Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Qupperneq 14
14
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
lok septembermánðaar, var mér
send dilkær, er ég átti fyrir aust-
an. Falaði Árni gamli af mér ána
og dilkinn til slátrunar, ég skyldi
fá þetta borgað um lokin. Þetta
samþykkti ég fyrir áeggjan móður
minnar. Hún sagði, að ekki mundu
önnur kjötkaup verða gerð, enda
reyndist það rétt. Þetta var látið
duga handa fjórum til vetrarins.
Um lokin tók Árni mig með sér til
Keflavíkur. Bjóst ég nú við að
eignast aura fyrir ána og lambið,
eins og lofað var, en peninga hafði
ég ekki enn eignazt utan 2 kr., sem
lullorðin stúlka gaf mér, þegar ég
var fermdur, en hún stakk einnig
stundum að mér bita af sínum mat,
þegar tækifæri bauðst. Þegar Árni
kom úr búðinni kallar liann á mig
og segir, að hann ætli að gefa mér.
þetta og réttir mér smápakka. Verð
ég nú forvitinn að sjá hvað í pakk-
anum væri. í Ijós kemur rauður
vasaklútur og lítill trefill. Hann
segir mér að láta hann um hálsinn,
en hann var svo stuttur að ég naum-
ast gat bundið hann einfaldan um
háls mér hvað þá heldur kampfell-
að hann eins og þá var siður. Þakka
ég nú Árna gamla gjöfina, en hann
segir að þetta sé ekki of mikið l'yrir
dilkána. Bregður mér við svarið,
því að mér skildist að annað fái
ég ekki, enda fór það svo. Ekki
fannst mér þetta spá góðu um fram-
tíð mína hér syðra.
Næsti bær við Pálsbæ hét Holt.
Var mjög stutt milli bæjanna og
kom ég þar nokkrum sinnum þetta
haust. Þar voru bræður tveir á
mínu reki eða lítið eitt eldri. Móð-
ir þeirra var orðin fullorðin nokk-
uð og hin mesta myndarkona. Vék
hún ætíð góðu að mér, og þar sem
ég var öllum ókunnur, hændist ég
að þessu heimili. Talaðist svo til,
að ég færi þangað næsta vor. Ég
tók auðvitað eftir því að þar óx
lítil en afarfögur rós, en það hafði
að sjálfsögðu engin áhrif á þessa
vistráðningu.
Nú fer ég að stunda sjó með Árna
gamla Loftssyni. Daginn sem ég
kom suður sagðist hann ætla strax
næsta morgun inn í Garðahverfi
að sækja beitu og jafnframt ætl-
ast til þess að ég yrði með. Við
því var auðvitað ekkert fyrir mig
að segja. Ég vissi lítið við hvað var
átt, þegar talað var um beitu, og
því síður, hvort ég gæti orðið að
einhverju liði, þó að ég færi þessa
ferð. Ekki vissi ég heldur hvar þetta
Garðahverfi var. Ég spyr því hálf-
bróður minn, sem var þarna með
okkur, þá ungur, hvar Garðahverfi
væri. Það vissi hann ekki, hélt þó
að það væri hinum megin við
sjóinn.
Morguninn eftir var lagt af stað
í góðu veðri á þessu fjögurra
manna fari, þrír gamlir menn, all-
ir á sjötugsaldri eða vel það sumir,
og ég, sá fjórði, 17 ára unglingur-
inn, sem ekki kunni neitt til sjó-
verka, vissi ekki einu sinni hvernig
ég átti að sitja í bátnum, hvað þá
heldur að leggja út ár. En blessaðir
gömlu mennirnir sögðu mér til
með góðu, þó sérstaklega sá, er
hafði mig á borð með sér. Þeir eru
allir gengnir þessir gömlu menn
fyrir mörgum árum. Ég vona að
Jæss hafi verið minnzt, Jjegar þeir
komu fyrir dóminn mikla, hve
góðir þeir voru mér í Jressari fyrstu
sjóferð minni hér. Fyrir góða til-
sögn gamla mannsins, sem var á
borð með mér, tókst mér brátt að
fylgjast með, og að ferðarlokum
sagði hann, að ég myndi brátt verða
liðtækur við árina. Þótti mér mjög
vænt um Jressa viðurkenningu
gamla mannsins, Jró að ég segði
ekki neitt.
Fer nú Árni gamli að stunda
róðra með Jiessum gömlu mönn-
um, sem fóru með honum í beitu-
túrinn. Læri ég nú smátt og smátt
helztu sjóverk á opnum bát, skera
úr skel, beita lóð o. fl. Líður nú
haustið og veturinn, en um lokin
fer ég að Holti sem ég gat um hér
að framan. Var Jrar með lokið sam-
vistum okkar móður minnar. Eftir
komu mína að Holti víkkar sjón-
deildarhringur minn. Ég fer í at-
vinnuleit sumar eftir sumar til
Austfjarða og á skútur. Þótti mér
gaman að sjómennskunni, og Jrað
svo, að rétt var að mér komið að
fara í siglingar á útlend skip. Ekki
varð þó al' J>ví. Dró Jjað úr mér, að
ég kunni ekki neitt í erlendu máli,
og fleiri voru ástæðurnar, Jjó ég
geti ekki um þær hér.
Árin liðu hvert af öðru og „rós-
in“ mín fagra óx og dafnaði. Ég
Jaykíst vita, að allir skilji við hvað
ég á. Það var konuefnið mitt, sem
var að vaxa úr 12 ára barni, þegar
ég kom á heimilið, þar til við fór-
um þaðan gift hjón 7 árum síðar.
Allan Jænnan tíma beið ég eftir
þroska hennar og þar með gæfu
minni. Ég á engin orð til að tjá
Jrökk mína fyrir og gat aldrei end-
urgoldið það, sem Jjessi fagra og
hreinskilna stúlka gerði fyrir mig.
Hún lagði lífshamingju sína í mitt
vald og deildi kjörum sínum með
mér.
Nú gerbreyttist líf mitt á allan
hátt. Nú fannst mér sólin skína á
mig fyrst í lífinu og skaparinn rétta
mér hamingju lífs míns og svipta
burtu skuggum fortíðarinnar. En
hvers var ég umkominn að taka við
svo dýrmætri gjöf? Við byrjuðum
að mynda heimili okkar í full-
komnu allsleysi. Hvorugt áttum við
eyrisvirði, ekki disk né skeið að
borða með, ekki ketil né könnu,
ekki rúm hvað þá heldur neitt í
}>að, varla önnur föt en við stóðum
í, en þó hamingjusöm þrátt fyrir
fátæktina og full af vonum og
áhuga að bjarga okkur áfram. Ég
var 25 ára og búinn að úttaka lík-
ams og sálarkrafta. Hún var aðeins
19 ára og óvenju vel hugsandi um
trúmál, af svo ungri stúlku að vera.
Þessu óbilandi trúnaðartrausti hélt
hún alla ævi og miðlaði mér oft af
Jreim fjársjóði sínum, þegar kvíð-
inn sótti að mér um afkomuna.
Fljótt })yngdist fyrir fæti hjá
okkur, börnin læddust Joétt og Jrarf-
irnar margar. Sá ég fljótlega, að
ekki veitti af að spjara sig að vinna,
enda sat ég mig aldrei úr færi með
hvað sem bauðst.
Árið sem við giltum okkur flutt-
um við til Reykjavíkur. Stundaði
ég Jsar sjómennsku á skútum, en að
5 árum liðnum varð ég að hætta
Jrví samkvæmt læknisráði. Fékk
verki í fæturna og fleira sem kom
Jrar til greina. Fluttum við þá aft-
ur suður í Garð og dvöldum þar
í 14 ár. Á Jjeim tíma stundaði ég
sjómennsku á opnum skipum frá
hausti til vors, en ýmsa aðra vinnu
að sumrinu. Fór ég t. d. 4 sumur
norður í síldarvinnu, var nokkur
sumur heima í fiskvinnu hjá Mill-
jónafélaginu meðan Jrað lifði.
Þegar við vorum búin að vera
gift í 16 ár og útlitið ögn að skána
með alkomuna og 8 börn fædd,
dró ský fyrir sólu. Þá kom spánska
veikin svokallaða. Þá veiktist ég
svo hastarlega, að mér var ekki hug-
að líf um tíma. Þar við bættist svo,
að konan, sem var komin langt á
leið að 9. barninu, lagðist líka
ásamt biirnunum okkar öllum.
Soffía dóttir okkar, sem þá var á 16.
ári, varð lyrst á fætur og mátti
segja, að hún væri bjargvættur okk-
ar hinna með aðhlynningu og
hjálp alla. Læknirinn, sem var Páll
Kolka, gaf konunni það í skyn, að
líklegast mundi, að hún losnaði
við barnið í veikinni. Það varð Jm')
ekki, heldur fæddist barnið á rétt-
um tíma, J)egar veikin var að mestu
um garð gengin. Ég hjarnaði við
smám saman eftir langa og erfiða
legu með þeim síðustu í byggðar-
laginu, og af því að ég varð að
leggja að mér erfiða vinnu áður
en ég var búinn að ná mér, þvarr
þrekið til líkama og sálar að mikl-
um mun, skapið þyngdist og kvíð-
inn fyrir afkomunni settist að mér.
Svona beygður og brotinn kom ég
hingað til Halnarfjarðar, svona
til reika hafið þið kynnzt mér,
kæru reglusystkin. Þið hafið ekki
kynnzt mér eins og ég var, áður en
ég fékk Jæssa vondu veiki og Garðs-
menn hafa ekki haft af mér að
segja eins og ég varð eftir veikina.
Ég ætla ekki að tína til J)að, sem
á dagana hefur drifið síðan ég kom
hingað í Halnarfjörð, í þessi 30
ár, sem ég er búinn að dvelja hér.
Þið Jækkið J)að flest ykkar, enda
fátt til frásagnar. Þó get ég ekki
farið fram hjá J)ví, að hér hef ég
orðið fyrir J)yngsta áfallinu við
missi minnar hjartkæru eiginkonu
fyrir sex árum síðan. Var hún J)á
búin að bera með mér byrðar lífs-
ins sem eiginkona í 42 ár og 7 mán-
uði og búin að eignast 12 börn.
Fjögur Jæirra dóu ung, en 8 kom-
ust til Jrroska, áður en hún dó. Þið
getið séð, hvert dagsverk hún hef-
ur af hendi leyst. Ekki einungis,
að hún væri börnum okkar svo
frábær móðir sem hún var, heldur
var hún mér sá styrkur andlega,
sem oft og einatt reið baggamun-
inn. Nú J)akka ég góðum guði
fyrir hana og öll börnin okkar lífs
og liðin. Fyrir Jrremur árum fór
ein dóttir okkar til fundar við
hana. Er ég nú eftir ásamt 7 af
börnum okkar, hin 5 eru, eins og
áður segir, komin yfir um ásamt
móður sinni.
Nii stendur hér þreyttur ferða-
maður og horfir til baka. Hvað
sé ég? Ég hef dregið hér nokkrar
leifturmyndir frá liðinni ævi
minni, sem mér hafa komið í hug
jafnóðum og ég hefi párað Jæssar
línur. Ekkert skilið eftir á veg-
ferðinni. Öll mín orka hefur far-
ið í J)að að sjá mínum fyrir brýn-
ustu nauðsynjum og J)ó naumast
hrokkið til oft og einatt. Tilvera
mín gleymist áreiðanlega jafn-
skjótt og fyllt verður gröfin yfir
kistu minni.
Ég er skapara mínum J)akklát-
ur lyrir handleiðslu hans á mér,
en mest og bezt Jrakka ég honum
lyrir hinn ástríka förunaut, sem
hann gaf mér og aldrei Jareyttist á
að umbera bresti mína og miðlaði
mér svo oft af trúarstyrk sínum.
Elvað tekur nú við? Heilsan að
mestu J)rotin, 73 og hálft ár að
baki. Ellin stendur við dyrnar, já,
er J)egar búin að merkja mig,
enda mun nú ekki langt til ferða-
loka. Ég er sáttur við alla, guð og
menn, og Jrrái nú mest að finna
ástvin minn hinum megin við
tjaldið. Gefi mér guð að svo megi
verða.
SKRÝTLUR
Skóarinn: — Menn eru að tala
um, hve öllu sé vísdómslega nið-
urraðað í heiminum, en hvers
vegna voru Jrá ekki mennirnir
skapaðir með fjóra fætur.
Hann: Þér eruð yndisleg!
Hún: Þér eruð smekkmaður!
Hann: — Nú er ég að fara í lang-
ferð, og ætlar J)ú nú að muna eft-
ir J)ví að hugsa alltaf til mín kl. 9,
á hverju kvöldi?
Hún: — Er Jær ekki sama, þó að
})að sé klukkan kortér yfir 9, })ví
að ég hef lofað honum Helga að
hugsa til hans klukkan 9 á kvöld-
in.
Viðskiptamaðurinn: „Ég vildi
gjarnan fá að sjá reglulega feita
gæs.“
Kaupmaðurinn: „Gerið svo vel
að fá yður sæti, konan mín kemur
rétt strax.“