Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 18
18
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
bundið hana aftur. Við skulum
bara taka í.“ Dyrnar hrukku upp.
Strákarnir skimuðu í kringum
sig. En það var enginn á ferli. Það
var dimmt inni og ekkert heyrðist
nema hinn þungi andardráttur
Matta móða.
„Lokaðu dyrunum, meðan ég
sæki buxurnar hans,“ sagði Maggi.
Hann sá strax hvar Matti hafði
lagt fötin sín.
„En hvar eru nærbuxurnar
hans? Kveiktu!“
„Hann sefur auðvitað í þeim.
Eigum við að taka þær líka?“
„Nei, ertu vitlaus! Þær vil ég
ekki.“
Þegar þeir voru komnir út í
garðinn, fóru þeir að hugsa um
hvað þeir ættu að gera við bux-
urnar. „Það er ekki þorandi fyrit
okkur að geyma þær.“
„Við getum hent þeim inn í her-
bergið hjá einhverjum öðrum.“
„Heyrðu! Við hendum þeim inn
til hans Drésa. Hann og Matti eru
alltaf saman. Og svo er herbergið
hans í hinum enda hússins. Það
fellur því síður grunur á okkur.“
„Já, stórfínt!"
„Hérna er nr. 26. Drési á heima
beint á móti nr. 26: Fleygðu bux-
unum inn í skápinn hans,“ hvíslaði
Palli. Maggi var því samþykkur.
Það var ekki fyrr orðið albjart
í herberginu en að veran í rúminu
reis upp við dogg og kallaði:
„Hvað er þetta? Hver er þarna?“
Þeir slökktu ljósið á auga-
bragði, sentu buxunum í áttina til
Drésa og hurfu síðan hið skjótasta
á brott.
Drési var alveg forviða. Hann
lá lengi hreyfingarlaus af ótta.
Loks hleypti hann í sig kjarki og
fór að skoða þessa druslu, sem
hann hafði fengið framan í sig.
Hann varð ekki lítið undrandi,
þegar hann sá, að þetta voru buxur
með axlaböndum.
„Hvern skramban á ég að gera
við þetta?“ hugsaði hann og horfði
sem steini lostinn á buxurnar.
Vofa! Draugar! — Innbrotsþjóf-
ar!
Loksins áræddi hann að fara
fram úr rúminu og raða borði og
tveim stólum fyrir dyrnar. Svo
lagðist hann til svefns aftur. En
hann lá lengi vakandi, skjálfandi
af ótta og kvíða.
4.
Um hádegið á sunnudag, þegar
kennarinn kom inn í matsalinn,
voru allir mættir nema Matti. Hans
sæti var autt.
„Vitið þið nokkuð um Matthí-
as?“ spurði kennarinn um leið og
hann settist við borðsendann. Nei,
enginn vissi neitt um Matta, a. m.
k. sagði enginn neitt.
„Jæja, drengir. Við skulum þá
bara byrja. Gerðu svo vel, Magn-
ús!“
Maggi byrjaði og síðan gekk
fatið milli drengjanna.
„Hm! Já, það var alveg satt.
Hvers vegna varst þú ekki sofnað-
ur kl. 12 í gærkvöldi. Það var ljós
í herberginu þínu.“ Það var kenn-
arinn, sem talaði og leit hvasst á
Drésa.
Augu allra beindust að Drésa.
Hann kafroðnaði upp í hársrætur.
„Ég hélt, að það væri verið að
brjótast inn hjá mér, en svo voru
það bara buxur.“ — Allir fóru að
skellihlæja.
„Komu buxur, hvað segirðu,
drengur? Og var enginn maður í
þeim?“ hélt kennarinn áfram. Hlát-
urinn óx.
í þessu kom ein af þjéinustu-
stúlkunum inn í matsalinn. Hún
gekk til kennarans. Það var auð-
séð, að hún bældi niðri í sér hlát-
urinn.
„Hí, hí,hí, það er einn drengj-
anna hangandi og kallandi upp í
glugganum hjá sér, — hí, hí, hí, og
hann segist ekki geta fundið bux-
urnar sínar.“
Hláturinn glumdi í salnum.
Þarna kom það. Þetta gat ekki verið
annar en Matti. Drési lilaut að
hafa hnuplað frá honum buxunum
hans.
Kennarinn skemmti sér líka vel.
Hann sagði Drésa að sækja buxurn-
ar og Matta. — Sjaldan höfðu menn
skemmt sér betur við matborðið
en í þetta sinn.
Það var verið að borða eftir-
matinn, hina ljúffengu ávexti, þeg-
ar Matti og Drési gengu inn í sal-
inn. Fagnaðarlátunum ætlaði
aldrei að linna. Það leið langur
tími áður en kennarinn og dreng-
irnir gátu haldið áfram að borða.
Matti var hinn ánægðasti með
móttökurnar. Hann gladdist við
þá athygli, sem hann hafði vakið
á sér.
En oft þurftu strákarnir að hvisla
að honum:
„Gættu buxnanna þinna!
Heyrðu, þú ert þó áreiðanlega í
buxunum þínum núna, Matti
minn?“
Nti var hafin mikil leit að
hinum buxunum, en allt kom fyrir
ekki. Buxurnar fundust ekki.
En daginn áður en jólaleyfið
var gefið, kom stór taska tij skól-
ans merkt Matthíasi Guðmunds-
syni. Og töskunni fylgdi bréf, þar
sem foreldrar Matta undruðust
það uppátæki hans að fara allt í
einu að senda allar sinar buxur
heim. Gömlu hjónin voru farin
að eíast um, að allt væri í lagi með
drenginn þeirra.
En Matti skildi hvorki upp né
niður í neinu. Buxnahvarfið var
honum mikil ráðgáta.
En sagan um horfnu buxurnar
var lengi uppspretta sannrar gleði
og kátínu í heimavistarskólanum
á Laugarbökkum.
Ilarnaheimilið Glaumbær við Óttarsstaði
eign Barnaheimilissjóðs Hafnarfjarðar var stolnað 1957 af fé'lagssamtökum í bænum, sem hafa bárnavernd og líknar-
starf á stefnuskrá sinni. Á s.l. sumri var endurbótum og sntíði hússins lokið, og eiga Ilafnfirðingar þarna fullbúið barna-
heimili, sem rúmar 25—30 börn. Undanfarin tvö sumur hafa 50 hafnfirzk börn dvalið þarna í bezta yfirlæti og við
hin ákjósaniegustu skilyrði sumarlangt. Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar í bænum hafa styrkt barnaheimilið í Glaum-
bæ með höfðinglegum gjöfum. Loftur Bjarnason forstjóri færði heimilinu t. d. að gjöf miðstöðvarketil, brennara og
hitadunk s.l. vor. Verðmæti þessarra hluta mun eigi vera minna en 12—15 þús. kr. Stjórn sjóðsins þakkar þessa myndar-
le‘gu gjöf. Bær og ríki hafa og styrkt barnaheimilið í Glaumbæ með ríflegum fjárframlögum. — Hinn 12. marz n. k. er
fjársöfnunardagur Barnaheimilissjóðs Hafnarfjarðar, og lieitir stjórnin á Hafnfirðinga að minnast þá Glaumbæjar, eftir
því, sem hvrjum hentar bezt. Síðar verður auglýst hvernig fjársöfnun verður háttað.