann mismun að hafa klefa til Jjess að láta Jtessa verstu karla inn í, J)ví að oft var Jntð bæði erfitt og jafnframt leiðinlegt verk að fleygja 5 og 6 útúrdrukknum mönnum of- an í doríu og ýta Jæim frá landi, stundum öllum svo ósjálfbjarga að enginn gat lagt út ár, aðeins öskrað og gólað. Endaði sá leikur oft svo, að við urðum að róa með J)á eða að einhverjir komu frá borði og drógu J)essa vesalinga um borð. Auðvitað gættum við J)ess að íleygja J)eim ekki ósjálfbjarga í doríurnar nerna logn væri eða af- landsvindur. Þetta var neyðarúr- ræði, en eitthvað varð að gera. Heitstrengingarnar hans Smiths fóru nú brátt út um þúfur. Það var ekki liðið langt fram á sumar, J)egar hann bað um aðstoð okkar Jóns til að skakka hjá sér leik- inn. Hann komst brátt í vandræði með landa sína, en svo voru gestir hans kveinandi og kvartandi yfir því, að stolið væri frá þeim pen- ingum i veitingahúsinu, þegar Jteir væru útúrfullir og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. En svo var mál með vexti, að Smith þessi var sjálfur leynivínsali. Komum við eitt sinn

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.