Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 12
12
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
átti heima við Reykjavíkurveg og
látinn er fyrir fáum árum, að nú
væri anzvíti gott að fá kaffisopa,
því að mér fannst vera hálf-nepju-
kuldi. Sveinn bregður þegar við og
fer aftur í til þess að velgja kaffið.
Hjá mér í brúnni var unglingur
ættaður úr Ólafsvík, Ingvi að
nafni, skemmtilegur piltur, símal-
andi um eitt eða annað. Gluggarn-
ir á brúnni voru lokaðir.
Þá hefur Ingvi allt í einu orð
á því, að við séum í landvari hérna.
Ég spyr hann, hvort hann viti ekki,
að það sé suðaustanvindur, sem
standi beint á land. En strákurinn
svaraði því til, að hann sæi það nú
líklega á sjólaginu, að við værum
í landvari.
Ekki urðu þær umræður lengri,
en mér kemur allt í einu í hug, að
varhugavert gæti verið að hafa ekki
brúargluggana opna. Ég rýk til og
opna glugga og skima út. Sé ég þá,
hvernig allur sjórinn veður í broti
beint fram undan.
Ég hringi óðar niður í vélarrúm
að setja á fulla ferð aftur á bak,
og svo heppilega vildi til, að jafn-
skjótt var svarað í vélarrúminu.
Skipið tók íljótlega aftur á.
Hringdi ég skömmu síðar aftur í
vélarrúmið á fullt áfram og lagði
jafnframt stýrið hart á stjórnborða.
Stefndi þá Víðir í suðvestur, til
hafs. Virtist þá bláhryggja undir
skipið hjá okkur, en það reif sig
út, og urðum við ekki varir við, að
það kenndi grunns. Héldum við
síðan áfram ferð okkar austur.
Margt ræddum við um þetta at-
vik, að við skyldum vera komnir
svona miklu nær landi en við hugð-
um. Kenndum við því helzt um,
að ónákvæmlega hefði verið stýrt
eftir því striki, sem halda átti.
Seinna fréttum við, að Egill
Skallagrímsson, sem var á undan
okkur eins og fyrr er sagt, hefði
lent í þessu sama: verið nærri kom-
inn í Iandbrot, þegar eftir var tek-
ið, og skipið þá snúið þvert úr leið
frá landi. Þótti okkur þá með ólík-
indum, að sama ónákvæmni hefði
hent á báðum skipunum, og gát-
um þess til, að eitthvað hefði rugl-
að áttavitann.
Vissum við ekki, nema skipsflök-
in á söndunum eða eitthvað í þeim
gæti hafa haft þau áhrif, eða ef
til vill eitthvað í landinu sjálfu,
enda var það oftar haft á orði um
Kötlutanga, að þeir eins og drægju
að sér skip.
Þess má geta í þessu sambandi,
að í eyjunum fyrir vestan Skot-
land er höfði einn lítill, sem ber
nafnið Compass Hill. Ég var einu
sinni í siglingum á þeim slóðum.
Höfðu þá tveir skozkir strákar, sem
voru á skipinu, orð á því við mig,
að ég vissi sjálfsagt ekki, að þegar
kæmi fram undan höfðanum, yrði
áttavitinn hringlandi vitlaus. Ég
vissi það auðvitað ekki, en sú varð
raunin á, að áttavitann var ekkert
að marka dálítinn tíma, meðan
farið var fyrir höfðann. Skyldi um
eitthvað svipað geta verið að ræða
hér austur við sandana?
Glettur.
Sumarið 1909 var ég stýrimaður
á Lúll frá Patreksfirði. Okkur gekk
heldur illa og hættum veiðum í
ágústmánuði. Þá lá fisktökuskip
frá Milljónafélaginu á Patreksfirði.
Átti það að flytja saltfisk til Bilbaó
á Spáni. Þetta var gufuskip, og var
skipstjórinn norskur, ungur mað-
ur, vasklegur og viðkynningargóð-
ur. Skipshöfnin var að mestu leyti
norsk. Ég réð mér far með þessu
skipi suður til Reykjavíkur.
Nú hafði tekizt svo til, að mað-
ur hafði veikzt á skipinu, áður en
jiað kom til Patreksfjarðar, og ver-
ið lagður á land í Reykjavík. Var
ég nú ráðinn í hans stað á skip og
lögskráður á það, Jægar til Reykja-
víkur kom.
Þegar við vorum að búast til
brottferðar frá Reykjavík, féll það
í minn hlut að stjórna vindu, sem
var á þilfari, en Jrað gekk ekki eins
vel og skyldi, [rví áð ég var óvanur
Jdví starfi og kunni ekki nógu vel á
verkfærið. Engin slys hlutust þó
af, en félagar mínir hlógu að mis-
tökum mínum.
Þegar allt var sjóklárt, var lagt
af stað. Fór ég þá niður í og fleiri
af skipsmiinnum. Þá kom þangað
einn Jieirra og sagði mér alvarleg-
ur, að skipstjórinn vildi finna mig.
Þóttist ég vita, að hann mundi
veita mér átölur fyrir vankunnáttu,
enda sýndust mér skipsfélagar mín-
ir búast við einhverju slíku. Ég
gekk Jjó þegar upp í brú og að
klefa skipstjórans og drap á dyr,
ósköp nett. Mér var sagt að koma
inn, og gerði ég það. Skipstjóri leit
við mér eins og hann hefði ekki
átt von á komu minni og spurði,
livað mér væri á höndum. Ég sagði,
að hann hefði gert boð eftir mér.
„Hver flutti J)au boð?“ s->rði
hann.
Ég skýrði frá J)ví. Tók þá skip-
stj. i flösku út úr skáp, hellti úr
henni í lítið glas, bauð mér og
sagði, að hann hefði viljað gefa
mér þetta.
Ég Jjakkaði fyrir og drakk úr
glasinu. Bjóst ég við, að nú kæmi
ádrepan.
Skipstjóri tók þá vindil upp úr
kassa og rétti mér. Ég þakkaði fyr-
ir, en dokaði við, og þótti þetta þó
undarlegur undirbúningur undir
skammirnar.
Þá segir skipstjóri, að hann liafi
ekki viljað mér annað en J)etta,
,,en segðu piltunum í lúkarnum,
að ef J)á langi í vindil, þurfi J)eir
ekki annað en koma hingað til
mín.“
Ég Jíakkaði fyrir mig og sneri
á brott og gekk til félaga minna
og hampaði vindlinum. Spurðu
þeir, hvað milli mín og skipstjóra
hefði farið, en ég lét drýgindalega
og kvað þarflaust að flíka því frek-
ar en Jieir sæju. Hins vegar hefði
skipstjóri beðið mig að bera })eim
J)au boð, að ef þá langaði í vindil,
Jiyrftu J)eir ekki annað en koma
til sín.
Enginn félaga minna sýndi neitt
snið á sér að Jjiggja Jjetta góða
boð. Og ekki Jmrfti ég að kvarta
undan glettum þeirra, meðan ég
var á skipinu, enda var skipshöfn-
in valdir menn.
Kvöld í Bilbaó.
Það var eitt kvöld meðan við lág-
um í Bilbaó, að ég átti að vaka og
gæta þess, að engir óboðnir gestir
kæmu um borð, en stundum gat
verið full þörf á að líta eftir því.
Skipsmenn voru flestir eða allir í
landi nema skipstjóri. Þá segir
hann við mig, að ef stúlka komi
og vilji fara um borð, þá skuli ég
ekki meina henni það, en það var
J)ó ekki venja. Nú hugsaði ég með
mér, að ekki gæti ég vitað, við
hvaða stúlku hann ætti, og skyldi
ég Jjví hleypa þeirri, er fyrst kæmi,
um borð, en neita öðrum um að-
gang, ef fleiri yrðu.
Líður nú ekki á mjög löngu,
unz ég heyri fótatak á landi, og
kemur þar stúlka gangandi og
stelnir um borð. Ég geng í veg fyr-
ir hana, og segir hún þá eitthvað,
sem ég ekki skildi. Ég svaraði ein-
liverju, en auðvitað skildi hún ekki
orð í því. Ég mundi, hvað mér hafði
verið sagt, og benti henni að fara
upp í brúna og vísaði henni jafn-
framt á, hvar hún ætti að knýja á
dyr. Fór hún að vísbendingu
minni, en ég gekk burt.
Stúlkunni dvaldist alllengi. Ég
hélt mig í eldhúsinu eða á þiljum
úti og hafði gát á mannaferðum.
Nú leið að þeim tíma, að strák-
arnir færu að tínast um borð, einn
og einn eða fleiri saman. Hugsaði
ég, að erfitt gæti orðið að koma
stúlkunni svo í land, að J)eir sæju
ekki til ferða hennar.
Þar kom, að ég sá aftur til stúlk-
unr.ar, er hún gekk niður úr
brúnni. Ég þóttist sjá, að hún hefði
bragðað vín, en ekki gat hún þó
heitið drukkin. Hún gekk til mín
og ávarpaði mig, en ekki skildi ég
hana fremur en fyrr. Hún talaði
því meira, og loks þóttist ég skilja,
að hún mundi vilja vita, hvað
klukkan væri, og gat það verið eðli-
legt, því að girðingu um bryggj-
urnar var lokað á ákveðnum tíma.
Ég sá nrinn kost vænstan að fara
með hana upp í brú, J)ví að J)ar
hékk klukka, og láta hana sjálfa
sjá, hvað framorðið væri. Dimmt
var þar inni, og kveikti ég á eld-
spýtu, svo að hún sæi á klukkuna.
Stakk ég síðan stokknum í vasa
minn.
Enn tekur sú spænska til máls
og bendir jafnframt á vasann, þar
sem ég hafði látið stokkinn. Skild-
ist mér, að hún væri að biðja mig
um að gefa sér hann, og gerði ég
það, en hún tók við honum. Fór
hún síðan í land, og svo heppilega
tókst til, að enginn af skipsfélög-
um' mínum varð var við för henn-
ar, enda sagði ég })eim aldrei frá
herini.
Þegar ég fór af skipinu í Reykja-
vík og kvaddi skipstjóra, gaf hann
mér lítinn, en fallegan vindlakassa
að skilnaði.
Auglýsngar.
Söltuð síld er til sölu hjá Jóni
kaupmanni, sem er alveg beinlaus.
Hestur til sölu hjá undirrituð-
um, sem er góður til afsláttar.
Skinnhanzkar til sölu handa
karlmönnum, sem eru loðnir inn-
an.
Þórarinn Egilson, útgerðaimaður, var einn þeirra mörgu Hafn-
firðinga, sem settu svip sinn á bæinn. Hann var mikill hestamað-
ur. Hér sést Þórarinn á gæðing sínum Kolbaki. Myndin er tekin
inn við Elliðaár árið 1923.