Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 16

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Frá byggingu St. Jósephs spítala 1929. Efri röð t. f. v.: Friðfinnur V. Stefánsson, Marjón Benediktsson, Marteinn Þorbjörnsson, Þorkell Guðmundsson, Þorkell Ingi- bergsson, Loftur Sigfússon, Sigurður Flygenring og Guðmundur J. Setberg. Neðri röð t. f. v.: Ingólfur J. Stefánsson, Sigurbent Gíslason, Tryggvi Stefánsson, Jóhannes Hallgrímsson (6 ára), Þorkell Ásmundsson, Ásgeir G. Stefánsson, Ingi Kristjánsson og Daníel Vigfússon. ------------------------------------------------------------------- létti liríðinni. Þá var nú ekki beð- ið boðanna, heldur fóru bæði ég og fleiri, er kindur áttu úti, upp- eftir til að ná þeim í hús. Menn óttuðust að þetta myndi svikalogn eitt vera, sem og varð og það ærið eftirminnilega. Á leið minni upp- eftir, leit ég oft til lofts. Brátt tek ég eftir því, að biksvartur skýja- bakki er farinn að breiða sig um allan suðvesturhimininn. Stígur alltaf hærra og hærra og alltaf verður sortinn meiri og meiri. Ég staldra ögn við, og virði fyrir mér þessar hrikalegu hamfarir og átök, sem mér virðist fara fram þarna í loftinu, þar sem þessi svörtu skýja- blóstrar hlaðast hver utan á annan og alltaf verður sortinn meiri. Og er ég virði þessar ógnþrungnu ham- farir fyrir mér, verður mér á að hugsa: Skyldi þeim hafa lent sam- an andbýlingunum landnyrðingi og útsynningi, báðir ofsareiðir með fangið fullt af grenjandi hríð. Jú, sannarlega var íull ástæða til að ætla slíkt, því svo dimmur og ógn- andi var sortinn orðinn. Nú herti ég gönguna sem mest ég mátti. Og það mátti ekki seinna vera, ég er nýbúinn að finna ærnar mínar og stugga við þeim. Gul tók strax for- ustuna í áttina heim á leið og hin- ar á eftir. En um leið, næstum eins og hleypt væri af byssu, skellur yfir sú ofsalegasta hríð, sem ég hef nokkurn tíma verið úti í. Fyrst tók ég andköf, náði naumast andan- um, og hugðist helzt fleygja mér niður, og grúfa andlitið ofan í kalda fönnina. En um leið opna ég augun og sé rétt hjá mér síð- ustu ána mína vera að hverfa út í sortann á eftir hinum. Án þess að hika, hendist ég á eftir henni með þeim fasta ásetningi, að reyna að missa aldrei sjónar á henni, og þar með fela Gul forsjá mína. Því sjálf- um mér treysti ég ekki til að rata heim í þessari gjörningahríð. Þetta ber að vísu ekki vott um mikla karlmennsku og sjálfstraust hjá mér og verður svo að vera. En það hafa að vísu fleiri menn en ég orðið af líkum ástæðum að fela fer- fætlingum, bæði hundi, hesti eða kindum, lorsjá lífs og lima, og ekki minnkast sín fyrir. Og áfram seig heim á leið, von- aði ég. Og allaf annað slagið grillti ég í síðustu ána. En ekki get ég dulið það, að oft var ég að kvíða því, að Gul myndi þá og þegar gefast upp í einhverjum skaflinum, og ekki orka að halda réttri stefnu í þessari trylltu, æðisgengnu og grenjandi hríð. En aldrei stoppaði Gul alveg, þótt hægt færi hún stundum, blessuð skepnan. Og aldrei lét hún ofsann hrekja sig frá réttri stefnu, því að loksins er hún nam staðar, og ég reyndi að átta mig, grillti ég í fjárhúsþakið. Og þar með hafði Gul sigrað, og lokið sigurgöngu sinni, og leyst af hendi, ef ég má orða það þannig, frábæra þrekraun. Til samanburðar og til marks um það, hve hríðin var grimm, má geta þess, að rétt á eftir mér voru tveir harðfrískir menn, er ekki höfðu fundið ærnar sínar. Gátu þeir ekki haldið réttri stefnu, villt- ust og hröktust af leið. En fyrir einstaka heppni og tilviljun rákust þeir á kofa, sem annar kannaðist við, og sá þá strax, að þeir höfðu villzt. En þarna hvíldu þeir sig og söfnuðu kröftum, og biðu unz mesti ofsinn leið hjá og komust svo að lokum heim. Þetta voru harð- frískir menn, annar karlmenni að burðum, og eftir því glöggur og aðgætinn og alinn upp á þessum slóðum, Friðfinnur heitinn Guð- mundsson frá Hellu. En hinn fjör- maður mikill og fylginn sér, Jó- hannes lieitinn Þorsteinsson frá Hamri, kenndur stundum við Kveldroða við Reykjavík. Og nú eftir þessi mörgu ár, er ég að rifja upp þennan atburð, og hugsa um, er þessir hugdjörfu og hraustu karlmenn urðu að beygja sig og láta ofsaþunga hríðarinnar hrekja sig af réttri leið. En á sama tíma er gula ærin að brjótast í gegnum skafla, sem taka yfir bak hennar, og hríðin svo dimm, að allt er hulið. En ekkert megnar að hrekja hana af leið, hún heldur alltaf réttri stefnu, og sigrar að lok- um glæsilega. En maðurinn með allt sitt mikla vit, æðsta og full- komnasta skepna jarðarinnar, bíð- ur ósigur og villist. Og enn, ef ég á leið um þessar sömu slóðir og útsynningsél byrgir sjón mína, kemur Gul stundum í hug minn, og ég sé hana fyrir mér, þar sem hún brýst áfram gegn æð- andi hríð, og ekkert megnar að hrekja hana af leið. Og þessar fá- tæklegu línur mínar eiga að vera þakklætisvottur og lítill sveigur, sem mig langar til að vefja um minningu gulu ærinnar, sem ég eitt sinn fól forsjá mína og bjargaði mér frá hrakningum og villu, og kannske því, sem var enn alvar- legra, ég veit það ekki. Lítil biðjandi augu. Það mun hafa verið á árunum kringum 1935. Það var sunnudags- kvöld, ég reið upp í Gráhellu- hraun, til að líta eítir ánum mín- um, sem allar voru bornar. Það var kalsarigning og gola nokkur. En um lágnættið lygndi, stytti upp og smáhlýnaði, eftir því sem leið á nóttina. Lömbin höfðu leitað í skjól, kúrðu við kletta og í smá- skútum. Ég fann fljótt allar ærn- ar og lömbin líka, nema eitt. Lambakónginn sjálfan fann ég ekki. Það var gulur hrútur undan livítri tvævetlu. Ég leita nokkra stund, og mig grunar strax, að hann hafi þrengt sér inn í skúta eða sprungu og hími þar. Brátt fann ég hann, þar sem hann liafði fallið ofan í gjásprungu og var þar ósjálfbjarga. Og það, sem verra var, að svo þröng var gjáin og illt aðstöðu, að ég átti þess engan kost að ná til lambsins, hvorki með höndum mínum eða öðru. Nú var ég komin í nokkurn vanda, og er ég kraup þarna á gjábarminum og sá lítil biðjandi augu mæna til mín, var ég fljótur að ákveða mig. Steig í skyndi á bak hesti mínum og reið greitt heim, til að sækja járn- karl, sleggju og fleyg. Ég gekk að áhöldum þessum vísum, og reið þegar af stað aftur. En nú varð ég að fara hægara, því það er enginn leikur að reiða þunga sleggju, járn- karl og fleyg í höndum einum. Og þegar ég reið þarna aleinn að heim- an undir nóttina og vopnaður í vissum og góðum tilgangi, að mér fannst, gat ég ekki að því gert, að í huga rninn kom lík mynd aftan úr fornöld. Ég sá alvopnaðan mann ríða einan frá bæ sínum undir nótt og kannske í þeim tilgangi að eyða lífi, mig hryllti við þeirri tilhugs- un. Herti á hesti mínum, og hélt áfram ferð minni í þeim ásetningi að reyna að bjarga lífi með þungu og stirðu vopnunum, sem ég var búinn. Og brátt tók ég að sprengja og rífa barminn á gjánni, en varð þó að gæta allrar varúðar, að missa ekki steina og flísar ofan á lamb- ið, er ég sprengdi þá og losaði. Þetta sóttist seinna en ég hafði vonað, bergið reyndist ekki eins sprungið og mér hafði sýnzt fljótt á litið. En veðrið fór batnandi eftir því sem meira hallaði frá lágnætti, og ég hélt ótrauður áfram. Loks kom að því, að ég gat þrengt mér nógu langt ofan í gjána til að geta náð til lambsins og lyft því upp. En stundum verður mikið erfiði til lítils. Og málsháttur einn segir, að feigum verði ekki forðað. Sann- aðist það á lambakónginum litla. Þegar smalað var til rúnings, kom mamma ltans ein með strimla í júgrinu, en hann kom ekki og aldrei síðar. Þó að þessi yrðu örlög lamba- kóngsins litla, mundi ég hiklaust og glaður rífa og sprengja grjót heila vornótt, ef það ætti fyrir mér að liggja, að sjá lítil biðjandi augu mæna til mín neðan úr kletta- sprungu, því að ég gleymi aldrei þeirri gleði, er gagntók mig, er ég sat á steini að hvíla mig, og ég sleppti ómeiddu lambinu og sá það hlaupa frjálst og fagnandi undir mömmu sína. Allt var svo undur hljótt. Högg sleggjunnar þögnuð, rnarrið í járninu heyrðist ekki lengur. Og hin djúpa k'yrrð vornæt- urinnar umvafði mig allan, og síð- ar strauk mildur og hlýr andvari vanga minn, og bar að vitum mín- um vorilm angandi bjarkar. í austri sá ég örmjóan bjarma af nýrri dagsbrún. Og í orðvana gleði minni rauf ég hina djúpu þögn næturinnar með orðum fjallaskálds- ins og fagnaði um leið nýjum degi. „Aldrei siklingur neinn hefur sinni í höll lifað sælli né fegurri stund.“ Ferskeytla. Klónni slaka ég aldrei á undan blaki hrinu, þótt mig hrakið hafi frá hæsta takmarkinu. Jón S. Bergmann.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.