Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 17

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 17
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 17 Matti móði eða Matthías Guð- mundsson, eins og liann hét réttu nafni, átti ekki sjö dagana sæla í heimavistarskólanum. Það var svo margt í fari Matta aumingjans, sem dró að sér athygli hinna drengj- anna í skólanum. Matti var feitur og pattaraleg- ur. Hann átti erfitt með hlaup. Hann var alltaf móður og más- andi, ef hann þurfti að hreyfa sig eitthvað. Svo var hann líka sérvit- ur. En mest áberandi í fari Matta móða var matargræðgin. Þegar svo ofan á þetta bættist, að Matti greyið var meinlaus og oft vand- ræðalegur, var ekki að undra þótt bekkjarbræður hans hefðu í frammi ýmsar brellur við hann og gerðu honum gramt í geði. Eink- um voru það þeir Maggi og Palli, sem lögðu sig í líma við að gera honum lífið erfitt á ýmsan hátt. í heimavistarskólanum að Laug- arbökkum var venja að hafa góð- an mat á borðum sunnudaginn áð- ur en jólaleyfið var gefið. Og að þessu. sinni hafði Matti komizt á snoðir um, að eftirmaturinn þenn- an sunnudag ætti að vera ávextir eða ananas. Matti hafði frá upp- hafi setið við þann enda borðsins, sem vissi að eldhúsinu. Og það hafði aldrei brugðizt, að ráðskon- an setti matarfötin og skálarnar fyrst á borðsendann hjá Matta. Hann hafði því þau hlunnindi að byrja. Það mátti nærri geta, að strákunum sveið það ekki lítið. „Mathákurinn," sagði Palli. „Nú tekur hann einhver ósköp af ávöxt- unum og við fáum lítið eða ekk- ert.“ „Já, ég var einmitt að hugsa um það, að ef hann ekki kemur, er það ég, sem á að byrja,“ svaraði Maggi og var íbygginn á svipinn. „Kemur ekki. — Auðvitað kem- ur hann!“ „Já, en það er einmitt það, sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ „Gætum við ekki læst hann inni?“ „O, blessaður vertu. Hann fer bara út um gluggann." „Hm. Væri ekki hægt að gefa honum eitthvað inn?“ „Jú, ef þú gætir komið í hann t. d. svefnpillum, þá væri það nóg. En ég treysti mér ekki til þess,“ sagði Palli. „En hvað getum við þá gert?“ Þeir brutu heilann um þetta vel og lengi. Allt í einu glaðnaði yfir Magga. „Gætum við ekki hnuplað frá honum buxunum hans?“ „Buxunum?" „Já, þú veizt hvað hann er rúm- latur á sunnudagsmorgnana. Hann liggur fram að hádegi og sefur eins og rotaður selur. Það er bara mat- argrægðin, sem rekur hann á fæt- ur, á síðustu stundu. Og svo, ef hann fyndi ekki buxurnar sínar, BARNASAGAN: Buxnahyarf ið þá mundi hann koma seint í mat- inn eða kannske alls ekki.“ „Já, en strákgreyið var að láta pressa Jjær í gær,“ sagði Palli með meðaumkun í rómnum. Og held- urðu að hann eigi ekki nema ein- ar buxur. Hann fer bara í aðrar buxur." „Alltaf er liann eins, þessi dreng- bjálli. Þarna helur hann troðið tösku mitt í gangveginn, einmitt þegar maður þarf að flýta sér,“ sagði Maggi. „En veiztu hvað Jretta er? Þetta eru óhreinu fötin hans. Þau eiga að fara heim til hans með póstin- „Skítt með það. Við tökum auð- vitað allar buxurnar hans.“ 2. Að vörmu spori voru þeir Maggi og Palli komnir að herbergi Matta móða. Dyrnar stoðu opnar upp á gátt. „Flýttu Jjér. Þær hanga Jsarna í skápnum,“ skipaði Maggi. Sjálfur liélt hann vörð á meðan. „Taktu líka leikfimisbuxurnar hans.“ „Og náttfötin hans,“ skaut Palli inn í og kímdi. „Nei, heyrðu! Hann fer nú varla að setjast til borðs í náttfötunum einum. Hvað um það. Við tökum þau til öryggis." Þeir hrifsuðu Jjetta allt saman með sér. Því næst tóku Jjeir á rás út úr herberginu. Þeir flýttu sér svo mikið, að Jjeir tóku ekkert eftir tösku, sem var á ganginum. Þeir féllu báðir flatir um hana. um í dag. Þetta er merkt hjá hon- um og tilbúið til sendingar. Það er laugardagur í dag.“ „En Palli," sagði Maggi og aug- un sindruðu af áliuga. Hrekkja- bros l'ærðist yl'ir allt andlitið. „Veiztu livað mér datt í hug?“ „Nei, hvað er það — hvað er ])að?“ spurði Palli með ákefð. Maggi var nú lagztur á legu- bekkinn og veltist um af hlátri. Að lokum gat hann bælt niðri í sér hláturinn. „Við tökum ólneinu fötin hans úr töskunni og sendum buxurnar hans heim í staðinn.“ Drengirnir grétu af hlátri. „Bara að hann komist ekki að Jjessu. Hann má ekkert gruna.“ „Mikili snillingur ertu að láta þér detta þetta í hug, Maggi,“ sagði Palli. „Og hvað skyldi mamma gamla segja og pabbi hans, þegar bless- aður drengurinn þeirra sendir all- ar sínar buxur heim — en engin óhrein föt.“ Drengirnir sáu gömlu hjónin fyrir scr og veltust um af hlátri. Þeir voru handfljótir við að taka óhreinu fötin úr töskunni og setja buxurnar í staðinn. Þeir tróðu óhreinu fötunum neðst í klæða- skápinn og hlupu siðan i burtu. 3. Meðan verið var að borða kvöld- verðinn kom pósturinn inn í mat- salinn eins og hann var vanur og kallaði: „Þarf nokkur að senda tösku með póstinum í dag?“ Allir þögðu. Matti var önnum kafinn við að háma í sig hangikjötið. Hann var alveg búinn að steingleyma tösk- unni með óhreinu fötunum. „Þarf nokkur að senda tösku með póstinum?" kallaði pósturinn enn hærra en áður. „Þarft þú nokkuð að senda með póstinum núna?“ hvíslaði Maggi í eyrað á Matta og reyndi að vera rólegur. „Æ, það var alveg satt, Jakob minn! Viltu vera svo góður að taka fyrir mig töskuna mína. Hún stend- ur á ganginum, rétt við herbergis- dyrnar hjá mér. Hún er alveg til- búin.“ Maggi átti bágt með sig. Palli hnippti í hann undir borðinu. Og báðir börðust þeir við niðurbæld- an hláturinn. — En Matti nagaði kjötbein af miklu kappi. Þegar máltíðinni var lokið og þeir Maggi og Palli gengu út úr matsalnum, heyrðu J)eir skröltið í póstvagninum. „Þarna fer hann með buxurnar, sá gamli.“ Og nú Jrurftu þeir ekki að bæla niðri í sér hláturinn lengur. Þegar Jreir komu upp í herberg- ið sitt lagðist Maggi upp í rúm og hló. En allt í einu reis hann upp og sagði: „En heyrðu! Við gleymdum einu. Hann er í buxum, bjálfinn sá arna.“ Þetta höfðu þeir ekki at- hugað. „Við verðum að fara inn til hans í kvöld, þegar hann er háttaður og stela frá lionum buxunum hans. Klukkan var farin að ganga tólf, þegar Jieir Maggi og Palli læddust á tánum niður trööppurnar og út i garðinn. Þeir höfðu með sér vasaljós. „Þetta er bara eins og í skáld sögu,“ hvíslaði Palli. „Bara, að hann hafi ekki læst dyrunum hjá sér?“ „Nei, ég tók lykilinn núna í kvöld. Hérna er hann.“ Er Jreir nálguðust herbergið, sem Matti svaf í, héldu þeir niðri í sér andanum. Palli tók í hurðina, en hún opnaðist ekki. „Hún er læst.“ „Nei, nei! Hann hefur aðeins

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.