Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Side 15
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
15
Friðfinnur V. Stefánsson, múraram.:
3£incíurn&r mínar
Bæði dauðadæmd í sömu holunni.
Það var kvöld eitt fyrir mörg-
urn árum, ég var á leið upp í Grá-
helluhraun, sem er nokkurn spöl
fyrir ofan Hafnarfjörð, til að
huga að ánum mínum, því að þær
voru að byrja að bera. Þetta kvöld
var óvenjuhlýtt, vorangan í lofti,
og sunnanblærinn, mildur og
hlýr, strauk vanga mína, líkast því
sem hlýjar og mjúkar barnshend-
ur ættu þar hlut að. Á þeim árum
var Gráhelluhraun sannkölluð
Paradís fyrir lambærnar og litlu
lömbin á vorin. Skjól í öllum átt-
um og safaríkur gróður í hverri
laut. En einu sinni varð Adam að
fara úr sinni Paradís, og sagan end-
urtók sig hér á litlu saklausu lömb-
unum. Öfl komu fram, sem urðu
þess valdandi, að lambærnar og
litlu lömbin urðu að fara burt úr
þessari skjólasömu og gróðurríku
Paradís, svo var nú það. Á leið
minni upp í hraun, var ég að sjáll'-
sögðu að hugsa um ærnar minar, og
var þá helzt í huga mínum grá ær
þrevetur, sem ég átti von á að væri
borin. Og eftir útliti hennar að
dæma, vænti ég þess, að hún eign-
aðist tvö lömb.
Ég var skammt kominn inn á
hraunið, er ég kem auga á þá gráu.
Sé ég fljótt, að hún er æði ókyrr,
og líkast því sem hún sé að leita
að einhverju. Brátt sé ég að ærin
er borin, og er með einu lambi og
ekki stóru, og urðu mér það nokk-
ur vonbrigði.
Ég kyrra litla stund, og virði fyr-
ir mér háttalag ærinnar, sem styrk-
ir þann grun minn að hún sé að
leita að lambi, sem hún hafi týnt.
Ég fer fljótt líka að leita, en það
ber engan árangur. Vík síðan ánni
og lambinu ofar í hraunið, því þar
var meiri gr'óður. Leit síðan á hin-
ar ærnar mínar, og hélt svo heim.
Snemma morguninn eftir, er ég
hafði lokið nauðsynlegustu störi'-
um, hélt ég aftur upp í hraun. Veð-
ur var gott. Ég sé fljótt þá gráu,
hún er aftur komin á staðinn, sem
ég sá liana fyrst kvöldið áður. Hún
er lík í háttum og fyrr, ókyrr og
jarmandi, og að auki búin að týna
lambinu sínu líka, svo að nú var
hún orðin lamblaus. Ég varð liugsi
nokkra stund, virði fyrir mér um-
hverl'ið og helzt þá staði, sem hún
hleypur mest um.
Fljótt tek ég ákvörðun, leggst á
hnén, og skríð síðan eftir jörðinni,
og þreifa með höndunum ofan í
hverja holu og sprungu, sem fyrir
mér verður, því að gras var vaxið
yfir barmana á margri holunni og
sprungunni, svo ekkert sást ofan í
þær.
Loks kom að því, að hönd mín
snerti eitthvað hlýtt og mjúkt, og
þarna var þá lambið bráðlifandi,
en holan svo djúp, að það liefði
aldrei komizt hjálparlaust upp.
Ég verð himinlifandi glaður, set
mig í stellingar, og reyni að vanda
mig sem nest, við að ná lambinu
upp ómeiddu. En hvað skeður, um
leið og ég renni hendi minni ofur
gætilega undir kvið lambsins, þá
snertir handarbak mitt alveg óvænt
eitthvað mjúkt og hlýtt? Jú, þarna
voru tvö lömb dauðadæmd í sömu
djúpu og þröngu holunni og hefðu
orðið að heyja þar sitt dauðastríð,
ef mannshönd hefði ekki verið
leidd að holunni, eða svo fannst
mér. Þessi litli atburður færði mér
þann fögnuð og gleði, sem eftir 30
ár vakir enn svo skýrt í vitund
minni, að hann yljar mér enn
marga kyrra og hljóðláta stund.
Þegar hjartað fór að slá.
Kvöld eitt nokkru seinna þetta
sama vor, er ég enn á sömu slóð-
um að huga að ánum mínum. Ég
er skammt kominn inn á hraunið,
er verður á vegi mínum ær frá
mér, með lambið í burðarliðnum.
Taldi ég rétt að lofa henni að
bera í friði. Hélt ég því lentgra
upp í hraunið á meðan, til að gæta
að öðrum ám. Brátt kem ég aftur
til að gæta að ánni nýbornu. En
þá blasti við mér sjón, sem ég
gleymi aldrei. Ærin hendist í loft-
köstum ærð af liræðslu, með ný-
fætt lambið fast á höfðinu í ull-
inni á milli fótanna. Lambið
sveiilast til og frá og lemst við
steina og nibbu, líkast því sem
sterk hönd væri að berja því við
jörðina. Ég tek undir mig stökk og
er furðu fljótur að grípa ána og
stöðva þennan dauðadans. Ekki
var það nú fyrir fræknleik, hve
fljótur ég var að þessu, heldur liitt
að ærin hljóp mest í smáhringj-
um, og virtist nær blind af
hræðslu. Ég legg fyrst ána á hlið-
ina, losa síðan lambið, hagræði
ánni aftur, og síðan legg ég vinstri
fót minn yfir bógana og held
henni þannig fastri. Tek síðan
lambið báðum höndum, og þukla
það og finn mér til mikillar furðu
að fæturnir eru ekki brotnir. En
ekkert lífsmark sé ég með því. Ég
legg lambið að eyra mínu, í von
um að ég heyri hjartað slá, en
það var eins og að leggja stein við
evrað. Á þessum árum var ég vel
hraustur og fékk aldrei nein mátt-
leysisköst. En nú er ég sat þarna á
jörðinni með lifandi ána undir
fæti mínum, og nýfætt ókarað og
dautt lambið í höndunum, varð
ég allt í einu svo máttlaus, mér
fannst ég síga saman og verða svo
smár. Þannig var ég nokkra stund,
svo loka ég augunum og andvarpa
cg segi: Góði guð, hjálpaðu mér
til að lífga lambið. Ekki leið löng
stund, unz ég er hálfósjálfrátt far-
inn að blása í nasir lambsins, þar
til ég finn rifin þenjast út, þá
þrýsti ég á þau aftur. Þetta end-
urtek ég nokkrum sinnum. Á milli
nudda ég það og strýk gætilega,
en þó nokkuð þétt.
Af og til ber ég brjóst þess að
eyra mínu, í von um að fá að
heyra að hjartað fari að slá, en
alltaf án árangurs. Og svo kemur
að því, að ég missi alla von, mátt-
leysið grípur mig aftur, og ég verð
staðráðinn í því að leggja lambið
frá mér, urða það og rölta síðan
heim. En um leið og ég ætla að
framkvæma þennan ásetning minn,
er eins og kallað sé til mín. Nei,
nei, hættu ekki strax, reyndu leng-
ur. Og aftur byrja ég og held áfram
nokkra liríð. Alltaf er ég annað
slagið að hlusta eftir því, sem ég
þráði heitast þessa stund: Að heyra
og finna hjartað litla lambsins fara
að slá, en alltaf án árangurs. Og
aftur er ég kominn að því að gef-
ast upp, en þá skeði undrið mikla;
fyrst olurveikt, en síðan smátt og
smátt urðu slögin styrkari, unz sig-
ur lífsins var fullkominn. Glaður
og þakklátur gekk ég heim, og
sjaldan hef ég lagzt sælli til sængur
en þessa nótt. Og líklegt tel ég að
meðan minni og líf endist mér,
gleymi ég ekki, þegar ég heyrði
hjarta litla lambsins fara að slá.
Ég fól gulu ánni forsjá mína.
Það mun hafa verið á árunum
íyrir 1920. Þá átti ég á eina, er ég
nefndi Gul, og er hún mér minnis-
stæðari en flestar aðrar er ég hef
átt, vegna þess hve skemmtileg og
framræk hún var í rekstri. Þessi ær
bjó yfir miklu þreki og forystu-
hæfni, sem hún að vísu fékk ekki
oft tækilæri til að sýna. Þó fór svo
að einu sinni reyndi svo á hana
að um munaði, og þá brást hún
heldur ekki, lieldur sýndi hún svo
frábært þrek og forustuhæfni, að
frægt varð. Ætla ég nú að rifja
þetta upp, og lýsa aðdraganda
þeirrar þrekraunar.
Það var sunnudagur, komið fram
á miðja vertíð, og daginn tekið
að lengja. Umhleypingur og ótíð
hafði verið undanfarna daga. Haf-
rótarútsynningur annan daginn,
en austanbylur hinn. Þennan
sunnudagsmorgun var hann held-
ur hægari, en dimmt í lofti. Þó rak
ég ærnar mínar á haga um kl. 9,
því snapir voru sæmilegar, því að
alltaf reif af. Það var allgott veður
fram til kl. 11, en þá tók að hríða
af austri og hvessa, og brátt var
komin grenjandi hríð, sem hélzt til
kl. 3. Þá sléttlygndi allt í einu og
Höfundur er mikill dýravinur, eins og greinin ber með sér, og hefur yndi af öllum skepnum. Til vinstri sést kindahópur Friðfinns, í miðju er mynd af
yerðlaunahrútum, sem hlutu 1. verðlaun að Vífilsstöðum 1923. Þessir hrútar voru síðar seldir til kynbóta að Straumi. Til hægri er svo liöfundur á hest-
baki, en hann hefur alla tíð vcrið mikill hcstamaður.